SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Auglýsing

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja að þau muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að styðja við stjórnvöld, þannig að innleiða megi tilhlýðilegar aðgerðir sem snerta fyrirtæki í sjávarútvegi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að ráðast í aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi.  

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skrifar undir tilkynninguna. 

SFS segjast gera kröfur til sjávarútvegsins, bæði sem vinnuveitanda og útflutningsgreinar. „Þar eru stjórnarhættir ekki undanskildir. Sjávarútvegurinn hefur stigið stór framfaraskref á undanförnum árum. Til dæmis í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem höfðað hefur verið til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja. Samtökin gera sambærilega kröfu til félagsmanna sinna um að stunda heiðarlega, gagnsæja og löglega starfshætti.“

Auglýsing
Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku, í kjölfar opinberunar Kveiks og Stundarinnar á starfsemi Samherja í Afríku, þar sem sagt var að afstaða samtakanna væri skýr og afdráttarlaus. „Íslensk fyrirtæki eiga að fylgja lögum, bæði heima og erlendis, og almennt að viðhafa góða viðskipta- og stjórnarhætti. Ásakanir á hendur fyrirtækinu eru alvarlegar og það er verkefni viðeigandi stjórnvalda að rannsaka og taka afstöðu til þeirra.“

Í tilkynningunni segir enn fremur að SFS hafi lagt áherslu á að vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. „Á Íslandi er fiskveiðistjórnarkerfi sem er leiðandi á heimsvísu þegar litið er til sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum, auk þess sem samvinna sjávarútvegsfyrirtækja við íslensk iðn- og tæknifyrirtæki hefur aukið virði auðlindarinnar umtalsvert. Samvinnan hefur getið af sér nýja auðlind í formi hugvits og þekkingar.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent