Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins

Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.

fréttablaðið og dv
Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er unnið að því að sam­eina Frjálsa fjöl­miðl­um, útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, og Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla. Lík­legt er talið að til­kynnt verði um nið­ur­stöðu þeirra þreif­inga á morg­un, föstu­dag. Ef af verður mun sam­einað fyr­ir­tæki verða afar stór leik­andi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og sá eini sem mun miðla efni í gegnum sjón­varp, prent- og net­miðla. 

Helgi Magn­ús­­­son fjár­­­­­fest­ir keypti í sumar helm­ing­inn í útgáfu­­­fé­lagi Frétta­­­blaðs­ins. Hann bætti síðan við sig hinum helm­ingnum í októ­ber­mán­uð. 

Sam­hliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­­­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­­­son, fyrr­ver­andi banka­­­stjóri VBS fjár­­­­­fest­inga­­­banka og lög­­­­­mað­­­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­­­son, sem hefur aðal­­­­­lega starfað við almanna­­­tengsl og ráð­­­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­­­­­ar. 

Auglýsing
Auk þess var greint frá því að sjón­­­varps­­­stöðin Hring­braut yrði sam­einuð Frétta­­­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, við­­­skipta­­­fé­lagi Helga sem átti meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þór­s­­­syni og Guð­­­mundi Erni Jóhanns­­­syni, stofn­anda Hring­braut­­­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði sam­run­ann í lok októ­ber þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, ann­ars myndi fjöl­mið­ill­inn ekki geta starfað áfram. Í kjöl­farið var starf­semi Hring­brautar flutt í höf­uð­­stöðvar Frétta­­blaðs­ins á Hafn­­ar­­torg­i. 

Fjár­magnað af huldu­manni

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­­­mað­­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­ónum króna. Á síð­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­sam­­stæðan því 283,6 millj­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­stæðan 610,2 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs. Þar af voru lang­­tíma­skuldir 506,7 millj­­ónir króna og voru að nán­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­­­magnar Dals­­dal í árs­­reikn­ingn­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent