„Komið að ögurstundu fyrir blaðamenn“

Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvanir í nóvember næstkomandi.

Fjölmiðlar - RÚV, Torg, Árvakur og Sýn
Auglýsing

Stjórn og samn­inga­nefnd Blaða­manna­fé­lags Íslands hefur sam­þykkt að efna til atkvæða­greiðslu mið­viku­dag­inn 30. októ­ber næst­kom­andi um fjórar vinnu­stöðv­anir í nóv­em­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BÍ í dag en Hjálmar Jóns­son, for­maður félags­ins, skrifar undir hana. 

Hjálmar Jónsson Mynd: Úr safniÞá kemur fram í til­kynn­ing­unni að nú sé komið að ögur­stundu. Ekki sé um annað að ræða en að efna til slíkrar atkvæða­greiðslu.

Verk­fallið tekur ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þremur skipt­unum og leng­ist um fjórar klukku­stundir í hvert skipti, sam­an­ber með­fylgj­ani atkvæða­seð­il. Fjórða verk­fallið tekur ein­göngu til þeirra sem starfa á prent­miðlum og ljós­mynd­ara og töku­manna, en net­miðl­arnir verða í loft­inu.

Auglýsing

Verk­fallið tekur ein­ungis til fjög­urra fyr­ir­tækja

Verk­fallið tekur til þeirra fjög­urra fyr­ir­tækja sem eru innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins: Árvak­urs, Torgs, Sýnar og RÚV.

Kjör­fundur hefst klukkan 9:30. Um morg­un­inn verður farið á milli þess­ara fjög­urra vinnu­staða; á Morg­un­blað­inu, 9:30, á RÚV 10:30, á Sýn 11:30 og á Frétta­blað­inu 12:30. Frá 13:30 og til 17:00 verður kjör­fundur í hús­næði félags­ins að Síð­un­múla 23 og talið verður strax að loknum kjör­fundi.

„Tíu mán­uðir eru síðan síð­ast­gild­andi kjara­samn­ingur lauk göngu sinni og sjö mán­uðir síðan kjara­samn­ingar voru gerðir á almennum vinnu­mark­aði, sem eiga að vera stefnu­mark­andi fyrir kaup og kjör í land­inu. Þrátt fyrir það eigum við það skjal­fest í til­boði atvinnu­rek­enda frá 26. sept­em­ber síð­ast­liðnum að það er verið að bjóða okkur minna en öllum öðrum, auk þess sem gerðar eru kröfur til þess að við afsölum okkur ýmsum rétt­indum sem við höfum áunnið okkur í gegnum tíð­ina,“ segir í til­kynn­ingu BÍ.

41 ár síðan BÍ efndi síð­ast til verk­fallsá­taka

Jafn­framt segir í til­kynn­ing­unni að það hafi tekið félagið mán­uð, frá því slitn­aði upp úr, að ákveða aðgerð­ir, „þannig að ekki verðum við sökuð um óbil­girni og ekki er hægt að þakka atvinnu­rek­endum okkar fyrir frum­kvæði eða samn­ings­vilja. Senni­lega trúa þeir því ekki að það komi til aðgerða, enda blaða­menn sein­þreyttir til vand­ræða og van­ari því að standa á hlið­ar­lín­unni og segja sög­una en vera sag­an. Það eru enda 41 ár síðan Blaða­manna­fé­lagið efndi síð­ast til verk­fallsá­taka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu félags­ins að gripið er til slíks. Nú erum við að skrifa fram­hald þeirrar sögu og við reynum að gera það þannig að það verði okkur til sóma og íslensku sam­fé­lagi til heilla.“

Verk­fallið tek­ur, eins og áður seg­ir, ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þremur skipt­un­um. Fjórða verk­fallið tekur ein­göngu til þeirra sem starfa á prent­miðlum og ljós­mynd­ara og töku­manna, en net­miðl­arnir verða í loft­inu.

Félagið stendur vel fjár­hags­lega

„Þannig und­ir­strikum við mik­il­vægi upp­lýs­inga­kerf­is­ins og nauð­syn þess að það sé ávallt starf­andi og deilum byrð­un­um. Stjórn og samn­inga­nefnd hefur ákveðið að bæta að fullu úr vara­sjóði félags­ins það launatap sem þeir verða fyrir sem taka þátt í verk­fall­inu. Við eigum sem betur fer nokkuð digra sjóði eftir fjöru­tíu ár og félagið stendur vel fjár­hags­lega. Þar til við­bótar hef ég fengið stað­fest að tæp­lega 50 þús­und félagar okkar á Norð­ur­lönd­unum standa með okkur og munu veita okkur fjár­hags­legan stuðn­ing drag­ist verk­fallið á lang­inn sam­kvæmr samn­ingi þar um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur enn fremur fram að ef þeir sem treyst er fyrir rekstri fjöl­miðla legðu sig fram að ein­hverju marki með sama hætti og blaða­menn gera á hverjum ein­asta degi í vinnu sinni, væri þessi alvar­lega staða ekki uppi. „Við hljótum að vona að það standi til bóta svo skaði vegna átaka verði sem minnst­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent