„Komið að ögurstundu fyrir blaðamenn“

Stjórn og samninganefnd Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um fjórar vinnustöðvanir í nóvember næstkomandi.

Fjölmiðlar - RÚV, Torg, Árvakur og Sýn
Auglýsing

Stjórn og samn­inga­nefnd Blaða­manna­fé­lags Íslands hefur sam­þykkt að efna til atkvæða­greiðslu mið­viku­dag­inn 30. októ­ber næst­kom­andi um fjórar vinnu­stöðv­anir í nóv­em­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BÍ í dag en Hjálmar Jóns­son, for­maður félags­ins, skrifar undir hana. 

Hjálmar Jónsson Mynd: Úr safniÞá kemur fram í til­kynn­ing­unni að nú sé komið að ögur­stundu. Ekki sé um annað að ræða en að efna til slíkrar atkvæða­greiðslu.

Verk­fallið tekur ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þremur skipt­unum og leng­ist um fjórar klukku­stundir í hvert skipti, sam­an­ber með­fylgj­ani atkvæða­seð­il. Fjórða verk­fallið tekur ein­göngu til þeirra sem starfa á prent­miðlum og ljós­mynd­ara og töku­manna, en net­miðl­arnir verða í loft­inu.

Auglýsing

Verk­fallið tekur ein­ungis til fjög­urra fyr­ir­tækja

Verk­fallið tekur til þeirra fjög­urra fyr­ir­tækja sem eru innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins: Árvak­urs, Torgs, Sýnar og RÚV.

Kjör­fundur hefst klukkan 9:30. Um morg­un­inn verður farið á milli þess­ara fjög­urra vinnu­staða; á Morg­un­blað­inu, 9:30, á RÚV 10:30, á Sýn 11:30 og á Frétta­blað­inu 12:30. Frá 13:30 og til 17:00 verður kjör­fundur í hús­næði félags­ins að Síð­un­múla 23 og talið verður strax að loknum kjör­fundi.

„Tíu mán­uðir eru síðan síð­ast­gild­andi kjara­samn­ingur lauk göngu sinni og sjö mán­uðir síðan kjara­samn­ingar voru gerðir á almennum vinnu­mark­aði, sem eiga að vera stefnu­mark­andi fyrir kaup og kjör í land­inu. Þrátt fyrir það eigum við það skjal­fest í til­boði atvinnu­rek­enda frá 26. sept­em­ber síð­ast­liðnum að það er verið að bjóða okkur minna en öllum öðrum, auk þess sem gerðar eru kröfur til þess að við afsölum okkur ýmsum rétt­indum sem við höfum áunnið okkur í gegnum tíð­ina,“ segir í til­kynn­ingu BÍ.

41 ár síðan BÍ efndi síð­ast til verk­fallsá­taka

Jafn­framt segir í til­kynn­ing­unni að það hafi tekið félagið mán­uð, frá því slitn­aði upp úr, að ákveða aðgerð­ir, „þannig að ekki verðum við sökuð um óbil­girni og ekki er hægt að þakka atvinnu­rek­endum okkar fyrir frum­kvæði eða samn­ings­vilja. Senni­lega trúa þeir því ekki að það komi til aðgerða, enda blaða­menn sein­þreyttir til vand­ræða og van­ari því að standa á hlið­ar­lín­unni og segja sög­una en vera sag­an. Það eru enda 41 ár síðan Blaða­manna­fé­lagið efndi síð­ast til verk­fallsá­taka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu félags­ins að gripið er til slíks. Nú erum við að skrifa fram­hald þeirrar sögu og við reynum að gera það þannig að það verði okkur til sóma og íslensku sam­fé­lagi til heilla.“

Verk­fallið tek­ur, eins og áður seg­ir, ein­göngu til net­miðla og ljós­mynd­ara og töku­manna í fyrstu þremur skipt­un­um. Fjórða verk­fallið tekur ein­göngu til þeirra sem starfa á prent­miðlum og ljós­mynd­ara og töku­manna, en net­miðl­arnir verða í loft­inu.

Félagið stendur vel fjár­hags­lega

„Þannig und­ir­strikum við mik­il­vægi upp­lýs­inga­kerf­is­ins og nauð­syn þess að það sé ávallt starf­andi og deilum byrð­un­um. Stjórn og samn­inga­nefnd hefur ákveðið að bæta að fullu úr vara­sjóði félags­ins það launatap sem þeir verða fyrir sem taka þátt í verk­fall­inu. Við eigum sem betur fer nokkuð digra sjóði eftir fjöru­tíu ár og félagið stendur vel fjár­hags­lega. Þar til við­bótar hef ég fengið stað­fest að tæp­lega 50 þús­und félagar okkar á Norð­ur­lönd­unum standa með okkur og munu veita okkur fjár­hags­legan stuðn­ing drag­ist verk­fallið á lang­inn sam­kvæmr samn­ingi þar um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur enn fremur fram að ef þeir sem treyst er fyrir rekstri fjöl­miðla legðu sig fram að ein­hverju marki með sama hætti og blaða­menn gera á hverjum ein­asta degi í vinnu sinni, væri þessi alvar­lega staða ekki uppi. „Við hljótum að vona að það standi til bóta svo skaði vegna átaka verði sem minnst­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Píratar mælast næststærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Möguleikar á ferðalögum milli landa aukast hratt
Í varfærnum skrefum er hvert landið á fætur öðru að aflétta takmörkunum á ferðalögum í þeirri von að lokka til sín erlenda gesti. Enginn býst þó við því að fjöldinn verði sá sami og fyrir ári.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent