Björn Leví: Vandræðalegt að ráðherra skilji ekki ábyrgð sína

Þingmaður Pírata telur að aðgerðaleysi á undanförnum árum hafi leitt til ólýðræðislegra vinnubragða, skaða fyrir aðila máls í endalausri og margfaldri málsmeðferð og tapi fyrir ríkissjóð.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir það vand­ræða­legt að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skilji ekki sam­hengið á milli Panama­skjal­anna, gagn­anna sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri keypti árið 2015, fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­bank­ans og laga­setn­ingar gegn pen­inga­þvætti – né ábyrgð sína í þessum mál­um. Þetta kemur fram á Face­book-­síðu þing­manns­ins en hann spurði ráð­herr­ann út í þessi mál í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á þing­inu í dag. Bjarni sagð­ist í svari sínu ekki skilja sam­hengi máls­ins hjá þing­mann­in­um. 

Björn Leví segir jafn­framt í Face­book-­færslu sinni að aðgerða­leysi á und­an­förnum árum hafi leitt til ólýð­ræð­is­legra vinnu­bragða, skaða fyrir aðila máls í enda­lausri og marg­faldri máls­með­ferð og tapi fyrir rík­is­sjóð.

Þing­mað­ur­inn spurði Bjarna á Alþingi í morgun hvort hægt væri að fá að sjá þau gögn sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri keypti árið 2015, til að mynda sýn­is­horn sem stjórn­völd fengu áður en ákveðið var að kaupa gögnin – því gögnin hefðu nú verið birt opin­ber­lega í Panama­skjöl­unum hvort sem væri.

Auglýsing

„Í gær voru drifin lög í gegnum þingið án umsagn­ar­fer­ils undir hót­unum að vera sett á lista yfir ósam­vinnu­þýð lönd vegna skorts á aðgerðum til að sporna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Frá því hins vegar fyrir birt­ingu Panama­skjal­anna þegar stjórn­völdum stóð til boða að kaupa gögn sem sýndu fram á umfangs­mikil skatt­svik Íslend­inga í gegnum skúffu­fyr­ir­tæki í hinum og þessum löndum hefur ekki mikið verið gert – ofan í marg­falda máls­með­ferð í skatta­málum sem tekur allt of langan tíma þá hefur ekki mikið verið gert, að minnsta kosti ekki sýni­lega,“ sagði hann.

Ástæða nið­ur­fell­ingar rakin til rofs í máls­með­ferð

Þing­mað­ur­inn benti á að árið 2016 hefðu verið opnuð 250 mál vegna gagna sem hefðu verið keypt árið áður – hluti gagn­anna sem hefði verið að finna í Panama­skjöl­un­um. „Við munum öll hvað það var erfitt að kaupa þau gögn og þar er ég að vísa í gagn­rýni fjár­mála­ráð­herra frá því í febr­úar 2015. Gögnin voru að lokum keypt og er sam­kvæmt fréttum rann­sókn lokið í 96 mál­um, af þeim hefur 64 verið vísað í refsi­með­ferð, sekt­ar­krafa gerð í 17 mál­um, refsi­með­ferð er lokið í tveimur málum og 13 mál fóru ekki í refs­ingu. Sjö önnur mál klár­ast fljót­lega. 103 mál alls, og sam­kvæmt svari Skatt­rann­sókn­ar­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið eru þar und­an­dregnir skatt­stofnar upp á 18,6 millj­arða króna. 66 mál með und­an­dregnum skatt­stofni upp á 9,7 millj­arða voru felld nið­ur, það er 41 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni upp á 23,3 millj­arða.“

Björn Leví hélt áfram og sagði að ástæða nið­ur­fell­ing­ar­innar væri rakin til rofs í máls­með­ferð og þar væru stór mál upp á 2,2 millj­arða vegna greiðslna frá erlendu félagi og annað upp á 876 millj­ónir króna vegna kaupa á hluta­bréfum á lægra verði en gang­verði. „En eins og við munum þá var fjallað mjög vel um svipað mál í íslenskum fjöl­miðlum þar sem helm­ingur hluta­bréfa í Wintris var seldur á aðeins 1 doll­ar.“

Náði ekki sam­hengi máls­ins

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði að hann næði ekki sam­hengi máls­ins hjá Birni Leví. „Hann byrjar hér að ræða um lög sem voru sam­þykkt á Alþingi í gær og tengj­ast alþjóð­legu sam­starfi íslenskra stjórn­valda í FATF sam­hengi. Þar sem að við vorum að þétta laga- og reglu­verk vegna hættu á fjár­mögnun hryðju­verka og pen­inga­þvætt­is,“ sagði hann. Þetta væru mál sem að uppi­stöðu til væru á for­ræði dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og sam­starf við og innan FATF væri rekið á þeim vett­vangi fyrst og fremst.

„Svo var talað hér um að mál­inu hefði verið flýtt í gegn og svo var farið aftur beint yfir í Panama­skjöl­in. Og ég verð bara að játa að ég næ ekki öllum þessum millj­örðum og öllum þessum fjölda mála sem að hátt­virtur þing­maður er að þylja hér upp sam­heng­is­laust og með óskilj­an­legum hætti. Ef spurt er hvort hægt sé að fá aðgang að ein­hverjum til­teknum upp­lýs­ingum þá hvet ég þing­mann til að leggja fram skrif­lega beiðni um slíkt. En um það ættu bara að gilda hinar sömu reglur og almennt gilda um upp­lýs­inga­gjöf frá stjórn­völdum til þings­ins eða almenn­ings eða fjöl­miðla ef því er að skipta.

Vegna þess að hátt­virtur þing­maður lét að því liggja að sá sem hér stendur hafi verið að gera mönnum eitt­hvað erfitt fyrir við að kaupa þessi gögn þá var það nú bara þannig að ég hvatti til þess að gögnin voru keypt, ég tryggði í gegnum rík­is­stjórn fjár­mögnun fyrir kaupum gagn­anna og það var algjör­lega ein­stakur atburður í skatt­rann­sókn­ar­sögu Íslands að sú ákvörðun hafi verið tekin á meðan ég gegndi emb­ætti fjár­mála­ráð­herra. Sömu­leiðis und­ir­rit­aði ég gagna­skipta­samn­inga í meira umfangi en áður hefur þekkst í alþjóð­legri sam­vinnu í skatta­málum á Íslandi. Þannig að ég vísa frá mér þessum dylgjum sem hátt­virtur þing­maður færir hér fram í þingsal,“ sagði Bjarn­i. 

Bjarni Benediktsson Mynd: Skjáskot/Alþingi

Einnig hægt að tala um fjár­fest­ing­ar­leið­ina

Björn Leví kom aftur í pontu og sagði að umfang stórra skatt­rann­sókna­mála á und­an­förnum árum ein­skorð­að­ist ekki ein­göngu við gögn sem kæmu úr Panama­skjöl­unum heldur væri einnig hægt að benda á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans þar sem rakin hefði verið mögu­leg slóð pen­inga til skatta­skjóla og svo aftur til baka í gegnum afslátt­ar­leið bank­ans. „Í frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2020 er síðan loks­ins komið fjár­magn til að efla rann­sóknir gegn skattsvik­um. Loks­ins þegar það þarf að finna eitt­hvað fjár­magn til þess að vega upp á móti nið­ur­sveiflu hag­kerf­is­ins.“

Hann sagði enn fremur að í ræðu frá því 1. febr­úar 2016 hefði ráð­herra talað um nauð­syn þess að auka sam­vinnu stofn­ana en í dag væri helsta ástæða þess að þessi 66 mál, sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri þurfti að fella nið­ur, að máls­með­ferð þeirra, ann­ars vegar hjá skatta­yf­ir­völdum og hins vegar hjá sak­sókn­ara, hefði ekki verið nægi­lega sam­tvinnuð í efni og tíma, eins og komið hefði fram í frétt Kjarn­ans um mál­ið. „Við vorum sein að inn­leiða reglur um CFC félög, við inn­leiðum lög um pen­inga­þvætti á síð­ustu stundu með ólýð­ræð­is­legri máls­með­ferð og klúðrum skatt­rann­sókn­ar­málum upp á millj­arða vegna vanda­mála sem við vitum af,“ sagði hann.

Hann spurði því fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hvað honum fynd­ist um að millj­arðar hefðu glat­ast á hans vakt sem leiddi til auk­innar skatt­byrði allra ann­arra.

Spurði hvort hægt væri að líta á málin út frá rétt­indum borg­ar­anna

Ráð­herra svar­aði og sagði að honum fynd­ist þetta vera sami sam­heng­is­lausi mál­flutn­ing­ur­inn. „Þegar talað er um að mál hafi þurft að fella niður vegna þess að það hafi verið rof í sam­fellu rann­sókna þá er auð­vitað verið að vísa til þess að nýlega hafa fallið dómar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu sem gera kröfu til þess að menn hvorki þurfi að sæta tvö­faldri refs­ingu eða því að vera refsað í tvígang. Og að það þurfi að vera ákveðin sam­fella í máls­með­ferð­inni. Það sem geti ráðið einmitt úrslitum um það hvort að sekt­ar­á­lag komi á undan refs­ingu fyrir dómi er hversu mikil sam­fella hefur verið í rekstri máls­ins. Þar hefur sá armur dóms­valds­ins og skatt­rann­sókn­ar­valds­ins verið að taka til skoð­unar aðgerðir til þess að bæta úr þarna. Og það er auð­vitað ekki gott – ekki bara fyrir rík­is­sjóð – að þetta skuli hafa verið svona, heldur líka fyrir þá sem hafa þurft að sæta rann­sóknum – kannski svo ára­tug skipt­ir. Eða sæta tvö­faldri refs­ingu þannig að það varðar við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu og þann sátt­mála sem við höfum skrifað und­ir. Hvernig væri að líta ein­hvern tím­ann á málin út frá rétt­indum borg­ar­anna eins og Pírötum er svo tamt um að gera hér í ræðu­stól og við­ur­kenna að þann þátt þarf líka að taka með?“

Fjár­mála­ráð­herra skildi ekki sam­hengið á milli panama­skjal­anna, gagn­anna sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri keypti árið 2015,...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Thurs­day, Oct­o­ber 10, 2019


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent