Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins

Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.

fréttablaðið og dv
Auglýsing

Samkvæmt heimildum Kjarnans er unnið að því að sameina Frjálsa fjölmiðlum, útgáfufélag DV og tengdra miðla, og Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins og tengdra miðla. Líklegt er talið að tilkynnt verði um niðurstöðu þeirra þreifinga á morgun, föstudag. Ef af verður mun sameinað fyrirtæki verða afar stór leikandi á íslenskum fjölmiðlamarkaði og sá eini sem mun miðla efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla. 

Helgi Magn­ús­­son fjár­­­fest­ir keypti í sumar helm­ing­inn í útgáfu­­fé­lagi Frétta­­blaðs­ins. Hann bætti síðan við sig hinum helm­ingnum í októbermánuð. 

Samhliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem öðrum rit­­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri VBS fjár­­­fest­inga­­banka og lög­­­mað­­ur, tók við hennar stöðu. Hinn rit­­stjóri Frétta­­blaðs­ins er Davíð Stef­áns­­son, sem hefur aðal­­­lega starfað við almanna­­tengsl og ráð­­gjöf áður, sem var ráð­inn í sum­­­ar. 

Auglýsing
Auk þess var greint frá því að sjón­­varps­­stöðin Hring­braut yrði sam­einuð Frétta­­blað­inu og í kjöl­far þess sam­runa verði Sig­­urður Arn­gríms­­son, við­­skipta­­fé­lagi Helga sem átti meg­in­þorra hluta­fjár í Hring­braut, hlut­hafi í sam­ein­uðu félagi ásamt Jóni Þór­s­­syni og Guð­­mundi Erni Jóhanns­­syni, stofn­anda Hring­braut­­ar. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann í lok október þar sem Hring­braut þurfti á auknum fjár­munum að halda til að styrkja rekstur sinn, annars myndi fjölmiðillinn ekki geta starfað áfram. Í kjölfarið var starfsemi Hringbrautar flutt í höf­uð­stöðvar Frétta­blaðs­ins á Hafn­ar­torgi. 

Fjármagnað af huldumanni

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­sam­­­­stæð­unn­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Doktor.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­ónum króna. Á síð­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­sam­stæðan því 283,6 millj­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­stæðan 610,2 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Þar af voru lang­tíma­skuldir 506,7 millj­ónir króna og voru að nán­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­magnar Dals­dal í árs­reikn­ingn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent