„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“

Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.

Halldór Auðar Svansson
Halldór Auðar Svansson
Auglýsing

Hall­dór Auðar Svans­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Pírata, skrifar í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag að hinn svo­kall­aði flati strúktúr flokks­ins verði að byggj­ast á ein­hvers konar strúktúr. Til­gang­ur­inn með slíkum strúktúr eigi meðal ann­ars að vera sá að gefa fólki, sem vinnur fyrir flokk­inn, lág­marks­vinnu­frið í formi fyr­ir­sjá­an­legra ferla. Ann­ars vinni þeir frek­ustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.

Til­efni skrif­anna er við­tal við Helga Hrafn Gunn­ars­son, þing­mann Pírata, á mbl.is í dag þar sem hann talar um það fyr­ir­komu­lag inn­­an flokks­ins að vera án for­­manns. Þá segir hann að hinn flati strúkt­úr flokks­ins gangi á meðan all­ir sem taka þátt í litl­um hópi séu á sömu blað­síð­unni um það hvernig hlut­irn­ir eiga að vera.

Flati strúkt­úr­inn eitt stærsta vanda­mál flokks­ins

„Hinn svo­kall­aði flati strúktúr og marka­leysið sem hann veldur er vissu­lega eitt stærsta vanda­málið innan flokks­ins. Til að laga það þarf hins vegar að huga að fleiru en mögu­legu for­manns­emb­ætt­i,“ skrifar Hall­dór.

Auglýsing

Hann segir að eitt sem hann hafi rekið sig strax á við að koma inn í fram­kvæmda­ráð flokks­ins í fyrra hafi verið algjört skipu­lags­leysi á fundum þess og til­heyr­andi óvissa með það hvað væri að fara að ger­ast á þeim, hverjir væru að fara að mæta ótil­kynntir sem gest­ir, hvað þeim gengi til og hver mörkin væru milli gesta og þeirra sem kjörnir voru til að sitja í fram­kvæmda­ráð­i. 

„Mér fannst alveg nógu flókið að henda reiður á öllum sem sátu í fram­kvæmda­ráði og voru til þess lýð­ræð­is­lega kjörn­ir, þó ekki bætt­ust þar ofan á allir aðrir flokks­menn sem höfðu áhuga á afskiptum af störfum þess. Þetta fannst mér ekki vera flatur strúktúr heldur ein­fald­lega algjört strúkt­úr­leysi sem bauð upp á „gengja­stríð“ milli fylk­inga eftir full­kom­lega ófyr­ir­sjá­an­legum regl­um. Ég taldi þetta ekki gott fyr­ir­komu­lag fyrir neinn og síst af öllu fyrir geð­heilsu þeirra sjálf­boða­liða sem var ætlað að sitja í fram­kvæmda­ráði og höfðu til þess lýð­ræð­is­legt umboð,“ skrifar hann. 

Látin skamm­ast sín fyrir „leynd­ar­hyggju“

Hall­dór segir jafn­framt að gagn­rýni á þetta óreiðu­fyr­ir­komu­lag hafi hins vegar sumir svarað innan flokks­ins á þá leið að þetta væri hinn eini sanni flati strúktúr og að það væri ekki í anda Pírata að setja ein­hver mörk gagn­vart þessu.

„Við sem vildum agaðra fyr­ir­komu­lag vorum látin skamm­ast okkar fyrir „leynd­ar­hyggju“ af því að við vildum að fram­kvæmda­ráð, sér­stak­lega þegar það var að reyna að gera sig starf­hæft með slatta af nýju fólki og velja sér for­mann, fengi lág­marks­vinnu­frið á fundum sín­um. Algjör­lega opnir fundir alltaf voru víst hið eina sanna Pírata­fyr­ir­komu­lag, eða það var alla­vega mín upp­lifun af stemn­ing­unni - og í stað þess að halda áfram að slást við það sjón­ar­mið ákvað ég að víkja. Kannski kom ég gagn­rýni minni ekki rétt á fram­færi og kannski var tím­inn til að ræða þessi mál ekki réttur en nið­ur­staðan var alla­vega að mér þótti rétt­ast að draga mig frá þessu öllu sam­an. Það er raunar ein besta ákvörðun sem ég hef tek­ið, enda hafði ég mjög gott af því að taka mér algjört frí frá flokkspóli­tísku starfi hvort eð er.

Það er fullt af góðu fólki í Pírötum og mér þykir enn afar vænt um það, þannig að þessar vanga­veltur mínar um það sem betur mætti fara eru alls ekki illa meintar – en svona fyrst að flokks­fólk er að opna sig um vanda­mál og sær­indi þá er þetta mitt helsta inn­legg í þá umræðu. Þetta er líka meint sem kerf­is­leg gagn­rýni frekar en gagn­vart per­són­um,“ skrifar Hall­dór.

Ég hef ekki mikið verið að tjá mig um innri mál­efni Pírata enda hef ég verið óvirkur þar í all­nokkra mán­uði - en hér­...

Posted by Hall­dór Auðar Svans­son on Monday, July 22, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent