Útflutningur sjávarafurða til Kína eykst

Norðmenn hafa selt sjávarafurðir fyrir 755 milljarða íslenskra króna fyrstu sex mánuði ársins sem er metsala á hálfu ári. Kína er jafnframt í 7. sæti yfir stærstu viðskiptalönd Íslands í sjávarútvegi.

Makríll
Makríll
Auglýsing

Mik­ill vöxtur hefur verið í útflutn­ingi á laxi til Kína frá Nor­egi og hefur útflutn­ingur á mak­ríl jafn­framt auk­ist en Norð­menn hafa selt sjáv­ar­af­urðir fyrir 51,2 millj­arð noskrar króna, eða 755 millj­arða íslenskra króna, fyrstu sex mán­uði árs­ins sem er met­sala á hálfu ári. Þetta er 4,4 millj­örðum meiri sala en á fyrri helm­ingi 2018. Fiski­fréttir greina frá.

Geng­is­mál hafa einnig haft áhrif á auknar tekj­ur, sam­kvæmt frétt­inni en gengi norsku krón­unnar hefur verið veikt gagn­vart evru og dollar sem hefur skilað sér í hærri verðum í útflutn­ingi á norskum sjáv­ar­af­urð­um.

Í frétt­inni kemur fram að það sem af er ári hafi vöxtur verið jafnt í útflutn­ings­verð­mætum og útflutn­ings­magni á ferskum laxi til Kína. Sam­tals nemi þessi útflutn­ingur 12.130 tonnum á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Það sé meira en flutt var út til Kína af ferskum laxi allt árið 2018. Þá nam útflutn­ing­ur­inn 12.000 tonn­um.

Auglýsing

Kína í 7. sæti yfir stærstu við­skipta­lönd Íslands í sjáv­ar­út­vegi

Mikil aukn­ing hefur orðið í útflutn­ingi til Kína frá Íslandi af tíu stærstu við­skipta­löndum í sjáv­ar­út­vegi en útflutn­ingur hefur ríf­lega tvö­fald­ast í krónum talið á tíma­bil­inu 2014 til 2018. Á tíma­bil­inu 2010 til 2013 var Kína í 16. sæti yfir stærstu við­skipta­lönd í sjáv­ar­út­vegi en árið 2015 fór það í 15. sæti, 2016 í 9. sæti, 2017 í 8. sæti og 2018 í 7. sæti.

Frí­versl­un­ar­samn­ingur við Kína virð­ist því hafa haft jákvæð áhrif á við­skipti með sjáv­ar­af­urðir en hann tók gildi 1. júlí 2014. Til­gangur samn­ings­ins var að liðka fyrir við­skiptum á milli land­anna en hann nær aðeins til vöru­við­skipta. Samn­ing­ur­inn felur í sér nið­ur­fell­ingu tolla á flestum útflutn­ings­vörum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, meðal ann­ars um upp­runa sam­kvæmt upp­runa­reglum sem skil­greindar eru í samn­ingn­um.

Vilja styrkja sölu- og mark­aðs­­starf í Asíu

Fram kom í fréttum í síð­ustu viku að stjórn HB Granda hf. hefði sam­þykkt samn­inga um kaup á sölu­­fé­lögum í Asíu og leggja þá fyrir hlut­hafa­fund til sam­­þykkt­­ar. Félagið gerði kauptil­­boð í félögin að fjár­­hæð 31,1 milljón evra eða 4,4 millj­­örðum króna.

Eig­andi félag­anna gekk að til­­­boð­inu og er til­­­gang­­ur­inn að styrkja sölu- og mark­aðs­­starf félags­­ins á alþjóða­­mörk­uð­um, einkum í Asíu.

Nafni félags­­ins verður breytt í Brim og Brim Seafood. Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­u frá félag­inu mun nýtt vöru­­merki og nafn þjóna til­­­gangi félags­­ins vel sem sé að mark­aðs­­setja og selja afurðir sem félagið veiðir og vinnur á verð­­mætum alþjóða­­mörk­uð­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent