Melinda Gates opnar dyrnar fyrir íslenskum sprotum

Melinda Gates hefur sett á laggirnar samkeppnissjóð með Microsoft fyrir konur. Ísland er meðal þeirra landa sem keppnin nær til.

melindag.jpg
Auglýsing

Melinda Gates hefur sett af stað sam­keppni fyrir frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki, þar sem þeir hafa mögu­leika á því að fá frá henni 6 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 750 millj­ónir króna. 

Skil­yrði fyrir þátt­töku er að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið sé að hluta í eigu konu sem er eldri en 18 ára, eða að kona sé einn af stofn­endum sprota­fyr­ir­tæk­is­ins.

Melinda, sem er eig­andi Gates Founda­tion ásamt eig­in­manni sín­um, Bill Gates, ann­ars stofn­anda Microsoft, til­kynnti um sam­keppni í byrjun vik­unn­ar, en sam­starfs­að­ili hennar í verk­efn­inu er Microsoft og sjóður á vegum fyr­ir­tæk­is­ins sem nefn­ist M12

Auglýsing

Tveir sprotar munu fá 2 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 250 millj­ónir króna, og tveir sprota munu svo fá 1 milljón Banda­ríkja­dala, eða um 125 millj­ónir króna, þar sem verk­efnin eru á sviði tækni­legra áskor­ana og rann­sókna.

Til­kynnt verður um úrslitin á sér­stakri athöfn 18. til 19. mars á næsta ári, í Síli­kondalnum í Kali­forn­íu.

Teymi á vegum Pivotal Ventures, fjár­fest­inga­sjóðs Melindu, mun velja sprota til þátt­töku í verk­efn­inu, en Pivotal er stærsti fjár­fest­inga­sjóður heims, sem hefur það sér­hæfða hlut­verk að fjár­festa í konum og verk­efnum sem stuðla að auknu jafn­rétti og auk­inni atvinnu­þátt­töku kvenna. 

Pivotal hefur fjár­fest í tugum sprota­fyr­ir­tækja á und­an­förnum tveimur árum, en fjár­fest­ingar sjóðs­ins hafa farið leynt að miklu leyt­i. Í til­kynn­ingu Melindu vegna verk­efn­is­ins með Microsoft, er sér­stak­lega til­tekið að það sé opið fyrir frum­kvöðlum og sprota­fyr­ir­tækjum í mörgum lönd­um, og Ísland er nú eitt þeirra, en sú var ekki raunin í fyrra. 

Löndin sem koma til greina, auk Banda­ríkj­anna og Íslands, eru 33 önnur ríki, þar á meðal Norð­ur­löndin öll, en þau koma ný inn á list­ann þetta árið.

Melinda til­kynnti um það 12. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að hún ætl­aði að fjár­festa einum millj­arði Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 125 millj­örðum króna, í verk­efnum sem stuðla að auknu jafn­rétti, á næstu fjórum árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent