Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.

Zúistar á Íslandi
Auglýsing

Fjár­reiður trú­fé­lags­ins Zuism eru til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og rann­sóknin er vel á veg kom­in. Þetta kemur fram á Vísi.

Þar kemur enn fremur fram að minnst hafi verið á rann­sókn­ina í máli rík­is­lög­manns við aðal­með­ferð í máli Zuism gegn íslenska rík­inu sem fram fór í lið­inni viku. Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari stað­festi rann­sókn­ina við Vísi. 

Með­limum í Zuism fjölg­aði mikið á örfáum árum. Þeir voru tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­­aði að end­­­ur­greiða fólki þau sókn­­­ar­­­gjöld sem inn­­­heimt yrði vegna þeirra. 

Auglýsing
Í kjöl­farið tók við ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­­ráð í félags­­­­­skapn­­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­­­ar­­­nefndu. Lyk­il­menn í þeim hópi eru tveir bræð­ur, Einar og Ágúst Arnar Ágústs­syn­ir. Sá fyrr­nefndi hefur hlotið dóm vegna fjársvika.

Sagðir mála­mynda­fé­lags­skapur

Zuism, undir for­ystu Ágústs Arn­ars, hefur staðið í mála­rekstri við ríkið vegna sókn­ar­gjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá drátt­ar­vexti af 50 millj­óna sókn­ar­gjöldum sem var haldið eft­ir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóv­em­ber.

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að Zuism fái greidd sókn­ar­gjöld þar sem óvissa sé uppi um að Zuism upp­fylli skil­yrði laga um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. For­svars­menn Zuism hafa stefnt rík­inu vegna þessa. Í vik­unni fór fram aðal­með­ferð í einum anga þess máls þar sem rík­is­lög­maður sagði að félagið væri mála­mynda­fé­lags­skapur og að til­gangur þess væri að kom­ast yfir fjár­muni skatt­greið­enda. 

Félags­mönnum í Zuism hefur fækkað hratt á und­an­förnum árum, eftir að óvissa kom upp um hvort bræð­urnir ætl­uðu sér nokkru sinni að end­ur­greiða sókn­ar­gjöld­ið, eða halda þeim fyrir sig sjálfa. Í upp­hafi þessa árs voru þeir orðnir um 1.600 og hefur því fækkað um tæpan helm­ing frá árinu 2016.

Vildu fá lóð frá Reykja­vík fyrir hof

Á vef Zúista segir í frétt frá því í fyrra, þar sem greint var frá því að trú­fé­lagið hefði lagt fram umsókn um lóð í Reykja­vík sem því var síðar synjað um, sagði að einn helsti guð sé Enlil og sé hann guð lofts og jarð­­ar. Zigguratið muni heita í höfuð á hans helsta must­­eri sem hét Ekur. Þýð­ing á nafn­inu þýði fjalla­hof og sé eitt af helg­­ustu hofum Súm­era þar sem Ekur tákni miðja jarðar þar sem helg­i­­staður guð­anna og jörð mæt­ist. 

Sam­­kvæmt teikn­ingum átti bygg­ingin sem Zúistar vildu byggja að vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annarri hæð. Stór stigi átti að vera alla leið­ina frá jörðu upp að hof­inu. Hofið yrði helgasti staður Zúista og þar geti farið fram athafnir svo sem gift­ing­­ar, skírnir og til­biðj­an­ir. Einnig væri einn vin­­sæl­­asti við­­burður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem sé einnig elsta bjór­­upp­­­skrift í heimi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent