Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin

Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.

mussilla.jpg
Auglýsing

Íslenska tölvu­leikja­fyr­ir­tækið Mussila fékk í dag Nor­rænu fræðslu- og tækni­verð­launin (Ed­Tech) sem voru afhent í Helsinki í Finn­landi.

Mussila kennir börnum tón­list og nýtur alþjóð­legra vin­sælda hjá börn­um, for­eldrum og kenn­ur­um. „Börnin læra í gegnum leik að þekkja fjölda hljóð­færa, lesa nótur og spila lög. Smá­forritið fylgir mark­vissri náms­á­ætlun og geta for­eldrar fylgst með árangri barn­anna jafnt og þétt,“ segir í til­kynn­ing­u. 

Leik­ur­inn var fyrst gef­inn út fyrir tveimur árum og hef­ur ­vaxið og ­tekið miklum breyt­ingum frá þeim tíma. 

Auglýsing

Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dóttir fram­kvæmda­stjóri Mussila kynnti stefnu og sýn Mussila. Fyr­ir­tæki frá Norð­ur­lönd­unum kynntu m.a. vél­menni sem kenna börnum tungu­mál, vett­vang fyrir kenn­ara til að fylgj­ast með árangri nem­anda og sýnd­ur­veru­leika­lausnir í kennslu, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir tveimur mán­uðum hlaut Mussila ­for­eldra­verð­laun­in í Banda­ríkj­unum sem besta app­ið ­fyrir börn og nú á dög­unum var Mussila einnig til­nefnt sem Global F­ina­list á Bett verð­laun­unum í London ­sem fer fram í London í jan­úar 2020. Alls eru sex starfs­menn starf­andi hjá Mussila og eru þau öll stödd í Helsinki, þar sem verð­launin voru afhent.

„Þessi verð­laun eru bara stór­kost­leg við­ur­kenn­ing fyrir okkur í Mussila. Við erum með hví­líkt ofurteymi sem hefur af miklum metn­aði unnið að Mussila Music School - til að gera hann að þeirri vöru sem hann er í dag. Tón­list­ar­nám er gríð­ar­lega mik­il­væg náms­grein sem hefur víð­tæka skírskotun og eflir í raun árangur barna í flestum öðrum fög­um. Með þessu erum við að leggja okkar af mörkum til að gera tón­list­ar­mám aðgengi­legt öllum börn­um,“ segir Mar­grét Júl­í­ana Sig­urð­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mussila. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent