Enn verið að fjarlægja asbest úr byggingum

Fjöldi verkefna þar sem asbest er fjarlægt úr húsum mun aukast þegar kemur að stórviðhaldi mannvirkja eftirstríðsáranna fram til 1980.

Asbest
Auglýsing

Til­fellum verka þar sem asbestein­ingar eru fjar­lægðar úr bygg­ingum fer ekki fækk­andi en á árinu 2018 voru veitt 35 leyfi til slíks nið­ur­rifs. Þetta kemur fram í umfjöllun Lækna­blaðs­ins um asbest og áhrif þess á heilsu Íslend­inga.

Í grein­inni segir að gera verði ráð fyrir að fjöldi þess­ara verk­efna muni aukast þegar kemur að stór­við­haldi mann­virkja eft­ir­stríðs­ár­anna fram til 1980. Grund­vall­ar­at­riði við þessa vinnu sé að tryggja réttan hlífð­ar­búnað og notkun á réttum önd­un­ar­grímum við verk­ið.

Verk­efni vegna lauss asbests eru fá og hafa flest tengst veru Banda­ríkja­hers hér á landi. Vinna vegna slíks krefst mjög sér­hæfðrar þjálf­unar vegna mik­illar hættu á ryk­mengun en asbesti ber að farga á við­ur­kenndum förg­un­ar­stöð­um, sam­kvæmt grein­inni.

Auglýsing

Rykið er hættu­legt heils­unni

Asbest eru þráð­laga kristölluð sílikat-­stein­efni sem hafa mis­mun­andi bygg­ingu og eig­in­leika. Asbest­þræðir eru mjög slitsterkir og þola mjög mik­inn hita og því var algengt að asbest væri notað sem bruna­varn­ar­efni, hita­ein­angrun og þar sem mik­ill hiti er not­að­ur.

Á Vís­inda­vefnum kemur fram að asbest brotni mjög auð­veld­lega niður og myndi fín­sallað asbestryk. Rykið lík­ist helst litlum nál­um, frekar en korn­um, sem gerir að verkum að það fest­ist í lungum við inn­önd­un. Loftið sem fólk andar að sér inni­heldur yfir­leitt örlítið af asbesti, en ekki þó í því magni að það valdi því skaða.

Asbest hefur verið bannað á Íslandi frá 1983 en enn er mikið magn af því í bygg­ing­um, skipum og í hita­veitu­leiðsl­um. Inn­flutn­ingur á Íslandi var mik­ill árin fyrir bann en minnk­aði svo ört og er nán­ast eng­inn í dag. Við vinnu með asbest mynd­ast nál­ar- eða þráð­laga asbestryk. Það er þetta ryk sem er hættu­legt heils­unni.

Bið­tími frá því að kom­ast í tæri við asbest þangað til sjúk­dóm­ur­inn lætur á sér kræla getur verið allt að 40 ár. Asbest berst í lungun við inn­öndun og getur valdið asbest­veiki sem er lungnatrefj­un­ar­sjúk­dómur með hæga fram­þró­un. Asbest getur einnig valdið góð­kynja fleiðru­vökva, fleiðru­skellum og dreifðum fleiðru­þykkn­un­um. Asbest er líka krabba­meins­vald­andi. Algeng­ast er lungna­krabba­mein en asbest er áhættu­þáttur fyrir krabba­meinum í fleiri líf­fær­um. Ill­kynja mið­þekju­æxli er algeng­ast í lungnaf­leiðru en getur sést í fleiri himn­um. Nýgengi þess­ara æxla er hátt á Íslandi og er enn vax­andi hjá körl­um. Dán­ar­tíðni er hæst á Íslandi af Evr­ópu­lönd­um, sam­kvæmt grein Lækna­blaðs­ins.

200 verk á síð­ast­liðnum 20 árum

Í dag er öll vinna við asbest bönnuð nema vegna við­halds­verk­efna þar sem verið er að fjar­lægja asbest. Sam­kvæmt Lækna­blað­inu er umfang þess­arar vinnu mikið en allir sem koma að slíkri vinnu þurfa að sækja nám­skeið um hvernig þetta er gert með öruggum hætti. Flestir þeirra sem sótt hafa slík nám­skeið hafa gert það í tengslum við til­tekin verk.

Þá kemur fram í Lækna­blað­inu að í dag hafi fleiri en 900 ein­stak­lingar sótt slík nám­skeið, sem veitir rétt til að fjar­lægja asbestein­ing­ar, en gera megi ráð fyrir að um sé að ræða yfir 200 verk á síð­ast­liðnum 20 árum. Þessi verk­efni hafi verið alls staðar á land­inu, í öllum teg­undum bygg­inga og mann­virkja, opin­berum sem einka­heim­ilum sem flest hver hafa verið reist á árunum eftir stríð fram til 1980.

Hægt er að lesa umfjöllun Lækna­blaðs­ins um asbest hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent