Veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu.
Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld, en ríkið mun meðal annars selja landið að keldum til að fjármagna framkvæmdir.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kynnti þessi áform á fundi í morgun. Fundinn sátu kjörni fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, verða 125 milljarðar settir í ýmsar framkvæmdir fram til 2033 en þar vegur meðal annars þyngst uppbyggingu borgarlínu, en kostnaður við hana er áætlaður um 70 milljarðar. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hennar hefjast 2021.
Af öðrum framkvæmdum má nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar sem eiga að hefjast 2021 en útfærslan liggur ekki fyrir, að því er fram kom í frétt RÚV. Byrjað verður að setja Miklubraut í stokk árið 2022 og þá er áætlað að hluti Sæbrautar fari einnig í stokk.