Umhverfisstofnun áréttar að loftslagsbreytingar séu staðreynd

Í ljósi umræðu um loftslagsbreytingar þá vill Umhverfisstofnun sérstaklega árétta að þær séu staðreynd, sem til að mynda hopun jökla og súrnun sjávar gefi til kynna.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun vill í ljósi ákveð­innar umræðu árétta að lofts­lags­breyt­ingar séu stað­reynd. Í frétt á vef­síðu stofn­un­ar­innar kemur fram að ­borið hafi á þeim sjón­ar­miðum að lofts­lags­breyt­ing­ar, hlýnun af manna völd­um, eigi sér ekki stað – eða að umræða vís­inda­manna um þau mál lit­ist af ýkj­um. Umhverf­is­stofnun bendir á að mýmargar rann­sóknir sýni að svo sé. Áhrifin verði jafn­framt alvar­leg ef ekki verði gripið í taumana.

„Í skýrslu vís­inda­nefndar frá 2018 um lofts­lags­breyt­ingar og áhrif þeirra á Íslandi segir meðal ann­ars af súrnun sjáv­ar, sjáv­ar­stöðu­breyt­ingum og áhrifum lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­vá. Þar segir að upp úr mið­biki 19. aldar hafi orðið ljóst að vissar loft­teg­undir raska varma­geislun frá jörð­inni þannig að neðri hluti loft­hjúps­ins og yfir­borð jarðar verði hlýrri en ella. 

Þessi áhrif eru kölluð gróð­ur­húsa­á­hrif og loft­teg­und­irnar gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Hlýnun jarðar sé óum­deil­an­leg og bendi margar athug­anir til for­dæma­lausa breyt­inga frá því um mið­bik síð­ustu ald­ar. Loft­hjúp­ur­inn og heims­höfin hafi hlýn­að, dregið hafi úr magni og útbreiðslu snævar og ís, sjáv­ar­borð hækkað og styrkur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda aukist,“ segir á vef Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Auglýsing

Þá spyr stofn­unin hvaða þýð­ingu þetta allt saman hafi hér á landi. Í því sam­hengi bendir hún á að Ís­land liggi á mörkum kald­tempraðs- og heim­skauta­lofts­lags og í sam­an­burði við staði á sömu breidd­argráðu sé hér hlýrra, árs­tíða­sveifla minni en úrkoma meiri. Rann­sóknir sýni að á nútíma, eða frá síð­asta jök­ul­skeiði, hafi spönn lang­tíma­breyt­inga á Íslandi verið um 4 gráður sem séu mun meiri hita­breyt­ingar en á jörð­inni á sama tíma. Síð­ustu þús­undir ára hafi kólnað á land­inu, en þó skipt­ust á hlýrri og kald­ari tíma­bil. Kaldasta tíma­bil nútíma virð­ist hafa verið á litlu-ís­öld sem lauk í upp­hafi 20. ald­ar.

Súrnun sjávar nú þegar haft nei­kvæð áhrif 

Einnig fer Umhverf­is­stofnun yfir það hvernig íslenskir jöklar hafi náð mestri útbreiðslu í lok 19. ald­ar. Síðan hafi þeir hopað mikið og flat­ar­mál þeirra dreg­ist saman um nálægt 2000 fer­kíló­metra sem er um 15 pró­sent sam­drátt­ur. Hörfunin hafi átt sér einkum stað á tveimur tíma­bil­um, í hlý­indum á 3. og 4. ára­tug síð­ustu aldar og frá 1995. Á tíma­bil­inu 2000 til 2014 hafi sam­drátt­ur­inn numið rúm­lega 500 fer­kíló­metrum, eða um 0,35 pró­sent á ári.

Súrnun hafs­ins er einnig stað­reynd, sam­kvæmt stofn­un­inni – stað­fest með beinum mæl­ingum og fræði­legum reikn­ing­um. Til að kom­ast hjá stór­felldum breyt­ingum á líf­ríki og vist­kerfum í höf­unum þurfi að minnka losun CO2 stór­lega. Fram­tíð hafs­ins ráð­ist af því hvernig losun manna á koltví­oxíði verði háttað og til hvaða aðgerða verði gripið fyrr en síð­ar. Súrnun sjávar hafi nú þegar haft nei­kvæð áhrif á líf­ríki hafs­ins og skel­fisk­rækt­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent