Framsókn vill ekki selja Landsvirkjun eða flugstöðina

Framsóknarflokkurinn ætlar að fylgja því fast eftir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrá og vill að ríkisfyrirtæki sem fara með mikilvæga innviði verði áfram í eigu þjóðarinnar.

Leifsstöð er ekki til sölu.
Leifsstöð er ekki til sölu.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætlar að fylgja því fast eftir að ákvæði um þjóð­ar­eign á auð­lindum verði sett í stjórn­ar­skrá og vill að rík­is­fyr­ir­tæki sem fara með mik­il­væga inn­viði verði áfram í eigu þjóð­ar­inn­ar.

Sam­eig­in­legur fundur Lands­stjórnar og þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fram fór um helg­ina, sam­þykkti ályktun þess efnis að það sé stefna flokks­ins að „margir mik­il­væg­ustu inn­viðir sam­fé­lags­ins séu í eigu þjóð­ar­innar og þannig njótum við öll ágóð­ans af þeim. Um er að ræða inn­viði eins og Lands­virkj­un, Lands­net, RARIK og Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar svo ein­hverjir séu nefnd­ir.“

Þá sam­þykkti fund­ur­inn einnig þá „höf­uð­á­herslu“ flokks­ins að auð­lindir séu í þjóð­ar­eign. „Því mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fylgja því fast eftir á kjör­tíma­bil­inu að slíkt ákvæði verði sett í stjórn­ar­skrá lands­ins.“

Auglýsing

Þá sam­þykkti fund­ur­inn að setja það í for­gang að flutn­ings­kostn­aður raf­orku verði jafn­aður á kjör­tíma­bil­in­u,. Það sé ein af mik­il­væg­ustu byggða­að­gerðum sem ráð­ast þurfi í. 

Ekki unnið að sölu flug­stöðvar

Mögu­leg sala á rík­is­fyr­ir­tækjum hefur verið umtals­vert til umfjöll­unar að und­an­förnu. Þannig hafa margir and­stæð­ingar inn­leið­ingar þriðja orku­pakk­ans rök­stutt þá and­stöðu með ótta við að opin­ber orku­fyr­ir­tæki gætu verið seld. 

Í vik­unni greindi Morg­un­blaðið svo frá því að þreif­ingar hefðu átt sér stað við ríkið um sölu á Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar við Inn­viði fjár­fest­ingar slhf. Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­spurn á for­sæt­is­ráðu­neytið um málið og í svari sem þaðan barst sagði: „Ekki er unnið að und­ir­­bún­­ingi á sölu Flug­­­stöðv­­ar ­Leifs Eirík­s­­sonar og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hefja slík­­an und­ir­­bún­­ing.“

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent