Varðmaður verðstöðugleika

Paul Volcker var til umfjöllunar í síðustu útgáfu Vísbendingar. Hann var þekktur fyrir barattúna við verðbólgudrauginn, og djúpstæð áhrif innan hagfræðinnar.

volckerinn.jpg
Auglýsing

Paul Volcker hafði djúp­stæð áhrif á hag­fræði og var þekktur fyrir bar­átt­una við verð­bólgu­draug­inn. Hann lést 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn, 92 ára að aldri.

Ásgeir Brynjar Torfa­son, doktor í hag­fræði, skríf­aði ítar­lega greina um Volcker sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, þar sem fjallað var um fram­lag hans til hag­fræði og einnig erfið úrlausn­ar­efni í hag­stjórn þar sem hann hafði mikil áhrif í Banda­ríkj­un­um.

Ásgeir Brynjar Torfason, phd.„Traust og áreið­an­leika tekur langan tíma að ávinna sér, en það gerði Paul Volcker (1927-2019) sann­ar­lega. Verður hann lengi tal­inn einn af mik­il­væg­ustu seðla­banka­stjórum í sögu Banda­ríkj­anna og mik­ill áhrifa­valdur í upp­bygg­ingu alþjóð­lega fjár­mála­kerf­is­ins. Frægastur varð hann fyrir bar­áttu sína gegn verð­bólg­unni stuttu eftir að hann tók sæti seðla­banka­stjóra árið 1979. Einnig tók hann þátt í því að taka Banda­ríkja­dal af gull­fæti árið 1971. Við það gjör­breytt­ist fjár­mála­kerfi heims­ins og sú stofna­na­upp­bygg­ing sem kennd er við Bretton Woods eftir stríð koll­steypt­ist. Eftir að Reagan tók til við að sleppa taumnum lausum á fjár­mála­kerf­inu og Volcker var hættur í opin­berri þjón­ustu þá sinnti hann meðal ann­ars störfum við að end­ur­heimta tæp­lega tvö­hund­ruð millj­arða króna af sviss­neskum bönkum til fórn­ar­lamba útrým­ing­ar­búða nas­ista. Volcker kom einnig á fót stofnun fyrir bættan opin­beran rekstur og góða menntun emb­ætt­is­manna (Volcker Alli­ance) auk þess sem hann styrkti stofnun hug­veitu um nýsköpun í hag­fræði­legri hugsun (Institute for New Economic Think­ing). 

Auglýsing

Þó varð einn mik­il­væg­asti hluti arf­leifðar hans til við end­ur­komu hans inn á svið stjórn­mála­legrar hag­fræði (e. polit­ical economy) í kringum fjár­málakrís­una miklu fyrir rúmum ára­tug. Þá varð hann strax við upp­haf krís­unnar ráð­gjafi Obama eftir kosn­ing­arn­ar. Á end­anum fékk Volcker reglu nefnda eftir sér sem varð hluti hinnar svoköll­uðum Dodd-Frank lög­gjafar frá 2010 og setti fjár­mála­kerf­inu skorður í ljósi krís­unn­ar. Volcker-reglan bann­aði eigin við­skipti banka­stofn­ana sem varð­veittu inn­stæður almenn­ings. Reglan var á vissan hátt veik­ari útgáfa af reglu úr Glass-­Steagall lög­gjöf­inni frá 1933 sem sett var eftir krepp­una miklu. Sú lög­gjöf hafði verið tekin úr gildi þegar fjár­mála­öfl­unum var gef­inn full laus taum­ur­inn rétt fyrir alda­mót­in. Frá því að Volcker reglan var sett hefur inn­leið­ing­unni verið frestað, hún milduð og að lokum var reglan nán­ast felld úr gildi í fyrra, af núver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, vegna þrýst­ings frá fjár­mála­öfl­un­um.

Hinn hug­mynda­fræði­legi arfur sem Volcker skilur eftir sig brýnir emb­ætt­is­menn til að gera hið rétta, treysta ekki stjórn­lausum fjár­mála­mörk­uðum og að hafa hug­rekki, segir Martin Wolf aðal­hag­fræð­ingur Fin­ancial Times í grein eftir and­lát Volckers þann 8. des­em­ber 2019. Í rit­dómi um sjálfsævi­sögu hans kall­aði Wolf Volcker merkasta mann sem hann hafi þekkt, og sem hafi til að bera styrk hinna róm­versku dygða (virtus, e. virtu­e): sið­ferð­is­þrek, heil­indi og þjón­ustu við land sitt, sem byggði á skarp­skyggni, dóm­greind og skyn­sem­i,“ segir meðal ann­ars í grein Ásgeirs Brynjar­s. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent