Veðsetning hlutabréfa hefur aukist um tugi milljarða á einu ári

Hlutfall þeirra hlutabréfa í skráðum félögum sem eru veðsett hefur ekki verið hærra eftir bankahrun. Á einu ári hefur markaðsvirði þeirra aukist um 63 milljarða króna.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Í lok ágúst síð­ast­lið­ins voru 16,98 pró­sent allra hluta­bréfa í félögum sem skráð eru í Kaup­höll Íslands veð­sett. Það er hæsta hlut­fall veð­settra hluta­bréfa sem sést hefur frá því að íslenskur hluta­bréfa­mark­aður var end­ur­reistur á árunum eftir banka­hrun­ið.

Upp­hæð veð­settra hluta­bréfa náði sínu hæsta marki eftir banka­hrunið í júlí síð­ast­liðn­um, þegar mark­aðsvirði veð­settra hluta var 177,4 millj­arðar króna. Á einu ári hafði mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa auk­ist um 64,2 millj­arða króna, eða um 56,7 pró­sent. 

Mark­aðsvirði þeirra bréfa sem voru veð­sett dróst lít­il­lega saman í krónum talið milli júlí og ágúst­mán­aða, alls um fjóra millj­arða króna, en heild­ar­mark­aðsvirði þeirra félaga sem eru skráð í Kaup­höll Íslands gerði það líka. Það var 1.096 millj­arðar króna í lok júlí en 1.021 millj­arðar króna í lok ágúst. Hlut­fall veð­töku jókst því úr 14,84 pró­sentum í 16,98 pró­sent, og hefur ekki verið hærra eftir hrun. 

Auglýsing

Þetta kemur fram í mark­aðstil­kynn­ingu frá Kaup­höll Íslands sem birt var í dag.

Mikil veð­setn­ing á árunum fyrir hrun

Veð­setn­ing hluta­bréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­lend­is. Stór fjár­fest­ing­ar­fé­lög, sem áttu meðal ann­ars stóra hluti í bönk­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­eign­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­unum sjálfum ef illa færi. Til­gang­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­leg eft­ir­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­lega verð­mynd­un. Hæsti­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­notk­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­förnum árum.

Auk­ist hratt á þessu ári

Veð­sett hluta­bréfa­kaup hafa ekki verið jafn algengt tísku­fyr­ir­brigði síð­ast­lið­inn ára­tug og þau voru áður, þótt vissu­lega séu und­an­tekn­ingar þar á. Í lok árs 2014 var mark­aðsvirði veð­settra hluta 11,25 pró­sent af heild­ar­mark­aðsvirði félaga í Kaup­höll Íslands.

Eftir að heild­ar­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­örðum kóna og upp í 123 millj­arða króna. Hlut­fall veð­töku af heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­sent og upp í tæp­lega 14 pró­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing. Síð­ast­liðið ár hefur mark­aðsvirði veð­settra hluta auk­ist mjög hratt, eða alls um 64,2 millj­arða króna. Stærstu stökkin voru tekin frá síð­ast­liðnum ára­mótum og fram til dags­ins í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent