Gengi krónunnar, gagnvart evru og Bandaríkjadal, hefur veikst nokkuð að undanförnu eftir töluverða styrkingu í sumar, þegar háannatími var í ferðaþjónustunni.
Í síðari hluta júlí mánaðar styrktist krónan hratt, og kostaði Bandaríkjadalur þá rúmlega 120 krónur og evra fór niður að 130 krónum.
Nú, rúmlega mánuði síðar, kostar Bandaríkjadalur 127 krónur og evran tæplega 140 krónur.
Á undanförnum áru hefur krónan veikst um 17,23 prósent gagnvart Bandaríkjadal og rúmlega 10 prósent gagnvart evrunni.
Þetta kemur sér vel fyrir útflutningshlið hagkerfisins, það er fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendri mynt en kostnað í krónum, t.d. í ferðaþjónustu og sjávarútveg.
Þegar krónan var sterkust á vormánuðum í fyrra kostaði Bandaríkjadalur 97 krónur, og var raungengi krónunnar þá á svipuðum slóðum og þegar krónan var sem sterkust á árinu 2007 og í byrjun árs 2008.
Í peningamálum Seðlabanka Íslands, sem komu út samhliða vaxtaákvörðun sl. miðvikudag, er því spáð að gengisstöðugleiki verði fyrir hendi á næstu áru, og er gert ráð fyrir að verðbólga búin fara niður á við á næstu árum. Hún er nú 3,2 prósent, en spá seðlabankans gerir ráð fyrir að hún verði komin niður fyrir 2,5 prósent á næsta ári.