Píratar ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu

Píratar tapa á fjórða prósentustigi af fylgi milli kannana Gallup. Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn og bætir við sig en Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað.

7DM_9838_raw_1769.JPG
Auglýsing

Píratar tapa 3,4 prósentustigum af fylgi milli kannana Gallup. Fylgi þeirra mælist nú 9,3 prósent en var 12,7 prósent í lok júlí. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV

 Það er minnsta fylgi sem Píratar hafa mælst með á kjörtímabilinu í könnunum fyrirtækisins og í fyrsta sinn sem það fer niður fyrir tveggja stafa tölu frá því fyrir haustkosningarnar 2017 þegar flokkurinn fékk 9,2 prósent atkvæða.

Fylgi Pírata virðist að mestu vera að fara til Samfylkingar sem bætir við sig 1,8 prósentustigi frá því í júlí og mælist nú með 15,5 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist flokka stærstur á Íslandi en 21,7 prósent aðspurðra sagði að þeir myndu kjósa hann ef kosið væri nú. Það er nánast sama fylgi og flokkurinn mældist með í júlí. Hinir stjórnarflokkarnir tveir eru einnig á svipuðum slóðum og þeir voru fyrir mánuði síðan. Fylgi Vinstri grænna hefur hækkað úr 12,0 prósentum í 12,8 prósent og fylgi Framsóknarflokksins dalað úr 8,5 í 8,3 prósent. 

Auglýsing

Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt könnunum og mælist nú með 13,4 prósent fylgi. Það myndi gera hann að þriðja stærsta flokki landsins er kosið yrði í dag. 

Viðreisn tapaðar lítillega á milli mánaða og myndi fá 11,4 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag.

Flokkunum á þingi myndi fækka um einn ef niðurstaða nýjustu könnunar Gallup yrði. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent fylgi sem myndi ekki duga flokk Ingu Sæland til að ná sæti á þingi. Sósíalistaflokkurinn er sömuleiðis ekki með nægjanlegt fylgi til að ná yfir þann þröskuld en 3,7 prósent segja að þeir myndu kjósa þann flokk.

Um er að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. júlí til 1. september 2019. Heildarúrtaksstærð var 8.423 og þátttökuhlutfall var 47,2 prósent. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,2-1,4 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent