Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla

Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Í minni­hluta­á­liti Birgis Þór­ar­ins­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, vegna fjár­laga leggur hann til að þær 400 millj­ónir króna sem ætl­aðar eru til styrktar einka­reknum fjöl­miðlum á næsta ári verði felldar út úr frum­varp­inu.

Þar segir hann að Mið­flokk­ur­inn sé með í smíðum til­lögur sem feli í sér styrk til einka­rek­inna fjöl­miðla en með annarri aðferða­fræði en til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar gera ráð fyr­ir. Til­lög­urnar verði kynntar innan skamm­s.“

Í fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt var fram í sept­em­ber síð­ast­liðnum var gert ráð fyrir að 400 millj­­ónir króna fari í stuðn­­ing við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla á næsta ári. Í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þing­mönnum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er ekki lagt til að beinar breyt­ingar verði gerðar á þess­ari ráð­stöf­un. 

Auglýsing
Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, lagði frum­varp um stuðn­­ing við einka­rekna miðla fram í vor og það hefur verið afgreitt úr rík­­is­­stjórn. Hún á þó enn eftir að mæla fyrir því á Alþingi en heim­ildir Kjarn­ans herma að um það hafi náðst sam­staða. 

And­­staða hafði verið við það innan þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks en sam­­kvæmt fjár­­laga­frum­varpi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar stendur vilji hennar til að fjár­­­magna áform Lilju á næsta ári. Af þeim 400 millj­­ónum króna sem eyrna­­merktar eru þessum til­­­gangi eiga 50 millj­­ónir króna að renna til text­unar og tal­­setn­ing­­ar. 

Til við­­bótar við 350 milljón króna greiðslu vegna beinna styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla á að styðja við slíka með stuðn­­ingi sem nemi allt að 5,15 pró­­­­­sent af launum starfs­­­­­fólks á rit­­­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­­­þrep tekju­skatts­­­­­stofna. Umfang þeirrar aðgerðar er metið 170 millj­­ónir króna. Því eiga áformin í heild að kosta um 520 millj­­ónir króna á ári.

Fjórð­ungur kostn­aðar upp að þaki

Mark­miðið með aðgerð­unum er að efla hlut­verk rík­­­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­­­ingur rík­­­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­­­þætt­­­­­ur. 

Sá stuðn­­ingur sem nú er gert ráð fyrir í fjár­­laga­frum­varp­inu felur í sér að veita stjórn­­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­­sent af til­­­­­­­teknum hluta ­rit­­­­stjórn­­­­­­­ar­­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i. 

Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­­ast­liðið ár.­Gert er ráð fyrir end­­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­­kostnað blaða- og frétta­­­­manna, rit­­­­stjóra og aðstoð­­­­ar­­­­rit­­­­stjóra, mynda­­­­töku­­­­manna, ljós­­­­mynd­­­­ara og próf­­­­arka­­­­les­­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf.

Hlut­­­fall end­­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­­framt kom fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­­bótar end­­­­ur­greiðslu.

Fram­lög til RÚV aukast

Útvarps­­gjaldið hækkar um 2,5 pró­­sent milli ára sam­kvæmt fjár­lög­unum og áætl­­aðar tekjur Rík­­is­út­­varps­ins (RÚV) vegna þeirra aukast um 180 millj­­ónir króna. Áætlað er að útvarps­­gjaldið verði 4.770 millj­­ónir króna á næsta ári. 

Mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra sagði í ágúst að í und­ir­­bún­­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­­mark­aði. Rík­­is­mið­l­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­­arða króna í slíkar tekjur á und­an­­förnum árum. 

Þjón­ust­u­­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráðu­­­neyt­ið, sem skil­­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent