Enn verið að fjarlægja asbest úr byggingum

Fjöldi verkefna þar sem asbest er fjarlægt úr húsum mun aukast þegar kemur að stórviðhaldi mannvirkja eftirstríðsáranna fram til 1980.

Asbest
Auglýsing

Til­fellum verka þar sem asbestein­ingar eru fjar­lægðar úr bygg­ingum fer ekki fækk­andi en á árinu 2018 voru veitt 35 leyfi til slíks nið­ur­rifs. Þetta kemur fram í umfjöllun Lækna­blaðs­ins um asbest og áhrif þess á heilsu Íslend­inga.

Í grein­inni segir að gera verði ráð fyrir að fjöldi þess­ara verk­efna muni aukast þegar kemur að stór­við­haldi mann­virkja eft­ir­stríðs­ár­anna fram til 1980. Grund­vall­ar­at­riði við þessa vinnu sé að tryggja réttan hlífð­ar­búnað og notkun á réttum önd­un­ar­grímum við verk­ið.

Verk­efni vegna lauss asbests eru fá og hafa flest tengst veru Banda­ríkja­hers hér á landi. Vinna vegna slíks krefst mjög sér­hæfðrar þjálf­unar vegna mik­illar hættu á ryk­mengun en asbesti ber að farga á við­ur­kenndum förg­un­ar­stöð­um, sam­kvæmt grein­inni.

Auglýsing

Rykið er hættu­legt heils­unni

Asbest eru þráð­laga kristölluð sílikat-­stein­efni sem hafa mis­mun­andi bygg­ingu og eig­in­leika. Asbest­þræðir eru mjög slitsterkir og þola mjög mik­inn hita og því var algengt að asbest væri notað sem bruna­varn­ar­efni, hita­ein­angrun og þar sem mik­ill hiti er not­að­ur.

Á Vís­inda­vefnum kemur fram að asbest brotni mjög auð­veld­lega niður og myndi fín­sallað asbestryk. Rykið lík­ist helst litlum nál­um, frekar en korn­um, sem gerir að verkum að það fest­ist í lungum við inn­önd­un. Loftið sem fólk andar að sér inni­heldur yfir­leitt örlítið af asbesti, en ekki þó í því magni að það valdi því skaða.

Asbest hefur verið bannað á Íslandi frá 1983 en enn er mikið magn af því í bygg­ing­um, skipum og í hita­veitu­leiðsl­um. Inn­flutn­ingur á Íslandi var mik­ill árin fyrir bann en minnk­aði svo ört og er nán­ast eng­inn í dag. Við vinnu með asbest mynd­ast nál­ar- eða þráð­laga asbestryk. Það er þetta ryk sem er hættu­legt heils­unni.

Bið­tími frá því að kom­ast í tæri við asbest þangað til sjúk­dóm­ur­inn lætur á sér kræla getur verið allt að 40 ár. Asbest berst í lungun við inn­öndun og getur valdið asbest­veiki sem er lungnatrefj­un­ar­sjúk­dómur með hæga fram­þró­un. Asbest getur einnig valdið góð­kynja fleiðru­vökva, fleiðru­skellum og dreifðum fleiðru­þykkn­un­um. Asbest er líka krabba­meins­vald­andi. Algeng­ast er lungna­krabba­mein en asbest er áhættu­þáttur fyrir krabba­meinum í fleiri líf­fær­um. Ill­kynja mið­þekju­æxli er algeng­ast í lungnaf­leiðru en getur sést í fleiri himn­um. Nýgengi þess­ara æxla er hátt á Íslandi og er enn vax­andi hjá körl­um. Dán­ar­tíðni er hæst á Íslandi af Evr­ópu­lönd­um, sam­kvæmt grein Lækna­blaðs­ins.

200 verk á síð­ast­liðnum 20 árum

Í dag er öll vinna við asbest bönnuð nema vegna við­halds­verk­efna þar sem verið er að fjar­lægja asbest. Sam­kvæmt Lækna­blað­inu er umfang þess­arar vinnu mikið en allir sem koma að slíkri vinnu þurfa að sækja nám­skeið um hvernig þetta er gert með öruggum hætti. Flestir þeirra sem sótt hafa slík nám­skeið hafa gert það í tengslum við til­tekin verk.

Þá kemur fram í Lækna­blað­inu að í dag hafi fleiri en 900 ein­stak­lingar sótt slík nám­skeið, sem veitir rétt til að fjar­lægja asbestein­ing­ar, en gera megi ráð fyrir að um sé að ræða yfir 200 verk á síð­ast­liðnum 20 árum. Þessi verk­efni hafi verið alls staðar á land­inu, í öllum teg­undum bygg­inga og mann­virkja, opin­berum sem einka­heim­ilum sem flest hver hafa verið reist á árunum eftir stríð fram til 1980.

Hægt er að lesa umfjöllun Lækna­blaðs­ins um asbest hér

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent