SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Auglýsing

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) segja að þau muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að styðja við stjórn­völd, þannig að inn­leiða megi til­hlýði­legar aðgerðir sem snerta fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­veg­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem sam­tökin hafa sent frá sér í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Íslands ákvað að ráð­ast í aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnu­líf­i.  

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, skrifar undir til­kynn­ing­una. 

SFS segj­ast gera kröfur til sjáv­ar­út­vegs­ins, bæði sem vinnu­veit­anda og útflutn­ings­grein­ar. „Þar eru stjórn­ar­hættir ekki und­an­skild­ir. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur stigið stór fram­fara­skref á und­an­förnum árum. Til dæmis í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um, þar sem höfðað hefur verið til sam­fé­lags­legrar ábyrgðar fyr­ir­tækja. Sam­tökin gera sam­bæri­lega kröfu til félags­manna sinna um að stunda heið­ar­lega, gagn­sæja og lög­lega starfs­hætt­i.“

Auglýsing
Samtökin sendu frá sér yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku, í kjöl­far opin­ber­unar Kveiks og Stund­ar­innar á starf­semi Sam­herja í Afr­íku, þar sem sagt var að afstaða sam­tak­anna væri skýr og afdrátt­ar­laus. „Ís­lensk fyr­ir­tæki eiga að fylgja lög­um, bæði heima og erlend­is, og almennt að við­hafa góða við­skipta- og stjórn­ar­hætti. Ásak­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu eru alvar­legar og það er verk­efni við­eig­andi stjórn­valda að rann­saka og taka afstöðu til þeirra.“

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að SFS hafi lagt áherslu á að vilja vera fyr­ir­mynd og í fremstu röð í heim­inum þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi. „Á Íslandi er fisk­veiði­stjórn­ar­kerfi sem er leið­andi á heims­vísu þegar litið er til sjálf­bærrar nýt­ingar á fiski­stofn­um, auk þess sem sam­vinna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja við íslensk iðn- og tækni­fyr­ir­tæki hefur aukið virði auð­lind­ar­innar umtals­vert. Sam­vinnan hefur getið af sér nýja auð­lind í formi hug­vits og þekk­ing­ar.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent