Varðmaður verðstöðugleika

Paul Volcker var til umfjöllunar í síðustu útgáfu Vísbendingar. Hann var þekktur fyrir barattúna við verðbólgudrauginn, og djúpstæð áhrif innan hagfræðinnar.

volckerinn.jpg
Auglýsing

Paul Volcker hafði djúp­stæð áhrif á hag­fræði og var þekktur fyrir bar­átt­una við verð­bólgu­draug­inn. Hann lést 8. des­em­ber síð­ast­lið­inn, 92 ára að aldri.

Ásgeir Brynjar Torfa­son, doktor í hag­fræði, skríf­aði ítar­lega greina um Volcker sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar, þar sem fjallað var um fram­lag hans til hag­fræði og einnig erfið úrlausn­ar­efni í hag­stjórn þar sem hann hafði mikil áhrif í Banda­ríkj­un­um.

Ásgeir Brynjar Torfason, phd.„Traust og áreið­an­leika tekur langan tíma að ávinna sér, en það gerði Paul Volcker (1927-2019) sann­ar­lega. Verður hann lengi tal­inn einn af mik­il­væg­ustu seðla­banka­stjórum í sögu Banda­ríkj­anna og mik­ill áhrifa­valdur í upp­bygg­ingu alþjóð­lega fjár­mála­kerf­is­ins. Frægastur varð hann fyrir bar­áttu sína gegn verð­bólg­unni stuttu eftir að hann tók sæti seðla­banka­stjóra árið 1979. Einnig tók hann þátt í því að taka Banda­ríkja­dal af gull­fæti árið 1971. Við það gjör­breytt­ist fjár­mála­kerfi heims­ins og sú stofna­na­upp­bygg­ing sem kennd er við Bretton Woods eftir stríð koll­steypt­ist. Eftir að Reagan tók til við að sleppa taumnum lausum á fjár­mála­kerf­inu og Volcker var hættur í opin­berri þjón­ustu þá sinnti hann meðal ann­ars störfum við að end­ur­heimta tæp­lega tvö­hund­ruð millj­arða króna af sviss­neskum bönkum til fórn­ar­lamba útrým­ing­ar­búða nas­ista. Volcker kom einnig á fót stofnun fyrir bættan opin­beran rekstur og góða menntun emb­ætt­is­manna (Volcker Alli­ance) auk þess sem hann styrkti stofnun hug­veitu um nýsköpun í hag­fræði­legri hugsun (Institute for New Economic Think­ing). 

Auglýsing

Þó varð einn mik­il­væg­asti hluti arf­leifðar hans til við end­ur­komu hans inn á svið stjórn­mála­legrar hag­fræði (e. polit­ical economy) í kringum fjár­málakrís­una miklu fyrir rúmum ára­tug. Þá varð hann strax við upp­haf krís­unnar ráð­gjafi Obama eftir kosn­ing­arn­ar. Á end­anum fékk Volcker reglu nefnda eftir sér sem varð hluti hinnar svoköll­uðum Dodd-Frank lög­gjafar frá 2010 og setti fjár­mála­kerf­inu skorður í ljósi krís­unn­ar. Volcker-reglan bann­aði eigin við­skipti banka­stofn­ana sem varð­veittu inn­stæður almenn­ings. Reglan var á vissan hátt veik­ari útgáfa af reglu úr Glass-­Steagall lög­gjöf­inni frá 1933 sem sett var eftir krepp­una miklu. Sú lög­gjöf hafði verið tekin úr gildi þegar fjár­mála­öfl­unum var gef­inn full laus taum­ur­inn rétt fyrir alda­mót­in. Frá því að Volcker reglan var sett hefur inn­leið­ing­unni verið frestað, hún milduð og að lokum var reglan nán­ast felld úr gildi í fyrra, af núver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, vegna þrýst­ings frá fjár­mála­öfl­un­um.

Hinn hug­mynda­fræði­legi arfur sem Volcker skilur eftir sig brýnir emb­ætt­is­menn til að gera hið rétta, treysta ekki stjórn­lausum fjár­mála­mörk­uðum og að hafa hug­rekki, segir Martin Wolf aðal­hag­fræð­ingur Fin­ancial Times í grein eftir and­lát Volckers þann 8. des­em­ber 2019. Í rit­dómi um sjálfsævi­sögu hans kall­aði Wolf Volcker merkasta mann sem hann hafi þekkt, og sem hafi til að bera styrk hinna róm­versku dygða (virtus, e. virtu­e): sið­ferð­is­þrek, heil­indi og þjón­ustu við land sitt, sem byggði á skarp­skyggni, dóm­greind og skyn­sem­i,“ segir meðal ann­ars í grein Ásgeirs Brynjar­s. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent