Fossar með rúmlega 8 prósenta hlut í Arion banka

Breytingar hafa orðið á hluthafahóp Arion banka að undanförnu.

losun-gjaldeyrishafta_18598736672_o.jpg
Auglýsing

Fossar Mark­aðir hf. er nú þriðji stærsti hlut­hafi Arion banka með 8,01 pró­sent eign­ar­hlut, sam­kvæmt upp­færðum lista yfir stærstu hlut­hafa Arion banka

Ekki kemur fram hvort félagið haldi á hlutnum fyrir ein­hverja aðra, svo sem við­skipta­vini félags­ins.

Virði hans, miðað við mark­aðsvirði Arion banka við lokun mark­aða í gær, er 11,2 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Stærsti eig­andi Arion banka, sam­kvæmt upp­færðum lista yfir stærstu hlut­hafa á vef Arion banka, er Taconic Capi­tal Advis­ors UK LLP með 23,53 pró­sent hlut. 

Och-Ziff Capi­tal Mana­gement er næst stærsti hlut­haf­inn með 9,25 pró­sent hlut. 

Hlutur Stoða er 4,8 pró­sent og þá hefur Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna bæst inn á lista yfir stærstu hlut­hafa, og er nú með 2,73 pró­sent hlut. 

Í lok fyrsta árs­fjórð­ungs var eigið fé bank­ans 193 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir rúm­lega 1.200 millj­arð­ar. 

Bene­dikt Gísla­son tók við sem banka­stjóri Arion banka 1. júlí, og aðstoð­ar­banka­stjóri var skömmu síðar ráð­inn Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, sem áður stýrði fyr­ir­tækja­sviði Kviku banka. Bene­dikt og Ásgeir Helgi hafa verið sam­starfs­menn áður, og störf­uðu meðal ann­ars saman í fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta árið 2015.

Hlut­hafa­fundur hefur verið boð­aður 9. ágúst og verða þá kosnir tveir nýir stjórn­ar­menn, og breyt­ingar gerðar á til­nefn­ing­ar­nefnd, sam­kvæmt boðun til fund­ar­ins og til­kynn­ingu um hana til kaup­hallar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent