Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.

Zúistar á Íslandi
Auglýsing

Fjárreiður trúfélagsins Zuism eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og rannsóknin er vel á veg komin. Þetta kemur fram á Vísi.

Þar kemur enn fremur fram að minnst hafi verið á rannsóknina í máli ríkislögmanns við aðalmeðferð í máli Zuism gegn íslenska ríkinu sem fram fór í liðinni viku. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti rannsóknina við Vísi. 

Meðlimum í Zuism fjölgaði mikið á örfáum árum. Þeir voru tveir árið 2014 en fjöldi þeirra rauk upp í rúm­­lega þrjú þús­und í byrjun árs 2016, eftir að hópur manna taldi sig hafa tekið yfir félagið og ætl­­aði að end­­ur­greiða fólki þau sókn­­ar­­gjöld sem inn­­heimt yrði vegna þeirra. 

Auglýsing
Í kjölfarið tók við ára­löng bar­átta milli þess hóps og þeirra aðila sem áður höfðu farið með yfir­­ráð í félags­­­skapn­­um. Sú bar­átta end­aði með sigri hinna síð­­­ar­­nefndu. Lykilmenn í þeim hópi eru tveir bræður, Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir. Sá fyrrnefndi hefur hlotið dóm vegna fjársvika.

Sagðir málamyndafélagsskapur

Zuism, undir forystu Ágústs Arnars, hefur staðið í málarekstri við ríkið vegna sóknargjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóvember síðastliðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá dráttarvexti af 50 milljóna sóknargjöldum sem var haldið eftir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóvember.

Íslenska ríkið hefur reynt að koma í veg fyrir að Zuism fái greidd sóknargjöld þar sem óvissa sé uppi um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Forsvarsmenn Zuism hafa stefnt ríkinu vegna þessa. Í vikunni fór fram aðalmeðferð í einum anga þess máls þar sem ríkislögmaður sagði að félagið væri málamyndafélagsskapur og að tilgangur þess væri að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. 

Félagsmönnum í Zuism hefur fækkað hratt á undanförnum árum, eftir að óvissa kom upp um hvort bræðurnir ætluðu sér nokkru sinni að endurgreiða sóknargjöldið, eða halda þeim fyrir sig sjálfa. Í upphafi þessa árs voru þeir orðnir um 1.600 og hefur því fækkað um tæpan helming frá árinu 2016.

Vildu fá lóð frá Reykjavík fyrir hof

Á vef Zúista segir í frétt frá því í fyrra, þar sem greint var frá því að trúfélagið hefði lagt fram umsókn um lóð í Reykjavík sem því var síðar synjað um, sagði að einn helsti guð sé Enlil og sé hann guð lofts og jarð­ar. Zigguratið muni heita í höfuð á hans helsta must­eri sem hét Ekur. Þýð­ing á nafn­inu þýði fjallahof og sé eitt af helg­ustu hofum Súmera þar sem Ekur tákni miðja jarðar þar sem helgi­staður guð­anna og jörð mæt­ist. 

Sam­kvæmt teikn­ingum átti bygg­ingin sem Zúistar vildu byggja að vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annarri hæð. Stór stigi átti að vera alla leið­ina frá jörðu upp að hof­inu. Hofið yrði helgasti staður Zúista og þar geti farið fram athafnir svo sem gift­ing­ar, skírnir og tilbiðjanir. Einnig væri einn vin­sæl­asti við­burður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem sé einnig elsta bjór­upp­skrift í heimi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent