Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.

Zúistar á Íslandi
Auglýsing

Fjár­reiður trú­fé­lags­ins Zuism eru til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og rann­sóknin er vel á veg kom­in. Þetta kemur fram á Vísi.

Þar kemur enn fremur fram að minnst hafi verið á rann­sókn­ina í máli rík­is­lög­manns við aðal­með­ferð í máli Zuism gegn íslenska rík­inu sem fram fór í lið­inni viku. Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari stað­festi rann­sókn­ina við Vísi. 

Með­limum í Zuism fjölg­aði mikið á örfáum árum. Þeir voru tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­­aði að end­­­ur­greiða fólki þau sókn­­­ar­­­gjöld sem inn­­­heimt yrði vegna þeirra. 

Auglýsing
Í kjöl­farið tók við ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­­ráð í félags­­­­­skapn­­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­­­ar­­­nefndu. Lyk­il­menn í þeim hópi eru tveir bræð­ur, Einar og Ágúst Arnar Ágústs­syn­ir. Sá fyrr­nefndi hefur hlotið dóm vegna fjársvika.

Sagðir mála­mynda­fé­lags­skapur

Zuism, undir for­ystu Ágústs Arn­ars, hefur staðið í mála­rekstri við ríkið vegna sókn­ar­gjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá drátt­ar­vexti af 50 millj­óna sókn­ar­gjöldum sem var haldið eft­ir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóv­em­ber.

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að Zuism fái greidd sókn­ar­gjöld þar sem óvissa sé uppi um að Zuism upp­fylli skil­yrði laga um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. For­svars­menn Zuism hafa stefnt rík­inu vegna þessa. Í vik­unni fór fram aðal­með­ferð í einum anga þess máls þar sem rík­is­lög­maður sagði að félagið væri mála­mynda­fé­lags­skapur og að til­gangur þess væri að kom­ast yfir fjár­muni skatt­greið­enda. 

Félags­mönnum í Zuism hefur fækkað hratt á und­an­förnum árum, eftir að óvissa kom upp um hvort bræð­urnir ætl­uðu sér nokkru sinni að end­ur­greiða sókn­ar­gjöld­ið, eða halda þeim fyrir sig sjálfa. Í upp­hafi þessa árs voru þeir orðnir um 1.600 og hefur því fækkað um tæpan helm­ing frá árinu 2016.

Vildu fá lóð frá Reykja­vík fyrir hof

Á vef Zúista segir í frétt frá því í fyrra, þar sem greint var frá því að trú­fé­lagið hefði lagt fram umsókn um lóð í Reykja­vík sem því var síðar synjað um, sagði að einn helsti guð sé Enlil og sé hann guð lofts og jarð­­ar. Zigguratið muni heita í höfuð á hans helsta must­­eri sem hét Ekur. Þýð­ing á nafn­inu þýði fjalla­hof og sé eitt af helg­­ustu hofum Súm­era þar sem Ekur tákni miðja jarðar þar sem helg­i­­staður guð­anna og jörð mæt­ist. 

Sam­­kvæmt teikn­ingum átti bygg­ingin sem Zúistar vildu byggja að vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annarri hæð. Stór stigi átti að vera alla leið­ina frá jörðu upp að hof­inu. Hofið yrði helgasti staður Zúista og þar geti farið fram athafnir svo sem gift­ing­­ar, skírnir og til­biðj­an­ir. Einnig væri einn vin­­sæl­­asti við­­burður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem sé einnig elsta bjór­­upp­­­skrift í heimi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent