Vilja kanna starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Þingmaður Samfylkingar vill að rannsóknarnefnd fari ofan í saumana á mögulegri misbeitingu valds ásamt því að kanna hvort ólögmætum aðferðum hafi verið beitt við rannsóknir lögreglu og við meðferð dómstóla á árunum 1975 til 1980.

guðmundar og geirfinnsmálið
Auglýsing

Lögð hefur verið fram til­laga til þings­á­lykt­unar um skipun rann­sókn­ar­nefndar til að fara yfir starfs­hætti lög­reglu­valds, ákæru­valds og dóms­valds í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­um.

Fyrsti flutn­ings­maður er Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Með henni eru flokks­fé­lagar henn­ar, þau Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, Ágúst Ólafur Ágústs­son, Guð­jón S. Brjáns­son, Guð­mundur Andri Thors­son, Logi Ein­ars­son og Oddný G. Harð­ar­dótt­ir.

Leggja þau til að nefndin kanni hvort og þá hvaða mein­bugir hafi verið á starfs­háttum ákæru­valds og lög­reglu við með­ferð mál­anna sem og máls­með­ferð fyrir dómi. Rann­sóknin taki einnig til aðkomu þýska rann­sókn­ar­lög­reglu­manns­ins Karls Schütz.

Auglýsing

Vilja loks­ins fá skilj­an­legan botn í málin

Til­gangur til­lög­unnar „er að fá loks­ins skilj­an­legan botn í hin gömlu Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál með rann­sókn á mögu­legri mis­beit­ingu valds og ólög­mætum aðferð­um, þeim veiga­miklu þáttum sem rétt­ar­kerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoð­un­ar.“

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að lagt sé til að Alþingi skipi rann­sókn­ar­nefnd til að fara ofan í saumana á mögu­legri mis­beit­ingu valds ásamt því hvort ólög­mætum aðferðum hafi verið beitt við rann­sóknir lög­reglu á svo­nefndum Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum og við með­ferð dóm­stóla á ára­bil­inu 1975 til 1980.

„Fjöl­margt hefur verið um málin fjallað og nýr sýknu­dómur Hæsta­réttar frá 27. sept­em­ber 2018 varð­andi mann­dráps­málin tvö stað­festir að máls­með­ferð var aug­ljós­lega ekki sam­kvæmt lög­um. Máls­með­ferð hefur þó ekki verið rann­sökuð mark­visst né heldur hefur hún sem slík komið til kasta dóm­stóla en nauð­syn­legt er að ljúka mál­unum í eitt skipti fyrir öll með því að Alþingi skipi rann­sókn­ar­nefnd til að fara yfir máls­með­ferð alla. Svo­nefnd „harð­ræð­is­rann­sókn“ Þóris Odds­sonar frá 1979 var að vísu lögð fyrir Hæsta­rétt, en hafði lítil eða engin áhrif, enda má velta fyrir sér hvort til­urð og fram­kvæmd þeirrar rann­sóknar sé sér­stakt rann­sókn­ar­efn­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld BeckSkýrsla starfs­hóps um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál undir for­ystu Arn­dísar Soffíu Sig­urð­ar­dóttur frá 2013 er ítar­leg, að mati þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og telja þau þar vera fjöl­margar vís­bend­ingar um alvar­lega mis­beit­ingu valds ásamt því að farið hafi verið mjög á svig við lög og regl­ur. „Þá hljóta nið­ur­stöður rétt­ar-sál­fræð­ing­anna Gísla H. Guð­jóns­sonar og Jóns Frið­riks Sig­urðs­sonar í 19. kafla skýrsl­unnar og í vitna­skýrslu fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 28. jan­úar 2016 að telj­ast hafa mikla þýð­ingu í þessu sam­hengi. Einnig má nefna harð­ræð­is­rann­sókn Stein­gríms Gauts Krist­jáns­son­ar, skip­aðs dóm­ara, frá 1976, sem veitir vissa inn­sýn í harð­ræði sem beitt var í Síðu­múlafang­els­inu, þótt hún snú­ist um aðra fanga en þá sem um ræðir í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­um. Loks er vert að vísa til úrskurða end­ur­upp­töku­nefnda vegna Guð­mund­ar- og Geir­finns­mála þar sem gerð er ítar­leg grein fyrir marg­víslegum ann­mörkum á með­ferð máls hvort tveggja hjá lög­reglu sem og fyrir dóm­stól­u­m.“

Dómur frá árinu 1980 stendur enn óhagg­aður

Nú liggur fyrir sýknu­dómur Hæsta­réttar varð­andi mann­dráps­málin tvö en dómur Hæsta­réttar frá 1980 stendur enn óhagg­aður að því er varðar rangar sak­ar­giftir á hendur fjórum sak­lausum mönn­um. Í hinum nýja dómi Hæsta­réttar er ekk­ert fjallað um máls­at­vik heldur grund­vall­ast nið­ur­staðan ein­vörð­ungu á kröfu setts rík­is­sak­sókn­ara, segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

„Strax af þeim gögnum sem lágu fyrir Saka­dómi Reykja­víkur 1977 virð­ist aug­ljóst að meg­in­reglur saka­mála­réttar hafi verið brotnar við marg­vís­leg tæki­færi. Aug­ljósust og algeng­ust virð­ast brot á skyld­unni til að rann­saka jafnt þau atriði sem benda til sýknu og hin sem horfa til sekt­ar. Í Guð­mund­ar­mál­inu mein­uðu saka­dóm­arar lög­reglu­manni að rann­saka mögu­lega fjar­vist­ar­sönnun Sæv­ars Ciesi­elski og í Geir­finns­mál­inu létu dóm­ar­arnir alveg undir höfuð leggj­ast að kanna sann­leiks­gildi fjar­vist­ar­sönn­unar sem Sævar lagði sjálfur fram í bréfi til rétt­ar­ins mán­uði áður en rétt­ar­höld hófust. Lýs­ingu Sæv­ars í þessu bréfi á frétta­mynd í sjón­varp­inu ásamt nýju sönn­un­ar­gagni, sem lagt var fyrir end­ur­upp­töku­nefnd, kallar Gísli H. Guð­jóns­son „…credi­ble evidence that Saevar had an alibi …“ í bók sinni The Psychology of False Con­fessions (bls. 457) sem út kom 2018. Í gögnum máls­ins má líka finna nokkur þýð­ing­ar­mikil dæmi þess að skýrslur hafi ekki verið teknar af vitnum þegar vitn­is­burð­ur­inn þótti ekki benda í rétta átt. Það virð­ist jafn aug­ljóst að sak­born­ingar voru sjaldn­ast látnir njóta vafans. Um þetta eru fjöl­mörg dæmi bæði í dómi Saka­dóms Reykja­víkur 1977 og dómi Hæsta­réttar 1980. Orða­lag á borð við „Ætla verður …“, „Miða verður við …“ og „Leggja verður til grund­vallar …“ ber ekki vott um fulla vissu. Bæði í saka­dómi og Hæsta­rétti tald­ist sannað að Erla Bolla­dóttir hefði fengið far í tveimur áföngum frá Kefla­vík til Hafn­ar­fjarðar að morgni 20. nóv­em­ber 1974. Gögnin að baki þess­ari full­yrð­ingu sýna þvert á móti að stúlkan sem þarna var á ferð gat ekki hafa verið Erla.“

Fengu fölsuð gögn í hendur

Þá segir í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni að dóm­ar­ar, ákæru­vald og verj­endur hafi bein­línis fengið fölsuð gögn í hendur þegar lögð voru fram „stað­fest end­ur­rit“ úr fang­els­is­dag­bók Síðu­múlafang­els­is­ins. Full­trúi yfir­saka­dóm­ara hafi ekki fært í dóma­bók­ina kæru Sæv­ars Ciesi­elski um mis­þyrm­ingar þann 11. jan­úar 1976. Fyrir liggi skrif­leg játn­ing varð­andi þetta atriði. Fleiri lög­brot virð­ist jafn­framt lík­leg. Reykja­vík­ur­lög­reglan hafi hand­tekið mann til að yfir­heyra hann sem vitni. For­sendur gæslu­varð­halds­úr­skurða virð­ist einnig stundum vafa­samar og allt of óljóst til­greind­ar.

„Veiga­mikil rök hafa verið færð fyrir því að sak­born­ing­arnir í Geir­finns­mál­inu hafi alls ekki farið til Kefla­víkur að kvöldi 19. nóv­em­ber 1974. Dvöl Sæv­ars Ciesi­elski og Erlu Bolla­dóttur á Kjar­vals­stöðum þetta kvöld fer langt með að úti­loka þann mögu­leika, auk þess sem komið hefur í ljós að sjón­varpið sýndi í raun og sann þá frétta­mynd sem Sævar reyndi að lýsa í bréfi sínu til dóm­ar­anna í sept­em­ber 1977.“

Nefndin stakk erindi Ragn­ars undir stól

Eftir sýknu­dóm Hæsta­réttar þann 27. sept­em­ber 2018 verða rangar sak­ar­giftir ekki lengur skýrðar með sam­særi þriggja sak­born­inga til að beina grun­semdum frá sjálfum sér, sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni. „Af máls­gögn­unum virð­ist líka helst mega ráða að rann­sak­endur máls­ins, tveir rann­sókn­ar­lög­reglu­menn og full­trúi yfir­saka­dóm­ara, hafi fengið þrjá sak­born­inga til að bera vitni í þeim til­gangi að geta hand­tekið þá menn sem rann­sak­end­urnir sjálfir töldu bera ábyrgð á dauða Geir­finns Ein­ars­sonar í tengslum við umfangs­mikið áfeng­is­smygl.

End­ur­upp­töku­nefnd hafn­aði end­ur­upp­töku á grund­velli b-liðar 1. mgr. 211. gr. laga um með­ferð saka­mála, en þar er fjallað um refsi­verða hátt­semi starfs­manna rétt­ar­kerf­is­ins (Úrsk. SMC, mgr. 2820 og víð­ar). Stakk nefndin undir stól erindi Ragn­ars Aðal­steins­sonar lög­manns þar sem hann lagði fram nýtt gagn í mál­inu og færði einmitt rök fyrir því að „upp­fyllt séu skil­yrði refs­ing­ar“. Nefndin gat þessa erindis ein­ungis í upp­taln­ingu og nefndi það „sjón­varps­dag­skrá“, en þótt hér væri lagt fram alveg nýtt sönn­un­ar­gagn fékk erindið alls enga umfjöll­un. Slík vinnu­brögð geta ekki talist við­un­andi í nútím­anum og ný rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hlýtur að kalla eftir skýr­ingum á þessu atrið­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent