„Komið að ögurstundu fyrir blaðamenn“

Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvanir í nóvember næstkomandi.

Fjölmiðlar - RÚV, Torg, Árvakur og Sýn
Auglýsing

Stjórn og samn­inga­nefnd Blaða­manna­fé­lags Íslands hefur sam­þykkt að efna til atkvæða­greiðslu mið­viku­dag­inn 30. októ­ber næst­kom­andi um fjórar vinnu­stöðv­anir í nóv­em­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BÍ í dag en Hjálmar Jóns­son, for­maður félags­ins, skrifar undir hana. 

Hjálmar Jónsson Mynd: Úr safniÞá kemur fram í til­kynn­ing­unni að nú sé komið að ögur­stundu. Ekki sé um annað að ræða en að efna til slíkrar atkvæða­greiðslu.

Verk­fallið tekur ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þremur skipt­unum og leng­ist um fjórar klukku­stundir í hvert skipti, sam­an­ber með­fylgj­ani atkvæða­seð­il. Fjórða verk­fallið tekur ein­göngu til þeirra sem starfa á prent­miðlum og ljós­mynd­ara og töku­manna, en net­miðl­arnir verða í loft­inu.

Auglýsing

Verk­fallið tekur ein­ungis til fjög­urra fyr­ir­tækja

Verk­fallið tekur til þeirra fjög­urra fyr­ir­tækja sem eru innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins: Árvak­urs, Torgs, Sýnar og RÚV.

Kjör­fundur hefst klukkan 9:30. Um morg­un­inn verður farið á milli þess­ara fjög­urra vinnu­staða; á Morg­un­blað­inu, 9:30, á RÚV 10:30, á Sýn 11:30 og á Frétta­blað­inu 12:30. Frá 13:30 og til 17:00 verður kjör­fundur í hús­næði félags­ins að Síð­un­múla 23 og talið verður strax að loknum kjör­fundi.

„Tíu mán­uðir eru síðan síð­ast­gild­andi kjara­samn­ingur lauk göngu sinni og sjö mán­uðir síðan kjara­samn­ingar voru gerðir á almennum vinnu­mark­aði, sem eiga að vera stefnu­mark­andi fyrir kaup og kjör í land­inu. Þrátt fyrir það eigum við það skjal­fest í til­boði atvinnu­rek­enda frá 26. sept­em­ber síð­ast­liðnum að það er verið að bjóða okkur minna en öllum öðrum, auk þess sem gerðar eru kröfur til þess að við afsölum okkur ýmsum rétt­indum sem við höfum áunnið okkur í gegnum tíð­ina,“ segir í til­kynn­ingu BÍ.

41 ár síðan BÍ efndi síð­ast til verk­fallsá­taka

Jafn­framt segir í til­kynn­ing­unni að það hafi tekið félagið mán­uð, frá því slitn­aði upp úr, að ákveða aðgerð­ir, „þannig að ekki verðum við sökuð um óbil­girni og ekki er hægt að þakka atvinnu­rek­endum okkar fyrir frum­kvæði eða samn­ings­vilja. Senni­lega trúa þeir því ekki að það komi til aðgerða, enda blaða­menn sein­þreyttir til vand­ræða og van­ari því að standa á hlið­ar­lín­unni og segja sög­una en vera sag­an. Það eru enda 41 ár síðan Blaða­manna­fé­lagið efndi síð­ast til verk­fallsá­taka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu félags­ins að gripið er til slíks. Nú erum við að skrifa fram­hald þeirrar sögu og við reynum að gera það þannig að það verði okkur til sóma og íslensku sam­fé­lagi til heilla.“

Verk­fallið tek­ur, eins og áður seg­ir, ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þremur skipt­un­um. Fjórða verk­fallið tekur ein­göngu til þeirra sem starfa á prent­miðlum og ljós­mynd­ara og töku­manna, en net­miðl­arnir verða í loft­inu.

Félagið stendur vel fjár­hags­lega

„Þannig und­ir­strikum við mik­il­vægi upp­lýs­inga­kerf­is­ins og nauð­syn þess að það sé ávallt starf­andi og deilum byrð­un­um. Stjórn og samn­inga­nefnd hefur ákveðið að bæta að fullu úr vara­sjóði félags­ins það launatap sem þeir verða fyrir sem taka þátt í verk­fall­inu. Við eigum sem betur fer nokkuð digra sjóði eftir fjöru­tíu ár og félagið stendur vel fjár­hags­lega. Þar til við­bótar hef ég fengið stað­fest að tæp­lega 50 þús­und félagar okkar á Norð­ur­lönd­unum standa með okkur og munu veita okkur fjár­hags­legan stuðn­ing drag­ist verk­fallið á lang­inn sam­kvæmr samn­ingi þar um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur enn fremur fram að ef þeir sem treyst er fyrir rekstri fjöl­miðla legðu sig fram að ein­hverju marki með sama hætti og blaða­menn gera á hverjum ein­asta degi í vinnu sinni, væri þessi alvar­lega staða ekki uppi. „Við hljótum að vona að það standi til bóta svo skaði vegna átaka verði sem minnst­ur.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent