Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.

Gylfi-Zoega-
Auglýsing

Gylfi Zoega hag­fræði­pró­fessor segir í grein í Vís­bend­ingu sem kom til áskrif­enda í dag, að það sé mik­il­vægt mál fyrir sam­fé­lög, að styrkja umgjörð um mark­aðs­bú­skap þar sem almanna­hags­munir ráði ferð­inni. Hættan á því að sér­hags­munir ráði för, teng­ist enda­lausri bar­áttu sér­hags­muna fyrir því að veikja eft­ir­lits­stofn­anir til að verja hag þeirra sem geti hagn­ast á aðstöðumun og ein­ok­un.

„Það er í þessu ljósi sem skilja má umræðu um að draga úr umfangi eft­ir­lits­stofn­ana, veikja sam­keppn­is­eft­ir­lit, fjár­mála­eft­ir­lit og seðla­banka. Þetta eru þær stofn­anir sem gæta hags almenn­ings þegar hagur stór­fyr­ir­tækja og almenn­ings fer ekki saman vegna fákeppni, ófull­kom­inna upp­lýs­inga eða áhættu sem lögð er á neyt­endur og skatt­greið­endur án vit­undar þeirra.  

Ein­stök fyr­ir­tæki og atvinnu­greinar hafa þá hag af því að reglu­verk sé afnumið og slakað á eft­ir­liti en ein­stak­lingar sjá sér ekki hag í því að skipta sér af málum hver fyrir sig þótt allir hafi þeir hag af því að þessar stofn­anir séu sterk­ar.

Auglýsing

Á árunum fyrir 2008 lögðu aðilar í við­skipta­líf­inu mikla áherslu á að dregið yrði úr reglu­verki til þess að bæta sam­keppn­isum­hverfi fyri­tækja. Oft er slíkt rétt­læt með því að eft­ir­lits­laust mark­aðs­hag­kerfi leiði saman hagn­að­ar­sókn fyr­ir­tækja og almanna­hags­muni. Þetta er kenn­ingin um hina „ósýni­legur hönd“ sem Adam Smith fjall­aði um í Auð­legð þjóð­anna.  

En þá gleym­ist oft að marg­vís­leg skil­yrði þurfa að vera upp­fyllt til þess að svo verði; fyr­ir­tæki og neyt­endur verða að vera margir, full­komnar upp­lýs­ingar um gæði og eðli vöru, eng­inn kostn­aður við að setja upp ný fyr­ir­tæki, og, síð­ast en ekki síst, varan þarf að vera sam­kynja, eins og mjólk sem eng­inn veit frá hvaða bónda kem­ur. Oft­ast eru þessi skil­yrði ekki upp­fyllt, sér­stak­lega á fjár­málm­örk­uðum þar sem upp­lýs­ingar eru eðli máls sam­kvæmt ófull­komn­ar. En þótt einka­rekstur og mark­aðs­hag­kerfi sé áfram besti kost­ur­inn þá er oft þörf á eft­ir­lit­i,“ segir meðal ann­ars í grein Gylfa.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent