Benedikt Gíslason, sem tók sem bankastjóri Arion banka í júlí síðastliðnum, og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, sem var ráðin aðstoðarbankastjóri skömmu eftir ráðningu Benedikts, hafa keypt bréf í bankanum fyrir samanlagt um 223 milljónir króna, bæði í eigin nafni og eins í gegnum félög sem þeir eru fjárhagslega tengdir.
Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til kauphallar, en báðir hafa þeir stöðu fruminnherja.
Benedikt keypti 1,6 milljónir hluta á genginu 76,7, eða fyrir um 123 milljónir króna, í gegnum félagið Brekkuás. Þá keypti hann 400 þúsund hluti í eigin nafni á sama gengi, fyrir um 30 milljónir.
Ásgeir Helgi keypti 895 þúsund hluti í bankanum, fyrir um 70 milljónir, en þau viðskipti fóru fram í gegnum sænska og íslenska markaðinn, en Arion banki er skráður á báðum stöðum.
Markaðsvirði Arion banka er um 142 milljarðar króna, eftir 2,5 prósent hækkun markaðsvirðis í dag. Eigið fé bankans nam 196 milljörðum króna í lok þriðja ársfjórðungs.