Melinda Gates opnar dyrnar fyrir íslenskum sprotum

Melinda Gates hefur sett á laggirnar samkeppnissjóð með Microsoft fyrir konur. Ísland er meðal þeirra landa sem keppnin nær til.

melindag.jpg
Auglýsing

Melinda Gates hefur sett af stað sam­keppni fyrir frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki, þar sem þeir hafa mögu­leika á því að fá frá henni 6 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 750 millj­ónir króna. 

Skil­yrði fyrir þátt­töku er að nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið sé að hluta í eigu konu sem er eldri en 18 ára, eða að kona sé einn af stofn­endum sprota­fyr­ir­tæk­is­ins.

Melinda, sem er eig­andi Gates Founda­tion ásamt eig­in­manni sín­um, Bill Gates, ann­ars stofn­anda Microsoft, til­kynnti um sam­keppni í byrjun vik­unn­ar, en sam­starfs­að­ili hennar í verk­efn­inu er Microsoft og sjóður á vegum fyr­ir­tæk­is­ins sem nefn­ist M12

Auglýsing

Tveir sprotar munu fá 2 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 250 millj­ónir króna, og tveir sprota munu svo fá 1 milljón Banda­ríkja­dala, eða um 125 millj­ónir króna, þar sem verk­efnin eru á sviði tækni­legra áskor­ana og rann­sókna.

Til­kynnt verður um úrslitin á sér­stakri athöfn 18. til 19. mars á næsta ári, í Síli­kondalnum í Kali­forn­íu.

Teymi á vegum Pivotal Ventures, fjár­fest­inga­sjóðs Melindu, mun velja sprota til þátt­töku í verk­efn­inu, en Pivotal er stærsti fjár­fest­inga­sjóður heims, sem hefur það sér­hæfða hlut­verk að fjár­festa í konum og verk­efnum sem stuðla að auknu jafn­rétti og auk­inni atvinnu­þátt­töku kvenna. 

Pivotal hefur fjár­fest í tugum sprota­fyr­ir­tækja á und­an­förnum tveimur árum, en fjár­fest­ingar sjóðs­ins hafa farið leynt að miklu leyt­i. Í til­kynn­ingu Melindu vegna verk­efn­is­ins með Microsoft, er sér­stak­lega til­tekið að það sé opið fyrir frum­kvöðlum og sprota­fyr­ir­tækjum í mörgum lönd­um, og Ísland er nú eitt þeirra, en sú var ekki raunin í fyrra. 

Löndin sem koma til greina, auk Banda­ríkj­anna og Íslands, eru 33 önnur ríki, þar á meðal Norð­ur­löndin öll, en þau koma ný inn á list­ann þetta árið.

Melinda til­kynnti um það 12. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að hún ætl­aði að fjár­festa einum millj­arði Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 125 millj­örðum króna, í verk­efnum sem stuðla að auknu jafn­rétti, á næstu fjórum árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent