Skessuhorn styður fjölmiðlafrumvarpið

Ritstjóri Skessuhorns segir að frumvarp um stuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla sé einfaldlega lífsspursmál fyrir staðbundna miðla og héraðsfréttamiðla.

Skessuhorn
Auglýsing

Rit­stjóri Skessu­horns segir að frum­varp um stuðn­ing hins opin­bera við einka­rekna fjöl­miðla sé ein­fald­lega lífs­spurs­mál fyrir stað­bundna miðla og hér­aðs­frétta­miðla. 

Magnús Magn­ús­son, rit­stjóri Skessu­horns- Frétta­veitu Vest­ur­lands, lýsir yfir ánægðu með að frum­varp um opin­beran stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla sé komið fram í umsögn sem hann hefur skilað til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. 

Hann segir þar að fram­lagn­ing frum­varps­ins hafi dreg­ist úr hömlu miðað við það sem sagt var þegar frum­varps­drögin voru kynnt í upp­hafi árs 2019. „Ég lít svo á að frum­varp þetta og áhrif þess hafi afger­andi áhrif á fram­tíð all­flestra fjöl­miðla sem falla undir skil­grein­ingu þess. Hér er því um risa­stórt mál að ræða fyrir íslenska fjöl­miðla sem staðið hafa í mik­illi varn­ar­bar­áttu und­an­farin ár, einkum vegna ytri breyt­inga.“

Varð­andi stað­bundna fjöl­miðla og hér­aðs­frétta­miðla eins og Skessu­horn segir Magnús að þá sé frum­varpið ein­fald­lega lífs­spurs­mál. „Loks sýn­ist mér að Rík­is­sjóður muni ekki verða fyrir beinum útgjöldum vegna frum­varps­ins, því ef til þess kæmi ekki, munu fjöl­miðlar tapa töl­unni með til­heyr­andi tekju­missi fyrir Rík­is­sjóð. Ég fagna því frum­varp­inu eins og það hefur verið kynnt.“

Mælt var fyrir frum­varp­inu 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í því felst að að end­ur­greiddur verður 18 pró­sent af kostn­aði vegna rit­stjórnar upp að 50 millj­ónum króna, en upp­haf­lega hafði staðið til að hún yrði 25 pró­sent af kostn­aði. Ástæða þess að hlut­fallið var lækkað var and­staðan hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins við mál­ið. Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi sem nemur allt að fjórum pró­­sentum af þeim hluta af launum launa­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofns. Kostn­að­ur­inn við frum­varpið var tak­mark­aður við þær 400 millj­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­flokks­ins á fjár­lög­um, sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2019. 

Auglýsing
Á sama tíma lögðu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fram eigið frum­varp um hvernig stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla ætti að vera. Sam­kvæmt því yrði hann allur í gegnum afnám trygg­ing­ar­gjalds á fjöl­miðla. Engin kostn­að­ar­grein­ing fylgir frum­varp­inu en við­mæl­endur Kjarn­ans telja að það myndi kosta umtals­vert meira en frum­varp Lilju og að þeir pen­ingar myndu að nán­ast öllu leyti enda hjá þremur stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins: Torgi, Árvakri og Sýn. 

Frum­varp Lilju er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem hefur kallað eftir umsögnum fyrir 10. jan­úar næst­kom­andi.

Auk Skessu­horns hefur Guðni Gísla­son, útgef­andi og rit­stjóri Fjarð­ar­frétta, skilað umsögn, en síð­asta tölu­blað af prent­uðu blaði Fjarð­ar­frétta kom út 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Ástæðan þess var, sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn­inni, erfitt  rekstr­ar­um­hverfi, áhuga­leysi bæj­ar­yf­ir­valda að nýta blaðið sem aug­lýs­inga­miðil og mis­munun á milli blaða. „Auk þess er sveit­ar­fé­lagið í síauknum mæli í raun að reka eigin fjöl­miðil sem gerir frjálsa blaða­mennsku erf­ið­ar­i.“

Guðni gerði athuga­semd við þá kröfu sem sett er fram í frum­varp­inu að til þess að fá stuðn­ing þurfi að gefa út 48 tölu­blöð og að það væri óljóst hvort að krafa um að einn starfs­maður væri á stað­bundnum miðli fæli í sér að við­kom­andi sinnti ein­ungis frétta­skrif­um, en ekki öðrum störfum lík­a. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent