Umhverfisstofnun áréttar að loftslagsbreytingar séu staðreynd

Í ljósi umræðu um loftslagsbreytingar þá vill Umhverfisstofnun sérstaklega árétta að þær séu staðreynd, sem til að mynda hopun jökla og súrnun sjávar gefi til kynna.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_00392799.jpg
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun vill í ljósi ákveð­innar umræðu árétta að lofts­lags­breyt­ingar séu stað­reynd. Í frétt á vef­síðu stofn­un­ar­innar kemur fram að ­borið hafi á þeim sjón­ar­miðum að lofts­lags­breyt­ing­ar, hlýnun af manna völd­um, eigi sér ekki stað – eða að umræða vís­inda­manna um þau mál lit­ist af ýkj­um. Umhverf­is­stofnun bendir á að mýmargar rann­sóknir sýni að svo sé. Áhrifin verði jafn­framt alvar­leg ef ekki verði gripið í taumana.

„Í skýrslu vís­inda­nefndar frá 2018 um lofts­lags­breyt­ingar og áhrif þeirra á Íslandi segir meðal ann­ars af súrnun sjáv­ar, sjáv­ar­stöðu­breyt­ingum og áhrifum lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­vá. Þar segir að upp úr mið­biki 19. aldar hafi orðið ljóst að vissar loft­teg­undir raska varma­geislun frá jörð­inni þannig að neðri hluti loft­hjúps­ins og yfir­borð jarðar verði hlýrri en ella. 

Þessi áhrif eru kölluð gróð­ur­húsa­á­hrif og loft­teg­und­irnar gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Hlýnun jarðar sé óum­deil­an­leg og bendi margar athug­anir til for­dæma­lausa breyt­inga frá því um mið­bik síð­ustu ald­ar. Loft­hjúp­ur­inn og heims­höfin hafi hlýn­að, dregið hafi úr magni og útbreiðslu snævar og ís, sjáv­ar­borð hækkað og styrkur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda aukist,“ segir á vef Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Auglýsing

Þá spyr stofn­unin hvaða þýð­ingu þetta allt saman hafi hér á landi. Í því sam­hengi bendir hún á að Ís­land liggi á mörkum kald­tempraðs- og heim­skauta­lofts­lags og í sam­an­burði við staði á sömu breidd­argráðu sé hér hlýrra, árs­tíða­sveifla minni en úrkoma meiri. Rann­sóknir sýni að á nútíma, eða frá síð­asta jök­ul­skeiði, hafi spönn lang­tíma­breyt­inga á Íslandi verið um 4 gráður sem séu mun meiri hita­breyt­ingar en á jörð­inni á sama tíma. Síð­ustu þús­undir ára hafi kólnað á land­inu, en þó skipt­ust á hlýrri og kald­ari tíma­bil. Kaldasta tíma­bil nútíma virð­ist hafa verið á litlu-ís­öld sem lauk í upp­hafi 20. ald­ar.

Súrnun sjávar nú þegar haft nei­kvæð áhrif 

Einnig fer Umhverf­is­stofnun yfir það hvernig íslenskir jöklar hafi náð mestri útbreiðslu í lok 19. ald­ar. Síðan hafi þeir hopað mikið og flat­ar­mál þeirra dreg­ist saman um nálægt 2000 fer­kíló­metra sem er um 15 pró­sent sam­drátt­ur. Hörfunin hafi átt sér einkum stað á tveimur tíma­bil­um, í hlý­indum á 3. og 4. ára­tug síð­ustu aldar og frá 1995. Á tíma­bil­inu 2000 til 2014 hafi sam­drátt­ur­inn numið rúm­lega 500 fer­kíló­metrum, eða um 0,35 pró­sent á ári.

Súrnun hafs­ins er einnig stað­reynd, sam­kvæmt stofn­un­inni – stað­fest með beinum mæl­ingum og fræði­legum reikn­ing­um. Til að kom­ast hjá stór­felldum breyt­ingum á líf­ríki og vist­kerfum í höf­unum þurfi að minnka losun CO2 stór­lega. Fram­tíð hafs­ins ráð­ist af því hvernig losun manna á koltví­oxíði verði háttað og til hvaða aðgerða verði gripið fyrr en síð­ar. Súrnun sjávar hafi nú þegar haft nei­kvæð áhrif á líf­ríki hafs­ins og skel­fisk­rækt­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent