Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa

Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Sjó­manna­sam­band Íslands mót­mælir harð­lega breyt­ingum á lögum um áhafnir íslenskra fiski­skipa, varð­skipa, skemmti­báta og ann­arra skipa í umsögn sinni á Sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem birt­ist fyrir helgi.

„Mönnun fiski­skipa og ann­arra skipa á alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafn­ar, ekki hvort þessi eða hin lög um stjórn fisk­veiða gildi um við­kom­andi skip,“ segir í umsögn sam­bands­ins en undir hana skrifar Val­mundur Val­munds­son, for­maður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

„Reyndar væri miklu nær að stýri­maður og vél­stjóri væru um alltaf um borð í skipum undir 24 metrum þó ekki sé róið lengur en 14 klst. á hverju 24 klst. tíma­bili og engar und­an­þágur veitt­ar.“

Auglýsing

Sjó­manna­sam­band íslands bendir á að þessi teg­und fiski­skipa séu mjög öflug og með stórar vélar sem þurfi sína gæslu. Að skip­stjóri geti einn séð stjórn skips og vél­gæslu er aft­ur­för, að mati Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Vilja sam­ræma skil­grein­ingu smá­skipa um áhafnir

Áformað er að leggja fram frum­varp til að sam­ræma skil­grein­ingu smá­skipa í lögum um áhafnir íslenskra fiski­skipa, varð­skipa, skemmti­báta og ann­arra skipa við reglur um veiði­leyfi með króka­afla­marki í lögum um stjórn fisk­veiða.

Í lögum um stjórn fisk­veiða segir að eng­inn megi stunda veiðar í atvinnu­skyni við Ísland nema hafa fengið til þess almennt veiði­leyfi. Þau séu tvenns kon­ar, það er veiði­leyfi með afla­marki og veiði­leyfi með króka­afla­marki. Með lögum frá 2013 var nýrri máls­grein bætt við 4. grein laga um stjórn fisk­veiða sem segir að þeir bátar einir geti öðl­ast veiði­leyfi með króka­afla­marki sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttó­tonn. Óheim­ilt sé að stækka bát­ana þannig að þeir verði stærri en þessu nem­ur.

Í lögum frá árinu 2007 eru smá­skip skil­greind sem skip sem eru 12 metrar að skrán­ing­ar­lengd eða styttri. Á hverju fiski­skipi skal vera skip­stjóri en ann­ars er munur á því hvaða kröfur áhafna­lög gera til mönn­unar á skipum sem eru 12 metrar eða styttri ann­ars vegar og skipa sem eru 12 til 24 metr­ar, sam­kvæmt 12. grein áhafna­laga. Á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skrán­ing­ar­lengd má skip­stjóri vera hinn sami og véla­vörður sé hann eini rétt­inda­mað­ur­inn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíld­ar­tími mið af 64. grein sjó­manna­laga. Að öðrum kosti skal vera véla­vörð­ur. Á skipum sem eru styttri en 24 metrar skal vera stýri­maður ef úti­vera skips fer fram úr 14 klukku­stundum á hverju 24 klukku­stunda tíma­bili. Á skipi þar sem dag­legur úti­vist­ar­tími er styttri en 14 klukku­stundir er heim­ilt að vera án stýri­manns, enda hafi skip fengið útgefna heim­ild þess efnis frá mönn­un­ar­nefnd. Á þessum skipum skal jafn­framt vera yfir­vél­stjóri en farið úti­vera fram úr 14 klukku­stundum á hverju 24 klukku­stunda tíma­bili skal vera yfir­vél­stjóri og véla­vörð­ur.

Stefnt á að leggja frum­varpið fram næsta haust

Sam­kvæmt þessu geta króka­afla­marks­bátar verið 15 metra langir en með því falla þeir ekki lengur undir ákvæði áhafna­laga um smá­skip, sem mið­ast við 12 metra, heldur skip 12 til 24 metra með þeim auknu kröfum til skip­stjóra-, stýri­manna- og vél­stjórn­ar­rétt­inda. Ef sigl­ing er styttri en 14 klukku­stundir þarf und­an­þágu frá mönn­un­ar­nefnd og má skipið þá vera án stýri­manns.

Bent hefur verið á að með breyttum reglum þá séu kröfur um mönnun skipa í ýmsum til­vikum orðin rík­ari en fyrir breyt­ingu sé ekki til staðar heim­ild frá mönn­un­ar­nefnd sam­kvæmt 12. grein áhafna­laga til að sigla án stýri­manns. Þetta hefur leitt til þess að sækja þarf reglu­lega um heim­ild til mönn­un­ar­nefnd­ar. Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra áformar að leggja fram frum­varp um þetta efni á haust­þingi 2019 sem geri lag­fær­ingar þannig að ekki sé þörf á und­an­þágu.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent