Virði banka gæti rýrnað - Beðið eftir Bankasýslunni

Áhugi á því að kaupa ríkisbankanna, Íslandsbanka og Landsbankann, er lítill sem enginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

„Ég veit ekki til þess að aðilar hafi sýnt bönk­unum áhuga. Banka­sýsla rík­is­ins heldur á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönk­unum og mér er ekki kunn­ugt um að nokkur aðili hafi lýst yfir áhuga á að kaupa bank­ana í heilu lag­i,“ segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag

Vísar hann í máli sínu til sölu­ferlis Lands­banka og Íslands­banka, en til hefur staðið að selja bank­ana í nokkur ár. Íslenska ríkið á Íslands­banka 100 pró­sent og um 99 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um.

Að sögn Bjarna er þess beðið að til­laga um sölu bank­anna ber­ist frá Banka­sýslu rík­is­ins.. „Við bíðum þess að það komi til­laga frá Banka­sýslu rík­is­ins um að hefja sölu­ferli bank­anna. Sú til­laga hefur ekki enn borist. Ferlið fer ekki af stað fyrr en til­lagan hefur verið lögð fram og það er erfitt að segja til um hvenær það verð­ur,“ segir Bjarni við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Í blað­inu er bent á að nú stytt­ist í inn­leið­ingu nýrrar til­skip­unar Evr­ópu­sam­bands­ins, PSD2, en hún gerir ráð fyrir að greiðslu­miðlun muni breyt­ast umtals­vert með meiri mögu­leikum fyrir fjár­tækni­fyr­ir­tækj­um, en talið er að það geti breytt fjár­mála­kerf­um.

Eigið fé Íslands­banka og Lands­bank­ans er sam­tals um 410 millj­arðar þessi miss­er­in, og heild­ar­eignir nema rúm­lega tvö þús­und millj­örðum króna, og liggja að mestu leyti í útlánum til íslenskra heim­ila og fyr­ir­tækja.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent