Útflutningur sjávarafurða til Kína eykst

Norðmenn hafa selt sjávarafurðir fyrir 755 milljarða íslenskra króna fyrstu sex mánuði ársins sem er metsala á hálfu ári. Kína er jafnframt í 7. sæti yfir stærstu viðskiptalönd Íslands í sjávarútvegi.

Makríll
Makríll
Auglýsing

Mikill vöxtur hefur verið í útflutningi á laxi til Kína frá Noregi og hefur útflutningur á makríl jafnframt aukist en Norðmenn hafa selt sjávarafurðir fyrir 51,2 milljarð noskrar króna, eða 755 milljarða íslenskra króna, fyrstu sex mánuði ársins sem er metsala á hálfu ári. Þetta er 4,4 milljörðum meiri sala en á fyrri helmingi 2018. Fiskifréttir greina frá.

Gengismál hafa einnig haft áhrif á auknar tekjur, samkvæmt fréttinni en gengi norsku krónunnar hefur verið veikt gagnvart evru og dollar sem hefur skilað sér í hærri verðum í útflutningi á norskum sjávarafurðum.

Í fréttinni kemur fram að það sem af er ári hafi vöxtur verið jafnt í útflutningsverðmætum og útflutningsmagni á ferskum laxi til Kína. Samtals nemi þessi útflutningur 12.130 tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Það sé meira en flutt var út til Kína af ferskum laxi allt árið 2018. Þá nam útflutningurinn 12.000 tonnum.

Auglýsing

Kína í 7. sæti yfir stærstu viðskiptalönd Íslands í sjávarútvegi

Mikil aukning hefur orðið í útflutningi til Kína frá Íslandi af tíu stærstu viðskiptalöndum í sjávarútvegi en útflutningur hefur ríflega tvöfaldast í krónum talið á tímabilinu 2014 til 2018. Á tímabilinu 2010 til 2013 var Kína í 16. sæti yfir stærstu viðskiptalönd í sjávarútvegi en árið 2015 fór það í 15. sæti, 2016 í 9. sæti, 2017 í 8. sæti og 2018 í 7. sæti.

Fríverslunarsamningur við Kína virðist því hafa haft jákvæð áhrif á viðskipti með sjávarafurðir en hann tók gildi 1. júlí 2014. Tilgangur samningsins var að liðka fyrir viðskiptum á milli landanna en hann nær aðeins til vöruviðskipta. Samningurinn felur í sér niðurfellingu tolla á flestum útflutningsvörum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, meðal annars um uppruna samkvæmt upprunareglum sem skilgreindar eru í samningnum.

Vilja styrkja sölu- og mark­aðs­starf í Asíu

Fram kom í fréttum í síðustu viku að stjórn HB Granda hf. hefði samþykkt samn­inga um kaup á sölu­fé­lögum í Asíu og leggja þá fyrir hlut­hafa­fund til sam­þykkt­ar. Félagið gerði kauptil­boð í félögin að fjár­hæð 31,1 milljón evra eða 4,4 millj­örðum króna.

Eig­andi félag­anna gekk að til­boð­inu og er til­gang­ur­inn að styrkja sölu- og mark­aðs­starf félags­ins á alþjóða­mörk­uð­um, einkum í Asíu.

Nafni félags­ins verður breytt í Brim og Brim Seafood. Sam­kvæmt til­kynn­ing­u frá félaginu mun nýtt vöru­merki og nafn þjóna til­gangi félags­ins vel sem sé að mark­aðs­setja og selja afurðir sem félagið veiðir og vinnur á verð­mætum alþjóða­mörk­uð­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent