Umboðsmaður Alþingis spyr hvers vegna Haraldur fékk ekki áminningu

Mikill titringur er innan lögreglunnar í landinu, vegna almenns vantrausts sem lögreglustjórar bera til embættisins.

haraldur johannessen
Auglýsing

Tryggvi Gunn­ars­son, Umboðs­maður Alþing­is, hefur sent bréf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og spurt hvers vegna Har­aldur Johann­es­sen hafi ekki verið áminntur þegar hann sendi tveimur fjöl­miðla­mönnum bréf, sem höfðu fjallað um starf­semi rík­is­lög­reglu­stjóra og per­sónu Har­ald­ar, en bréf hans var skrifað á bréfs­efni rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Frá þessu var greint á vef RÚV.

Dóms­mála­ráðu­neyti Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok maí að fram­ganga Har­aldar Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóra, hefði verið ámæl­is­verð þegar hann sendi tveimur fjöl­miðla­mönnum bréf til að and­mæla umfjöllun á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut.

Auglýsing

Har­aldur sak­aði þá um að bera ábyrgð á ólög­mætri mein­gerð vegna umfjöll­unar um rík­is­lög­reglu­stjóra og efna­hags­brota­deild emb­ætt­is­ins.

Á vef RÚV segir að Tryggvi vilji fá skýr­ingar frá dóms­mála­ráðu­neyti Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur á því hvers vegna Har­aldur var ekki áminnt­ur. „Ég óska því, eftir að ráðu­neytið geri grein fyrir að hvað  marki og hvers vegna það taldi að sú hátt­semi rík­is­lög­reglu­stjóra félli ekki undir þau til­vik sem sam­kvæmt lögum skulu vera til­efni áminn­ing­ar,“ segir í end­ur­sögn RÚV.

Áslaug Arna hefur sagt, að Har­aldur verði ekki lát­inn fara úr emb­ætti sínu, en átta af níu lög­reglu­stjórum í land­inu hafa lýst yfir van­trausti á hann, með form­legri yfir­lýs­ingu. Hún hefur sagt að til greina komi að sam­eina emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent