Spá samdrætti á þessu ári og hóflegum vexti á komandi árum

Spá hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir 0,4 prósent samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári. Sérstaklega munar mikið um samdrátt í atvinnuvegafjárfestingu.

Landsbankinn
Auglýsing

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans spári því að lands­fram­leiðsla drag­ist saman á þessu ári um 0,4 pró­sent. Horft til næstu ára er gert ráð fyrir hóf­legum hag­vexti, 2 pró­sent á næsta ári og heldur meiri á árunum 2021 og 2022. 

Spá hag­fræði­deildar gerir ráð fyrir miklum sam­drætti í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu, eða 21,2 pró­sent. Gangi það eft­ir, er það mestur sam­dráttur í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu frá því árið 2009. 

Þetta kemur fram í nýrri hag­spá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. 

Auglýsing

Hag­fræði­deildin telur að hag­vöxtur næstu ára verði studdur af lágum en sjálf­bærum vexti einka­neyslu, auknum opin­berum fjár­fest­ing­um, vax­andi útflutn­ingi og við­snún­ingi í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu þegar fram í sæk­ir. 

Spáin gerir ráð fyrir umtals­verðum sam­drætti í inn­flutn­ingi á þessu ári, eða 6,4 pró­sent, en að síðan taki inn­flutn­ingur að aukast á næsta ári, með batn­andi tíð og auknum hag­vexti.

Hag­spáin end­ur­spegl­ar að óvissa er um þróun hag­vaxtar í heim­inum næstu miss­eri sem birt­ist nú þegar í hæg­ari vexti alþjóða­við­skipta og iðn­að­ar­fram­leiðslu. 

„Frek­ari stig­mögnun þeirrar þró­un­ar, umfram það sem nú er gert ráð fyr­ir, kann að hafa tölu­verð nei­kvæð áhrif hér á landi, m.a. á ferða­þjón­ust­una, sjáv­ar­út­veg og orku­frekan iðn­að. Að sama skapi myndi jákvæður við­snún­ingur í alþjóða­við­skiptum hafa jákvæð áhrif hér­lend­is, umfram það sem spáin gerir ráð fyr­ir. Í spánni er gert ráð fyrir að verð­bólga verði í stórum drátt­um í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands (2,5%) út spá­tíma­bil­ið, enda gert ráð fyrir að hag­vöxtur verði í takt við lang­tíma­fram­leiðslu­getu þjóð­ar­bús­ins,“ segir í til­kynn­ingu bank­ans.

Dan­íel Svav­ars­son, for­stöðu­maður hag­fræði­deildar Lands­bank­ans, segir að það hafi oft verið þannig í hag­sögu Íslands, að í lok hag­vaxt­ar­skeiðs fylgi erfitt aðlög­un­ar­tíma­bil. „Lokum hag­vaxt­ar­skeiða á Íslandi hefur oft fylgt erfitt aðlög­un­ar­tíma­bil vegna ójafn­vægis sem byggst hefur upp á góð­ær­is­ár­un­um. Því er þó ekki þannig farið í þetta skipt­ið. Þvert á móti er staða fyr­ir­tækja og heim­ila almennt nokkuð góð ef horft er til eigna og skuld­setn­ing­ar. Þá hefur kaup­máttur launa aldrei verið meiri, staða rík­is­sjóðs er mjög sterk og staða sveit­ar­fé­laga hefur almennt batn­að. Þá hefur Seðla­bank­inn byggt upp mjög mynd­ar­legan óskuld­settan gjald­eyr­is­vara­sjóð sem er mikil breyt­ing frá því sem áður var. Þar að auki styður afgangur á utan­rík­is­við­skiptum við gengi krón­unn­ar,“ segir Dan­í­el. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana
Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent