Veðsetning hlutabréfa hefur aukist um tugi milljarða á einu ári

Hlutfall þeirra hlutabréfa í skráðum félögum sem eru veðsett hefur ekki verið hærra eftir bankahrun. Á einu ári hefur markaðsvirði þeirra aukist um 63 milljarða króna.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Í lok ágúst síð­ast­lið­ins voru 16,98 pró­sent allra hluta­bréfa í félögum sem skráð eru í Kaup­höll Íslands veð­sett. Það er hæsta hlut­fall veð­settra hluta­bréfa sem sést hefur frá því að íslenskur hluta­bréfa­mark­aður var end­ur­reistur á árunum eftir banka­hrun­ið.

Upp­hæð veð­settra hluta­bréfa náði sínu hæsta marki eftir banka­hrunið í júlí síð­ast­liðn­um, þegar mark­aðsvirði veð­settra hluta var 177,4 millj­arðar króna. Á einu ári hafði mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa auk­ist um 64,2 millj­arða króna, eða um 56,7 pró­sent. 

Mark­aðsvirði þeirra bréfa sem voru veð­sett dróst lít­il­lega saman í krónum talið milli júlí og ágúst­mán­aða, alls um fjóra millj­arða króna, en heild­ar­mark­aðsvirði þeirra félaga sem eru skráð í Kaup­höll Íslands gerði það líka. Það var 1.096 millj­arðar króna í lok júlí en 1.021 millj­arðar króna í lok ágúst. Hlut­fall veð­töku jókst því úr 14,84 pró­sentum í 16,98 pró­sent, og hefur ekki verið hærra eftir hrun. 

Auglýsing

Þetta kemur fram í mark­aðstil­kynn­ingu frá Kaup­höll Íslands sem birt var í dag.

Mikil veð­setn­ing á árunum fyrir hrun

Veð­setn­ing hluta­bréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­lend­is. Stór fjár­fest­ing­ar­fé­lög, sem áttu meðal ann­ars stóra hluti í bönk­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­eign­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­unum sjálfum ef illa færi. Til­gang­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­leg eft­ir­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­lega verð­mynd­un. Hæsti­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­notk­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­förnum árum.

Auk­ist hratt á þessu ári

Veð­sett hluta­bréfa­kaup hafa ekki verið jafn algengt tísku­fyr­ir­brigði síð­ast­lið­inn ára­tug og þau voru áður, þótt vissu­lega séu und­an­tekn­ingar þar á. Í lok árs 2014 var mark­aðsvirði veð­settra hluta 11,25 pró­sent af heild­ar­mark­aðsvirði félaga í Kaup­höll Íslands.

Eftir að heild­ar­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­örðum kóna og upp í 123 millj­arða króna. Hlut­fall veð­töku af heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­sent og upp í tæp­lega 14 pró­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing. Síð­ast­liðið ár hefur mark­aðsvirði veð­settra hluta auk­ist mjög hratt, eða alls um 64,2 millj­arða króna. Stærstu stökkin voru tekin frá síð­ast­liðnum ára­mótum og fram til dags­ins í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent