Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla

Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Í minni­hluta­á­liti Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, vegna fjár­laga leggur hann til að þær 400 millj­ónir króna sem ætl­aðar eru til styrktar einka­reknum fjöl­miðlum á næsta ári verði felldar út úr frum­varp­inu.

Þar segir hann að Mið­flokk­ur­inn sé með í smíðum til­lögur sem feli í sér styrk til einka­rek­inna fjöl­miðla en með annarri aðferða­fræði en til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar gera ráð fyr­ir. Til­lög­urnar verði kynntar innan skamm­s.“

Í fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt var fram í sept­em­ber síð­ast­liðnum var gert ráð fyrir að 400 millj­­ónir króna fari í stuðn­­ing við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári. Í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þing­mönnum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er ekki lagt til að beinar breyt­ingar verði gerðar á þess­ari ráð­stöf­un. 

Auglýsing
Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, lagði frum­varp um stuðn­­ing við einka­rekna miðla fram í vor og það hefur verið afgreitt úr rík­­is­­stjórn. Hún á þó enn eftir að mæla fyrir því á Alþingi en heim­ildir Kjarn­ans herma að um það hafi náðst sam­staða. 

And­­staða hafði verið við það innan þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks en sam­­kvæmt fjár­­laga­frum­varpi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar stendur vilji hennar til að fjár­­­magna áform Lilju á næsta ári. Af þeim 400 millj­­ónum króna sem eyrna­­merktar eru þessum til­­­gangi eiga 50 millj­­ónir króna að renna til text­unar og tal­­setn­ing­­ar. 

Til við­­bótar við 350 milljón króna greiðslu vegna beinna styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla á að styðja við slíka með stuðn­­ingi sem nemi allt að 5,15 pró­­­­­sent af launum starfs­­­­­fólks á rit­­­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­­­þrep tekju­skatts­­­­­stofna. Umfang þeirrar aðgerðar er metið 170 millj­­ónir króna. Því eiga áformin í heild að kosta um 520 millj­­ónir króna á ári.

Fjórð­ungur kostn­aðar upp að þaki

Mark­miðið með aðgerð­unum er að efla hlut­verk rík­­­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­­­ingur rík­­­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­­­þætt­­­­­ur. 

Sá stuðn­­ingur sem nú er gert ráð fyrir í fjár­­laga­frum­varp­inu felur í sér að veita stjórn­­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­­sent af til­­­­­­­teknum hluta ­rit­­­­stjórn­­­­­­­ar­­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­­ast­liðið ár.­Gert er ráð fyrir end­­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­­kostnað blaða- og frétta­­­­manna, rit­­­­stjóra og aðstoð­­­­ar­­­­rit­­­­stjóra, mynda­­­­töku­­­­manna, ljós­­­­mynd­­­­ara og próf­­­­arka­­­­les­­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Hlut­­­fall end­­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­­bótar end­­­­ur­greiðslu.

Fram­lög til RÚV aukast

Útvarps­­gjaldið hækkar um 2,5 pró­­sent milli ára sam­kvæmt fjár­lög­unum og áætl­­aðar tekjur Rík­­is­út­­varps­ins (RÚV) vegna þeirra aukast um 180 millj­­ónir króna. Áætlað er að útvarps­­gjaldið verði 4.770 millj­­ónir króna á næsta ári. 

Mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra sagði í ágúst að í und­ir­­bún­­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­­mark­aði. Rík­­is­mið­l­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­­arða króna í slíkar tekjur á und­an­­förnum árum. 

Þjón­ust­u­­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráðu­­­neyt­ið, sem skil­­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent