Ráðherra var brugðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að málum þegar ólétt kona var send úr landi.

Áslaug Arna
Auglýsing

„Ég fékk fregnir af þessu máli í fjöl­miðlum í morgun líkt og aðr­ir. Þó ég geti ekki tjáð mig um ein­stök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum,“ segir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra á Face­book síðu sinni, um það að ólétt kona - gengin tæp­lega 36 vikur - hafi verið send úr landi eftir ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar þar um. „Við viljum öll að farið sé var­lega þegar um er að ræða þung­aðar mæð­ur, börn þeirra, fædd og ófædd. Almennt er verk­lagið á þann veg í dag að fengin eru til­mæli frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum um hvort ein­hver hætta sé vegna brott­farar þeirra sem um ræðir úr landi. Ef svo er er brott­vísun frestað. Það hefur oft orðið raun­in, til að mynda vegna þung­unar kvenna í þess­ari erf­iðu stöð­u,“ segir Áslaug Arna á síðu sinni.

Hún seg­ist hafa óskað eftir upp­lýs­ingum um mál­ið, og fengið þau svör að almennum reglum hafi verið fylgt í mál­inu. „Land­læknir hefur engu að síður boðað að skoða skuli verk­lagið og Útlend­inga­stofnun mun fara yfir gild­andi reglur með þeim. Ég fagna því. Það þarf að meta hvort í ljósi þessa máls sé þörf á að breyta reglum eða verk­lagi. Brýnt er að leið­bein­ingar frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum séu skýr­ar. Um þessar mundir er ég að leggja loka­hönd á að skipa þverpóli­tíska þing­manna­nefnd um mál­efni útlend­inga. Þar verður hægt að fjalla um fram­kvæmd lag­anna, mögu­legar laga­breyt­ingar með mann­úð­ar­sjón­ar­mið til grund­vall­ar, fá gesti og koma með til­lögur til úrbóta. Sú vinna er ein­stak­lega mik­il­væg,“ segir Áslaug Arna.

AuglýsingÍ upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent