Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin

Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.

mussilla.jpg
Auglýsing

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Mussila fékk í dag Norrænu fræðslu- og tækniverðlaunin (EdTech) sem voru afhent í Helsinki í Finnlandi.

Mussila kennir börnum tónlist og nýtur alþjóðlegra vinsælda hjá börnum, foreldrum og kennurum. „Börnin læra í gegnum leik að þekkja fjölda hljóðfæra, lesa nótur og spila lög. Smáforritið fylgir markvissri námsáætlun og geta foreldrar fylgst með árangri barnanna jafnt og þétt,“ segir í tilkynningu. 

Leikurinn var fyrst gefinn út fyrir tveimur árum og hefur vaxið og tekið miklum breytingum frá þeim tíma. 

Auglýsing

Margrét Júlíana Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Mussila kynnti stefnu og sýn Mussila. Fyrirtæki frá Norðurlöndunum kynntu m.a. vélmenni sem kenna börnum tungumál, vettvang fyrir kennara til að fylgjast með árangri nemanda og sýndurveruleikalausnir í kennslu, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir tveimur mánuðum hlaut Mussila foreldraverðlaunin í Bandaríkjunum sem besta appið fyrir börn og nú á dögunum var Mussila einnig tilnefnt sem Global Finalist á Bett verðlaununum í London sem fer fram í London í janúar 2020. Alls eru sex starfsmenn starfandi hjá Mussila og eru þau öll stödd í Helsinki, þar sem verðlaunin voru afhent.

„Þessi verðlaun eru bara stórkostleg viðurkenning fyrir okkur í Mussila. Við erum með hvílíkt ofurteymi sem hefur af miklum metnaði unnið að Mussila Music School - til að gera hann að þeirri vöru sem hann er í dag. Tónlistarnám er gríðarlega mikilvæg námsgrein sem hefur víðtæka skírskotun og eflir í raun árangur barna í flestum öðrum fögum. Með þessu erum við að leggja okkar af mörkum til að gera tónlistarmám aðgengilegt öllum börnum,“ segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mussila. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent