Skessuhorn styður fjölmiðlafrumvarpið

Ritstjóri Skessuhorns segir að frumvarp um stuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla sé einfaldlega lífsspursmál fyrir staðbundna miðla og héraðsfréttamiðla.

Skessuhorn
Auglýsing

Rit­stjóri Skessu­horns segir að frum­varp um stuðn­ing hins opin­bera við einka­rekna fjöl­miðla sé ein­fald­lega lífs­spurs­mál fyrir stað­bundna miðla og hér­aðs­frétta­miðla. 

Magnús Magn­ús­son, rit­stjóri Skessu­horns- Frétta­veitu Vest­ur­lands, lýsir yfir ánægðu með að frum­varp um opin­beran stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla sé komið fram í umsögn sem hann hefur skilað til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. 

Hann segir þar að fram­lagn­ing frum­varps­ins hafi dreg­ist úr hömlu miðað við það sem sagt var þegar frum­varps­drögin voru kynnt í upp­hafi árs 2019. „Ég lít svo á að frum­varp þetta og áhrif þess hafi afger­andi áhrif á fram­tíð all­flestra fjöl­miðla sem falla undir skil­grein­ingu þess. Hér er því um risa­stórt mál að ræða fyrir íslenska fjöl­miðla sem staðið hafa í mik­illi varn­ar­bar­áttu und­an­farin ár, einkum vegna ytri breyt­inga.“

Varð­andi stað­bundna fjöl­miðla og hér­aðs­frétta­miðla eins og Skessu­horn segir Magnús að þá sé frum­varpið ein­fald­lega lífs­spurs­mál. „Loks sýn­ist mér að Rík­is­sjóður muni ekki verða fyrir beinum útgjöldum vegna frum­varps­ins, því ef til þess kæmi ekki, munu fjöl­miðlar tapa töl­unni með til­heyr­andi tekju­missi fyrir Rík­is­sjóð. Ég fagna því frum­varp­inu eins og það hefur verið kynnt.“

Mælt var fyrir frum­varp­inu 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í því felst að að end­ur­greiddur verður 18 pró­sent af kostn­aði vegna rit­stjórnar upp að 50 millj­ónum króna, en upp­haf­lega hafði staðið til að hún yrði 25 pró­sent af kostn­aði. Ástæða þess að hlut­fallið var lækkað var and­staðan hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins við mál­ið. Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi sem nemur allt að fjórum pró­­sentum af þeim hluta af launum launa­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofns. Kostn­að­ur­inn við frum­varpið var tak­mark­aður við þær 400 millj­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­flokks­ins á fjár­lög­um, sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2019. 

Auglýsing
Á sama tíma lögðu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fram eigið frum­varp um hvernig stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla ætti að vera. Sam­kvæmt því yrði hann allur í gegnum afnám trygg­ing­ar­gjalds á fjöl­miðla. Engin kostn­að­ar­grein­ing fylgir frum­varp­inu en við­mæl­endur Kjarn­ans telja að það myndi kosta umtals­vert meira en frum­varp Lilju og að þeir pen­ingar myndu að nán­ast öllu leyti enda hjá þremur stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins: Torgi, Árvakri og Sýn. 

Frum­varp Lilju er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem hefur kallað eftir umsögnum fyrir 10. jan­úar næst­kom­andi.

Auk Skessu­horns hefur Guðni Gísla­son, útgef­andi og rit­stjóri Fjarð­ar­frétta, skilað umsögn, en síð­asta tölu­blað af prent­uðu blaði Fjarð­ar­frétta kom út 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Ástæðan þess var, sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn­inni, erfitt  rekstr­ar­um­hverfi, áhuga­leysi bæj­ar­yf­ir­valda að nýta blaðið sem aug­lýs­inga­miðil og mis­munun á milli blaða. „Auk þess er sveit­ar­fé­lagið í síauknum mæli í raun að reka eigin fjöl­miðil sem gerir frjálsa blaða­mennsku erf­ið­ar­i.“

Guðni gerði athuga­semd við þá kröfu sem sett er fram í frum­varp­inu að til þess að fá stuðn­ing þurfi að gefa út 48 tölu­blöð og að það væri óljóst hvort að krafa um að einn starfs­maður væri á stað­bundnum miðli fæli í sér að við­kom­andi sinnti ein­ungis frétta­skrif­um, en ekki öðrum störfum lík­a. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent