Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins

Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.

fréttablaðið og dv
Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er unnið að því að sam­eina Frjálsa fjöl­miðl­um, útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, og Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla. Lík­legt er talið að til­kynnt verði um nið­ur­stöðu þeirra þreif­inga á morg­un, föstu­dag. Ef af verður mun sam­einað fyr­ir­tæki verða afar stór leik­andi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og sá eini sem mun miðla efni í gegnum sjón­varp, prent- og net­miðla. 

Helgi Magn­ús­­­son fjár­­­­­fest­ir keypti í sumar helm­ing­inn í útgáfu­­­fé­lagi Frétta­­­blaðs­ins. Hann bætti síðan við sig hinum helm­ingnum í októ­ber­mán­uð. 

Sam­hliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­­­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­­­son, fyrr­ver­andi banka­­­stjóri VBS fjár­­­­­fest­inga­­­banka og lög­­­­­mað­­­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­­­son, sem hefur aðal­­­­­lega starfað við almanna­­­tengsl og ráð­­­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­­­­­ar. 

Auglýsing
Auk þess var greint frá því að sjón­­­varps­­­stöðin Hring­braut yrði sam­einuð Frétta­­­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, við­­­skipta­­­fé­lagi Helga sem átti meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þór­s­­­syni og Guð­­­mundi Erni Jóhanns­­­syni, stofn­anda Hring­braut­­­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði sam­run­ann í lok októ­ber þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, ann­ars myndi fjöl­mið­ill­inn ekki geta starfað áfram. Í kjöl­farið var starf­semi Hring­brautar flutt í höf­uð­­stöðvar Frétta­­blaðs­ins á Hafn­­ar­­torg­i. 

Fjár­magnað af huldu­manni

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­­­mað­­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­ónum króna. Á síð­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­sam­­stæðan því 283,6 millj­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­stæðan 610,2 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs. Þar af voru lang­­tíma­skuldir 506,7 millj­­ónir króna og voru að nán­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­­­magnar Dals­­dal í árs­­reikn­ingn­­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent