Enn verið að fjarlægja asbest úr byggingum

Fjöldi verkefna þar sem asbest er fjarlægt úr húsum mun aukast þegar kemur að stórviðhaldi mannvirkja eftirstríðsáranna fram til 1980.

Asbest
Auglýsing

Til­fellum verka þar sem asbestein­ingar eru fjar­lægðar úr bygg­ingum fer ekki fækk­andi en á árinu 2018 voru veitt 35 leyfi til slíks nið­ur­rifs. Þetta kemur fram í umfjöllun Lækna­blaðs­ins um asbest og áhrif þess á heilsu Íslend­inga.

Í grein­inni segir að gera verði ráð fyrir að fjöldi þess­ara verk­efna muni aukast þegar kemur að stór­við­haldi mann­virkja eft­ir­stríðs­ár­anna fram til 1980. Grund­vall­ar­at­riði við þessa vinnu sé að tryggja réttan hlífð­ar­búnað og notkun á réttum önd­un­ar­grímum við verk­ið.

Verk­efni vegna lauss asbests eru fá og hafa flest tengst veru Banda­ríkja­hers hér á landi. Vinna vegna slíks krefst mjög sér­hæfðrar þjálf­unar vegna mik­illar hættu á ryk­mengun en asbesti ber að farga á við­ur­kenndum förg­un­ar­stöð­um, sam­kvæmt grein­inni.

Auglýsing

Rykið er hættu­legt heils­unni

Asbest eru þráð­laga kristölluð sílikat-­stein­efni sem hafa mis­mun­andi bygg­ingu og eig­in­leika. Asbest­þræðir eru mjög slitsterkir og þola mjög mik­inn hita og því var algengt að asbest væri notað sem bruna­varn­ar­efni, hita­ein­angrun og þar sem mik­ill hiti er not­að­ur.

Á Vís­inda­vefnum kemur fram að asbest brotni mjög auð­veld­lega niður og myndi fín­sallað asbestryk. Rykið lík­ist helst litlum nál­um, frekar en korn­um, sem gerir að verkum að það fest­ist í lungum við inn­önd­un. Loftið sem fólk andar að sér inni­heldur yfir­leitt örlítið af asbesti, en ekki þó í því magni að það valdi því skaða.

Asbest hefur verið bannað á Íslandi frá 1983 en enn er mikið magn af því í bygg­ing­um, skipum og í hita­veitu­leiðsl­um. Inn­flutn­ingur á Íslandi var mik­ill árin fyrir bann en minnk­aði svo ört og er nán­ast eng­inn í dag. Við vinnu með asbest mynd­ast nál­ar- eða þráð­laga asbestryk. Það er þetta ryk sem er hættu­legt heils­unni.

Bið­tími frá því að kom­ast í tæri við asbest þangað til sjúk­dóm­ur­inn lætur á sér kræla getur verið allt að 40 ár. Asbest berst í lungun við inn­öndun og getur valdið asbest­veiki sem er lungnatrefj­un­ar­sjúk­dómur með hæga fram­þró­un. Asbest getur einnig valdið góð­kynja fleiðru­vökva, fleiðru­skellum og dreifðum fleiðru­þykkn­un­um. Asbest er líka krabba­meins­vald­andi. Algeng­ast er lungna­krabba­mein en asbest er áhættu­þáttur fyrir krabba­meinum í fleiri líf­fær­um. Ill­kynja mið­þekju­æxli er algeng­ast í lungnaf­leiðru en getur sést í fleiri himn­um. Nýgengi þess­ara æxla er hátt á Íslandi og er enn vax­andi hjá körl­um. Dán­ar­tíðni er hæst á Íslandi af Evr­ópu­lönd­um, sam­kvæmt grein Lækna­blaðs­ins.

200 verk á síð­ast­liðnum 20 árum

Í dag er öll vinna við asbest bönnuð nema vegna við­halds­verk­efna þar sem verið er að fjar­lægja asbest. Sam­kvæmt Lækna­blað­inu er umfang þess­arar vinnu mikið en allir sem koma að slíkri vinnu þurfa að sækja nám­skeið um hvernig þetta er gert með öruggum hætti. Flestir þeirra sem sótt hafa slík nám­skeið hafa gert það í tengslum við til­tekin verk.

Þá kemur fram í Lækna­blað­inu að í dag hafi fleiri en 900 ein­stak­lingar sótt slík nám­skeið, sem veitir rétt til að fjar­lægja asbestein­ing­ar, en gera megi ráð fyrir að um sé að ræða yfir 200 verk á síð­ast­liðnum 20 árum. Þessi verk­efni hafi verið alls staðar á land­inu, í öllum teg­undum bygg­inga og mann­virkja, opin­berum sem einka­heim­ilum sem flest hver hafa verið reist á árunum eftir stríð fram til 1980.

Hægt er að lesa umfjöllun Lækna­blaðs­ins um asbest hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent