Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor

Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.

Viðar Þorkelsson
Auglýsing

Valitor hefur breytt skipu­riti félags­ins og ein­faldað það þannig að fækkað er í stjórn­enda­teymi félags­ins úr tíu í fjóra. Þetta stað­festir Viðar Þor­kels­son, for­stjóri Valitor, en Kjarn­inn beindi til hans fyr­ir­spurn varð­andi fækkun í stjórn­enda­teymi félags­ins.

Viðar segir fjóra aðila hafa látið af störf­um hjá félag­inu á síð­ustu vik­um.

Í nýrri fram­kvæmda­stjórn Valitor sitja Robert Gray, Christine Bai­ley, Birkir Jóhanns­son og Viðar Þor­kels­son. 

Auglýsing

„Þessar breyt­ingar eru fram­kvæmdar sam­hliða áfram­hald­andi sölu­ferli félags­ins. Sem fyrr er lögð áhersla á að veita við­skipta­vinum Valitor á Íslandi úrvals­þjón­ustu sem og við­skipta­vinum á alþjóð­legum mark­að­i,“ segir Við­ar. 

Valitor Hold­ing, sem er dótt­­ur­­fé­lag Arion banka, er nú metið þá 11,7 millj­­arða króna í bókum bank­ans. Það er 4,1 millj­­arði króna lægri verð­miði en var á fyr­ir­tæk­inu um síð­­­ustu ára­­mót. Þetta kom fram í upp­­­gjöri Arion banka fyrir þriðja árs­fjórð­ung árs­ins 2019 sem var birt í lok októ­ber.

Tekjur Valitor hafa dreg­ist saman um 1.240 millj­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 þegar miðað er við sama tíma­bil í fyrra, og voru tæp­­lega 3,6 millj­­arðar króna. Það er sam­­dráttur í tekjum um rúman fjórð­ung á einu ári. Munar þar mestu um að þjón­ust­u­­tekjur dróg­ust saman um 1,2 millj­­arða króna. 

Á sama tíma hefur rekstr­­ar­­kostn­aður auk­ist úr 5,9 millj­­örðum króna í tæp­­lega 7,8 millj­­arða króna, eða um 31 pró­­sent. 

Tap Valitor á þessu ári kemur í fram­haldi af 1,9 millj­­arða króna tapi í fyrra. Sam­an­lagt tap fyr­ir­tæk­is­ins frá byrjun árs 2018 nemur því sex millj­­örðum króna. Árið 2017 skil­aði Valitor 940 milljón króna hagn­að­i. 

Bene­dikt Gísla­­son, banka­­stjóri Arion banka, sagði í til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands, þegar upp­gjör þriðja árs­fjórð­ungs var birt, þar sem fjallað er um umtals­verðar nið­­ur­­færslur á virði eigna sem eru til sölu, að í til­­­felli Valitor sé ástæðan vegna fjár­­­fest­ingar í alþjóð­­legri starf­­semi og „gjald­­færsla kostn­aðar vegna skipu­lags­breyt­inga.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent