Útflutningur sjávarafurða til Kína eykst

Norðmenn hafa selt sjávarafurðir fyrir 755 milljarða íslenskra króna fyrstu sex mánuði ársins sem er metsala á hálfu ári. Kína er jafnframt í 7. sæti yfir stærstu viðskiptalönd Íslands í sjávarútvegi.

Makríll
Makríll
Auglýsing

Mik­ill vöxtur hefur verið í útflutn­ingi á laxi til Kína frá Nor­egi og hefur útflutn­ingur á mak­ríl jafn­framt auk­ist en Norð­menn hafa selt sjáv­ar­af­urðir fyrir 51,2 millj­arð noskrar króna, eða 755 millj­arða íslenskra króna, fyrstu sex mán­uði árs­ins sem er met­sala á hálfu ári. Þetta er 4,4 millj­örðum meiri sala en á fyrri helm­ingi 2018. Fiski­fréttir greina frá.

Geng­is­mál hafa einnig haft áhrif á auknar tekj­ur, sam­kvæmt frétt­inni en gengi norsku krón­unnar hefur verið veikt gagn­vart evru og dollar sem hefur skilað sér í hærri verðum í útflutn­ingi á norskum sjáv­ar­af­urð­um.

Í frétt­inni kemur fram að það sem af er ári hafi vöxtur verið jafnt í útflutn­ings­verð­mætum og útflutn­ings­magni á ferskum laxi til Kína. Sam­tals nemi þessi útflutn­ingur 12.130 tonnum á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Það sé meira en flutt var út til Kína af ferskum laxi allt árið 2018. Þá nam útflutn­ing­ur­inn 12.000 tonn­um.

Auglýsing

Kína í 7. sæti yfir stærstu við­skipta­lönd Íslands í sjáv­ar­út­vegi

Mikil aukn­ing hefur orðið í útflutn­ingi til Kína frá Íslandi af tíu stærstu við­skipta­löndum í sjáv­ar­út­vegi en útflutn­ingur hefur ríf­lega tvö­fald­ast í krónum talið á tíma­bil­inu 2014 til 2018. Á tíma­bil­inu 2010 til 2013 var Kína í 16. sæti yfir stærstu við­skipta­lönd í sjáv­ar­út­vegi en árið 2015 fór það í 15. sæti, 2016 í 9. sæti, 2017 í 8. sæti og 2018 í 7. sæti.

Frí­versl­un­ar­samn­ingur við Kína virð­ist því hafa haft jákvæð áhrif á við­skipti með sjáv­ar­af­urðir en hann tók gildi 1. júlí 2014. Til­gangur samn­ings­ins var að liðka fyrir við­skiptum á milli land­anna en hann nær aðeins til vöru­við­skipta. Samn­ing­ur­inn felur í sér nið­ur­fell­ingu tolla á flestum útflutn­ings­vörum að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, meðal ann­ars um upp­runa sam­kvæmt upp­runa­reglum sem skil­greindar eru í samn­ingn­um.

Vilja styrkja sölu- og mark­aðs­­starf í Asíu

Fram kom í fréttum í síð­ustu viku að stjórn HB Granda hf. hefði sam­þykkt samn­inga um kaup á sölu­­fé­lögum í Asíu og leggja þá fyrir hlut­hafa­fund til sam­­þykkt­­ar. Félagið gerði kauptil­­boð í félögin að fjár­­hæð 31,1 milljón evra eða 4,4 millj­­örðum króna.

Eig­andi félag­anna gekk að til­­­boð­inu og er til­­­gang­­ur­inn að styrkja sölu- og mark­aðs­­starf félags­­ins á alþjóða­­mörk­uð­um, einkum í Asíu.

Nafni félags­­ins verður breytt í Brim og Brim Seafood. Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­u frá félag­inu mun nýtt vöru­­merki og nafn þjóna til­­­gangi félags­­ins vel sem sé að mark­aðs­­setja og selja afurðir sem félagið veiðir og vinnur á verð­­mætum alþjóða­­mörk­uð­­um.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent