Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin

Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.

mussilla.jpg
Auglýsing

Íslenska tölvu­leikja­fyr­ir­tækið Mussila fékk í dag Nor­rænu fræðslu- og tækni­verð­launin (Ed­Tech) sem voru afhent í Helsinki í Finn­landi.

Mussila kennir börnum tón­list og nýtur alþjóð­legra vin­sælda hjá börn­um, for­eldrum og kenn­ur­um. „Börnin læra í gegnum leik að þekkja fjölda hljóð­færa, lesa nótur og spila lög. Smá­forritið fylgir mark­vissri náms­á­ætlun og geta for­eldrar fylgst með árangri barn­anna jafnt og þétt,“ segir í til­kynn­ing­u. 

Leik­ur­inn var fyrst gef­inn út fyrir tveimur árum og hef­ur ­vaxið og ­tekið miklum breyt­ingum frá þeim tíma. 

Auglýsing

Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dóttir fram­kvæmda­stjóri Mussila kynnti stefnu og sýn Mussila. Fyr­ir­tæki frá Norð­ur­lönd­unum kynntu m.a. vél­menni sem kenna börnum tungu­mál, vett­vang fyrir kenn­ara til að fylgj­ast með árangri nem­anda og sýnd­ur­veru­leika­lausnir í kennslu, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir tveimur mán­uðum hlaut Mussila ­for­eldra­verð­laun­in í Banda­ríkj­unum sem besta app­ið ­fyrir börn og nú á dög­unum var Mussila einnig til­nefnt sem Global F­ina­list á Bett verð­laun­unum í London ­sem fer fram í London í jan­úar 2020. Alls eru sex starfs­menn starf­andi hjá Mussila og eru þau öll stödd í Helsinki, þar sem verð­launin voru afhent.

„Þessi verð­laun eru bara stór­kost­leg við­ur­kenn­ing fyrir okkur í Mussila. Við erum með hví­líkt ofurteymi sem hefur af miklum metn­aði unnið að Mussila Music School - til að gera hann að þeirri vöru sem hann er í dag. Tón­list­ar­nám er gríð­ar­lega mik­il­væg náms­grein sem hefur víð­tæka skírskotun og eflir í raun árangur barna í flestum öðrum fög­um. Með þessu erum við að leggja okkar af mörkum til að gera tón­list­ar­mám aðgengi­legt öllum börn­um,“ segir Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mussila. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent