Vilja kanna starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Þingmaður Samfylkingar vill að rannsóknarnefnd fari ofan í saumana á mögulegri misbeitingu valds ásamt því að kanna hvort ólögmætum aðferðum hafi verið beitt við rannsóknir lögreglu og við meðferð dómstóla á árunum 1975 til 1980.

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Lögð hefur verið fram til­laga til þings­á­lykt­unar um skipun rann­sókn­ar­nefndar til að fara yfir starfs­hætti lög­reglu­valds, ákæru­valds og dóms­valds í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­um.

Fyrsti flutn­ings­maður er Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Með henni eru flokks­fé­lagar henn­ar, þau Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, Ágúst Ólafur Ágústs­son, Guð­jón S. Brjáns­son, Guð­mundur Andri Thors­son, Logi Ein­ars­son og Oddný G. Harð­ar­dótt­ir.

Leggja þau til að nefndin kanni hvort og þá hvaða mein­bugir hafi verið á starfs­háttum ákæru­valds og lög­reglu við með­ferð mál­anna sem og máls­með­ferð fyrir dómi. Rann­sóknin taki einnig til aðkomu þýska rann­sókn­ar­lög­reglu­manns­ins Karls Schütz.

Auglýsing

Vilja loks­ins fá skilj­an­legan botn í málin

Til­gangur til­lög­unnar „er að fá loks­ins skilj­an­legan botn í hin gömlu Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál með rann­sókn á mögu­legri mis­beit­ingu valds og ólög­mætum aðferð­um, þeim veiga­miklu þáttum sem rétt­ar­kerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoð­un­ar.“

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að lagt sé til að Alþingi skipi rann­sókn­ar­nefnd til að fara ofan í saumana á mögu­legri mis­beit­ingu valds ásamt því hvort ólög­mætum aðferðum hafi verið beitt við rann­sóknir lög­reglu á svo­nefndum Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum og við með­ferð dóm­stóla á ára­bil­inu 1975 til 1980.

„Fjöl­margt hefur verið um málin fjallað og nýr sýknu­dómur Hæsta­réttar frá 27. sept­em­ber 2018 varð­andi mann­dráps­málin tvö stað­festir að máls­með­ferð var aug­ljós­lega ekki sam­kvæmt lög­um. Máls­með­ferð hefur þó ekki verið rann­sökuð mark­visst né heldur hefur hún sem slík komið til kasta dóm­stóla en nauð­syn­legt er að ljúka mál­unum í eitt skipti fyrir öll með því að Alþingi skipi rann­sókn­ar­nefnd til að fara yfir máls­með­ferð alla. Svo­nefnd „harð­ræð­is­rann­sókn“ Þóris Odds­sonar frá 1979 var að vísu lögð fyrir Hæsta­rétt, en hafði lítil eða engin áhrif, enda má velta fyrir sér hvort til­urð og fram­kvæmd þeirrar rann­sóknar sé sér­stakt rann­sókn­ar­efn­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld BeckSkýrsla starfs­hóps um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál undir for­ystu Arn­dísar Soffíu Sig­urð­ar­dóttur frá 2013 er ítar­leg, að mati þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og telja þau þar vera fjöl­margar vís­bend­ingar um alvar­lega mis­beit­ingu valds ásamt því að farið hafi verið mjög á svig við lög og regl­ur. „Þá hljóta nið­ur­stöður rétt­ar-sál­fræð­ing­anna Gísla H. Guð­jóns­sonar og Jóns Frið­riks Sig­urðs­sonar í 19. kafla skýrsl­unnar og í vitna­skýrslu fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 28. jan­úar 2016 að telj­ast hafa mikla þýð­ingu í þessu sam­hengi. Einnig má nefna harð­ræð­is­rann­sókn Stein­gríms Gauts Krist­jáns­son­ar, skip­aðs dóm­ara, frá 1976, sem veitir vissa inn­sýn í harð­ræði sem beitt var í Síðu­múlafang­els­inu, þótt hún snú­ist um aðra fanga en þá sem um ræðir í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­um. Loks er vert að vísa til úrskurða end­ur­upp­töku­nefnda vegna Guð­mund­ar- og Geir­finns­mála þar sem gerð er ítar­leg grein fyrir marg­víslegum ann­mörkum á með­ferð máls hvort tveggja hjá lög­reglu sem og fyrir dóm­stól­u­m.“

Dómur frá árinu 1980 stendur enn óhagg­aður

Nú liggur fyrir sýknu­dómur Hæsta­réttar varð­andi mann­dráps­málin tvö en dómur Hæsta­réttar frá 1980 stendur enn óhagg­aður að því er varðar rangar sak­ar­giftir á hendur fjórum sak­lausum mönn­um. Í hinum nýja dómi Hæsta­réttar er ekk­ert fjallað um máls­at­vik heldur grund­vall­ast nið­ur­staðan ein­vörð­ungu á kröfu setts rík­is­sak­sókn­ara, segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

„Strax af þeim gögnum sem lágu fyrir Saka­dómi Reykja­víkur 1977 virð­ist aug­ljóst að meg­in­reglur saka­mála­réttar hafi verið brotnar við marg­vís­leg tæki­færi. Aug­ljósust og algeng­ust virð­ast brot á skyld­unni til að rann­saka jafnt þau atriði sem benda til sýknu og hin sem horfa til sekt­ar. Í Guð­mund­ar­mál­inu mein­uðu saka­dóm­arar lög­reglu­manni að rann­saka mögu­lega fjar­vist­ar­sönnun Sæv­ars Ciesi­elski og í Geir­finns­mál­inu létu dóm­ar­arnir alveg undir höfuð leggj­ast að kanna sann­leiks­gildi fjar­vist­ar­sönn­unar sem Sævar lagði sjálfur fram í bréfi til rétt­ar­ins mán­uði áður en rétt­ar­höld hófust. Lýs­ingu Sæv­ars í þessu bréfi á frétta­mynd í sjón­varp­inu ásamt nýju sönn­un­ar­gagni, sem lagt var fyrir end­ur­upp­töku­nefnd, kallar Gísli H. Guð­jóns­son „…credi­ble evidence that Saevar had an alibi …“ í bók sinni The Psychology of False Con­fessions (bls. 457) sem út kom 2018. Í gögnum máls­ins má líka finna nokkur þýð­ing­ar­mikil dæmi þess að skýrslur hafi ekki verið teknar af vitnum þegar vitn­is­burð­ur­inn þótti ekki benda í rétta átt. Það virð­ist jafn aug­ljóst að sak­born­ingar voru sjaldn­ast látnir njóta vafans. Um þetta eru fjöl­mörg dæmi bæði í dómi Saka­dóms Reykja­víkur 1977 og dómi Hæsta­réttar 1980. Orða­lag á borð við „Ætla verður …“, „Miða verður við …“ og „Leggja verður til grund­vallar …“ ber ekki vott um fulla vissu. Bæði í saka­dómi og Hæsta­rétti tald­ist sannað að Erla Bolla­dóttir hefði fengið far í tveimur áföngum frá Kefla­vík til Hafn­ar­fjarðar að morgni 20. nóv­em­ber 1974. Gögnin að baki þess­ari full­yrð­ingu sýna þvert á móti að stúlkan sem þarna var á ferð gat ekki hafa verið Erla.“

Fengu fölsuð gögn í hendur

Þá segir í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni að dóm­ar­ar, ákæru­vald og verj­endur hafi bein­línis fengið fölsuð gögn í hendur þegar lögð voru fram „stað­fest end­ur­rit“ úr fang­els­is­dag­bók Síðu­múlafang­els­is­ins. Full­trúi yfir­saka­dóm­ara hafi ekki fært í dóma­bók­ina kæru Sæv­ars Ciesi­elski um mis­þyrm­ingar þann 11. jan­úar 1976. Fyrir liggi skrif­leg játn­ing varð­andi þetta atriði. Fleiri lög­brot virð­ist jafn­framt lík­leg. Reykja­vík­ur­lög­reglan hafi hand­tekið mann til að yfir­heyra hann sem vitni. For­sendur gæslu­varð­halds­úr­skurða virð­ist einnig stundum vafa­samar og allt of óljóst til­greind­ar.

„Veiga­mikil rök hafa verið færð fyrir því að sak­born­ing­arnir í Geir­finns­mál­inu hafi alls ekki farið til Kefla­víkur að kvöldi 19. nóv­em­ber 1974. Dvöl Sæv­ars Ciesi­elski og Erlu Bolla­dóttur á Kjar­vals­stöðum þetta kvöld fer langt með að úti­loka þann mögu­leika, auk þess sem komið hefur í ljós að sjón­varpið sýndi í raun og sann þá frétta­mynd sem Sævar reyndi að lýsa í bréfi sínu til dóm­ar­anna í sept­em­ber 1977.“

Nefndin stakk erindi Ragn­ars undir stól

Eftir sýknu­dóm Hæsta­réttar þann 27. sept­em­ber 2018 verða rangar sak­ar­giftir ekki lengur skýrðar með sam­særi þriggja sak­born­inga til að beina grun­semdum frá sjálfum sér, sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni. „Af máls­gögn­unum virð­ist líka helst mega ráða að rann­sak­endur máls­ins, tveir rann­sókn­ar­lög­reglu­menn og full­trúi yfir­saka­dóm­ara, hafi fengið þrjá sak­born­inga til að bera vitni í þeim til­gangi að geta hand­tekið þá menn sem rann­sak­end­urnir sjálfir töldu bera ábyrgð á dauða Geir­finns Ein­ars­sonar í tengslum við umfangs­mikið áfeng­is­smygl.

End­ur­upp­töku­nefnd hafn­aði end­ur­upp­töku á grund­velli b-liðar 1. mgr. 211. gr. laga um með­ferð saka­mála, en þar er fjallað um refsi­verða hátt­semi starfs­manna rétt­ar­kerf­is­ins (Úrsk. SMC, mgr. 2820 og víð­ar). Stakk nefndin undir stól erindi Ragn­ars Aðal­steins­sonar lög­manns þar sem hann lagði fram nýtt gagn í mál­inu og færði einmitt rök fyrir því að „upp­fyllt séu skil­yrði refs­ing­ar“. Nefndin gat þessa erindis ein­ungis í upp­taln­ingu og nefndi það „sjón­varps­dag­skrá“, en þótt hér væri lagt fram alveg nýtt sönn­un­ar­gagn fékk erindið alls enga umfjöll­un. Slík vinnu­brögð geta ekki talist við­un­andi í nútím­anum og ný rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hlýtur að kalla eftir skýr­ingum á þessu atrið­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent