Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ummælin sem þingmenn Miðflokksins létu falla á Klausturbar 20. nóvember í fyrra verði þeim til ævivarandi skammar. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Lilja birti á Facebook fyrir skemmstu.
Þar segir orðrétt: „Í samræðum sínum á Klausturbarnum kom glöggt í ljós hvaða hug þingmennirnir bera til kvenna. Það var sannarlega dapurlegt. Enn dapurlegra er að þeir hinir sömu skuli nú, átta mánuðum síðar ekki enn sjá að sér heldur reyna að réttlæta ummæli sín. Leitt að þeir sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm. Ummælin verða þeim til ævarandi skammar.“
Lilja var í samræðunum meðal annars kölluð „helvítis tík“ af Gunnari Braga Sveinssyni, og fleiri niðrandi orð, með kynferðislegum undirtókn, féllu um hana úr munni Gunnars Braga og Bergþórs.
Í samræðum sínum á Klausturbarnum kom glöggt í ljós hvaða hug þingmennirnir bera til kvenna. Það var sannarlega...
Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Thursday, August 1, 2019