Umboðsmaður Alþingis spyr hvers vegna Haraldur fékk ekki áminningu

Mikill titringur er innan lögreglunnar í landinu, vegna almenns vantrausts sem lögreglustjórar bera til embættisins.

haraldur johannessen
Auglýsing

Tryggvi Gunn­ars­son, Umboðs­maður Alþing­is, hefur sent bréf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og spurt hvers vegna Har­aldur Johann­es­sen hafi ekki verið áminntur þegar hann sendi tveimur fjöl­miðla­mönnum bréf, sem höfðu fjallað um starf­semi rík­is­lög­reglu­stjóra og per­sónu Har­ald­ar, en bréf hans var skrifað á bréfs­efni rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Frá þessu var greint á vef RÚV.

Dóms­mála­ráðu­neyti Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok maí að fram­ganga Har­aldar Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóra, hefði verið ámæl­is­verð þegar hann sendi tveimur fjöl­miðla­mönnum bréf til að and­mæla umfjöllun á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut.

Auglýsing

Har­aldur sak­aði þá um að bera ábyrgð á ólög­mætri mein­gerð vegna umfjöll­unar um rík­is­lög­reglu­stjóra og efna­hags­brota­deild emb­ætt­is­ins.

Á vef RÚV segir að Tryggvi vilji fá skýr­ingar frá dóms­mála­ráðu­neyti Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur á því hvers vegna Har­aldur var ekki áminnt­ur. „Ég óska því, eftir að ráðu­neytið geri grein fyrir að hvað  marki og hvers vegna það taldi að sú hátt­semi rík­is­lög­reglu­stjóra félli ekki undir þau til­vik sem sam­kvæmt lögum skulu vera til­efni áminn­ing­ar,“ segir í end­ur­sögn RÚV.

Áslaug Arna hefur sagt, að Har­aldur verði ekki lát­inn fara úr emb­ætti sínu, en átta af níu lög­reglu­stjórum í land­inu hafa lýst yfir van­trausti á hann, með form­legri yfir­lýs­ingu. Hún hefur sagt að til greina komi að sam­eina emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent