Umboðsmaður Alþingis spyr hvers vegna Haraldur fékk ekki áminningu

Mikill titringur er innan lögreglunnar í landinu, vegna almenns vantrausts sem lögreglustjórar bera til embættisins.

haraldur johannessen
Auglýsing

Tryggvi Gunn­ars­son, Umboðs­maður Alþing­is, hefur sent bréf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og spurt hvers vegna Har­aldur Johann­es­sen hafi ekki verið áminntur þegar hann sendi tveimur fjöl­miðla­mönnum bréf, sem höfðu fjallað um starf­semi rík­is­lög­reglu­stjóra og per­sónu Har­ald­ar, en bréf hans var skrifað á bréfs­efni rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Frá þessu var greint á vef RÚV.

Dóms­mála­ráðu­neyti Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok maí að fram­ganga Har­aldar Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóra, hefði verið ámæl­is­verð þegar hann sendi tveimur fjöl­miðla­mönnum bréf til að and­mæla umfjöllun á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut.

Auglýsing

Har­aldur sak­aði þá um að bera ábyrgð á ólög­mætri mein­gerð vegna umfjöll­unar um rík­is­lög­reglu­stjóra og efna­hags­brota­deild emb­ætt­is­ins.

Á vef RÚV segir að Tryggvi vilji fá skýr­ingar frá dóms­mála­ráðu­neyti Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur á því hvers vegna Har­aldur var ekki áminnt­ur. „Ég óska því, eftir að ráðu­neytið geri grein fyrir að hvað  marki og hvers vegna það taldi að sú hátt­semi rík­is­lög­reglu­stjóra félli ekki undir þau til­vik sem sam­kvæmt lögum skulu vera til­efni áminn­ing­ar,“ segir í end­ur­sögn RÚV.

Áslaug Arna hefur sagt, að Har­aldur verði ekki lát­inn fara úr emb­ætti sínu, en átta af níu lög­reglu­stjórum í land­inu hafa lýst yfir van­trausti á hann, með form­legri yfir­lýs­ingu. Hún hefur sagt að til greina komi að sam­eina emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent