Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins

Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.

fréttablaðið og dv
Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er unnið að því að sam­eina Frjálsa fjöl­miðl­um, útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, og Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla. Lík­legt er talið að til­kynnt verði um nið­ur­stöðu þeirra þreif­inga á morg­un, föstu­dag. Ef af verður mun sam­einað fyr­ir­tæki verða afar stór leik­andi á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og sá eini sem mun miðla efni í gegnum sjón­varp, prent- og net­miðla. 

Helgi Magn­ús­­­son fjár­­­­­fest­ir keypti í sumar helm­ing­inn í útgáfu­­­fé­lagi Frétta­­­blaðs­ins. Hann bætti síðan við sig hinum helm­ingnum í októ­ber­mán­uð. 

Sam­hliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­­­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­­­son, fyrr­ver­andi banka­­­stjóri VBS fjár­­­­­fest­inga­­­banka og lög­­­­­mað­­­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­­­son, sem hefur aðal­­­­­lega starfað við almanna­­­tengsl og ráð­­­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­­­­­ar. 

Auglýsing
Auk þess var greint frá því að sjón­­­varps­­­stöðin Hring­braut yrði sam­einuð Frétta­­­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, við­­­skipta­­­fé­lagi Helga sem átti meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þór­s­­­syni og Guð­­­mundi Erni Jóhanns­­­syni, stofn­anda Hring­braut­­­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði sam­run­ann í lok októ­ber þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, ann­ars myndi fjöl­mið­ill­inn ekki geta starfað áfram. Í kjöl­farið var starf­semi Hring­brautar flutt í höf­uð­­stöðvar Frétta­­blaðs­ins á Hafn­­ar­­torg­i. 

Fjár­magnað af huldu­manni

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­­­mað­­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­ónum króna. Á síð­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­sam­­stæðan því 283,6 millj­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­stæðan 610,2 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs. Þar af voru lang­­tíma­skuldir 506,7 millj­­ónir króna og voru að nán­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­­­magnar Dals­­dal í árs­­reikn­ingn­­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent