Erfiður vetur framundan í ferðaþjónustu

Merki eru um erfiðleika í ferðaþjónustu en vanskil hafa aukist í greininni, að því er segir í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

Ferðamenn við Jökulsárlón
Auglýsing

Viðbúið er að komandi vetur verði erfiður fyrir ferðaþjónustuna þar sem gjöbreytt staða er í greininni frá því sem var á undanförnum árum.

Sé litið til þátta eins og áhuga á landinu - sem birtist meðal annars í leit á Google - og síðan versnandi efnahagsumhverfis erlendis, þá gæti vandi ferðaþjónustunnar átt eftir að aukast nokkuð.

Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, þar sem fjallað er um áhættuþætti í hagkerfinu fyrir fjármálakerfið. 

Auglýsing

Í ritinu, sem kom út í gær, segir að bankakerfið sé nokkuð sterkt og geti tekist á við áföll, meðal annars í ferðaþjónustu, en útlán til ferðaþjónustufyrirtækja eru um 9 prósent af heildinni. 

Vanskil ferðaþjónustufyrirtækja hafa aukist um 15 prósent milli ára.

Þrátt fyrir fækkun ferðamanna hefur tekist að halda tekjum af hverjum ferðamanni hærri en þær hafa verið á undanförnum árum, og hefur þetta mildað höggið af falli WOW air og kyrrsetningu Max vélanna frá Boeing, sem hefur áhrif á efnahag og þjónustu Icelandair. Í ritinu segir að óvissa sé um hversu lengi kyrrsetningin muni vara en félagið reikna með þeim aftur í byrjun næsta árs. 

Ferðaþjónustan hefur á síðustu árum haslað sér völl sem stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins. Vöxtur greinarinnar er nátengdur öðrum atvinnugreinum, svo sem verslun og þjónustu.

Í Fjármálastöðugleika segir að ferðaþjónustan gangi nú í fyrsta skipti í langan tíma í gegnum samdrátt eftir mikinn uppgang nær samfleytt frá árinu 2010. „Viðbúið er að komandi vetur gæti orðið erfiður fyrir greinina og vanskil aukist. Áframhaldandi samdráttur í sætaframboði, færri leitir með Google og versnandi efnahagsumhverfi á evrusvæðinu og í Bretlandi gæti bent til áframhaldandi samdráttar í greininni, að minnsta kosti til skamms tíma litið. Ferðaþjónustan er í samkeppni við ferðamannastaði erlendis en þar sem greinin er mannaflsfrek hafa samkeppnisskilyrði versnað í kjölfar launahækkana hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa á síðustu mánuðum brugðist við breyttu rekstrarumhverfi með hagræðingu í rekstri, meðal annars með fækkun starfsfólks. Rekstrarerfiðleikar hafa stuðlað að samruna fyrirtækja í greininni og leitt til aukinnar samþjöppunar í lánasöfnun bankanna sem kann að auka mótaðilaáhættu þeirra. Bankarnir verða að búa sig undir áframhaldandi samdrátt í greininni og vaxandi mótaðilaáhættu sem getur komið í fram í auknum vanskilum og útlánatöpum,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent