Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.

Gylfi-Zoega-
Auglýsing

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir í grein í Vísbendingu sem kom til áskrifenda í dag, að það sé mikilvægt mál fyrir samfélög, að styrkja umgjörð um markaðsbúskap þar sem almannahagsmunir ráði ferðinni. Hættan á því að sérhagsmunir ráði för, tengist endalausri baráttu sérhagsmuna fyrir því að veikja eftirlitsstofnanir til að verja hag þeirra sem geti hagnast á aðstöðumun og einokun.

„Það er í þessu ljósi sem skilja má umræðu um að draga úr umfangi eftirlitsstofnana, veikja samkeppniseftirlit, fjármálaeftirlit og seðlabanka. Þetta eru þær stofnanir sem gæta hags almennings þegar hagur stórfyrirtækja og almennings fer ekki saman vegna fákeppni, ófullkominna upplýsinga eða áhættu sem lögð er á neytendur og skattgreiðendur án vitundar þeirra.  

Einstök fyrirtæki og atvinnugreinar hafa þá hag af því að regluverk sé afnumið og slakað á eftirliti en einstaklingar sjá sér ekki hag í því að skipta sér af málum hver fyrir sig þótt allir hafi þeir hag af því að þessar stofnanir séu sterkar.

Auglýsing

Á árunum fyrir 2008 lögðu aðilar í viðskiptalífinu mikla áherslu á að dregið yrði úr regluverki til þess að bæta samkeppnisumhverfi fyritækja. Oft er slíkt réttlæt með því að eftirlitslaust markaðshagkerfi leiði saman hagnaðarsókn fyrirtækja og almannahagsmuni. Þetta er kenningin um hina „ósýnilegur hönd“ sem Adam Smith fjallaði um í Auðlegð þjóðanna.  

En þá gleymist oft að margvísleg skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að svo verði; fyrirtæki og neytendur verða að vera margir, fullkomnar upplýsingar um gæði og eðli vöru, enginn kostnaður við að setja upp ný fyrirtæki, og, síðast en ekki síst, varan þarf að vera samkynja, eins og mjólk sem enginn veit frá hvaða bónda kemur. Oftast eru þessi skilyrði ekki uppfyllt, sérstaklega á fjármálmörkuðum þar sem upplýsingar eru eðli máls samkvæmt ófullkomnar. En þótt einkarekstur og markaðshagkerfi sé áfram besti kosturinn þá er oft þörf á eftirliti,“ segir meðal annars í grein Gylfa.

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent