Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa

Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.

Reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Sjó­manna­sam­band Íslands mót­mælir harð­lega breyt­ingum á lögum um áhafnir íslenskra fiski­skipa, varð­skipa, skemmti­báta og ann­arra skipa í umsögn sinni á Sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem birt­ist fyrir helgi.

„Mönnun fiski­skipa og ann­arra skipa á alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafn­ar, ekki hvort þessi eða hin lög um stjórn fisk­veiða gildi um við­kom­andi skip,“ segir í umsögn sam­bands­ins en undir hana skrifar Val­mundur Val­munds­son, for­maður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

„Reyndar væri miklu nær að stýri­maður og vél­stjóri væru um alltaf um borð í skipum undir 24 metrum þó ekki sé róið lengur en 14 klst. á hverju 24 klst. tíma­bili og engar und­an­þágur veitt­ar.“

Auglýsing

Sjó­manna­sam­band íslands bendir á að þessi teg­und fiski­skipa séu mjög öflug og með stórar vélar sem þurfi sína gæslu. Að skip­stjóri geti einn séð stjórn skips og vél­gæslu er aft­ur­för, að mati Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Vilja sam­ræma skil­grein­ingu smá­skipa um áhafnir

Áformað er að leggja fram frum­varp til að sam­ræma skil­grein­ingu smá­skipa í lögum um áhafnir íslenskra fiski­skipa, varð­skipa, skemmti­báta og ann­arra skipa við reglur um veiði­leyfi með króka­afla­marki í lögum um stjórn fisk­veiða.

Í lögum um stjórn fisk­veiða segir að eng­inn megi stunda veiðar í atvinnu­skyni við Ísland nema hafa fengið til þess almennt veiði­leyfi. Þau séu tvenns kon­ar, það er veiði­leyfi með afla­marki og veiði­leyfi með króka­afla­marki. Með lögum frá 2013 var nýrri máls­grein bætt við 4. grein laga um stjórn fisk­veiða sem segir að þeir bátar einir geti öðl­ast veiði­leyfi með króka­afla­marki sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttó­tonn. Óheim­ilt sé að stækka bát­ana þannig að þeir verði stærri en þessu nem­ur.

Í lögum frá árinu 2007 eru smá­skip skil­greind sem skip sem eru 12 metrar að skrán­ing­ar­lengd eða styttri. Á hverju fiski­skipi skal vera skip­stjóri en ann­ars er munur á því hvaða kröfur áhafna­lög gera til mönn­unar á skipum sem eru 12 metrar eða styttri ann­ars vegar og skipa sem eru 12 til 24 metr­ar, sam­kvæmt 12. grein áhafna­laga. Á skipum sem eru styttri en 12 metrar að skrán­ing­ar­lengd má skip­stjóri vera hinn sami og véla­vörður sé hann eini rétt­inda­mað­ur­inn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíld­ar­tími mið af 64. grein sjó­manna­laga. Að öðrum kosti skal vera véla­vörð­ur. Á skipum sem eru styttri en 24 metrar skal vera stýri­maður ef úti­vera skips fer fram úr 14 klukku­stundum á hverju 24 klukku­stunda tíma­bili. Á skipi þar sem dag­legur úti­vist­ar­tími er styttri en 14 klukku­stundir er heim­ilt að vera án stýri­manns, enda hafi skip fengið útgefna heim­ild þess efnis frá mönn­un­ar­nefnd. Á þessum skipum skal jafn­framt vera yfir­vél­stjóri en farið úti­vera fram úr 14 klukku­stundum á hverju 24 klukku­stunda tíma­bili skal vera yfir­vél­stjóri og véla­vörð­ur.

Stefnt á að leggja frum­varpið fram næsta haust

Sam­kvæmt þessu geta króka­afla­marks­bátar verið 15 metra langir en með því falla þeir ekki lengur undir ákvæði áhafna­laga um smá­skip, sem mið­ast við 12 metra, heldur skip 12 til 24 metra með þeim auknu kröfum til skip­stjóra-, stýri­manna- og vél­stjórn­ar­rétt­inda. Ef sigl­ing er styttri en 14 klukku­stundir þarf und­an­þágu frá mönn­un­ar­nefnd og má skipið þá vera án stýri­manns.

Bent hefur verið á að með breyttum reglum þá séu kröfur um mönnun skipa í ýmsum til­vikum orðin rík­ari en fyrir breyt­ingu sé ekki til staðar heim­ild frá mönn­un­ar­nefnd sam­kvæmt 12. grein áhafna­laga til að sigla án stýri­manns. Þetta hefur leitt til þess að sækja þarf reglu­lega um heim­ild til mönn­un­ar­nefnd­ar. Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra áformar að leggja fram frum­varp um þetta efni á haust­þingi 2019 sem geri lag­fær­ingar þannig að ekki sé þörf á und­an­þágu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent