Skessuhorn styður fjölmiðlafrumvarpið

Ritstjóri Skessuhorns segir að frumvarp um stuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla sé einfaldlega lífsspursmál fyrir staðbundna miðla og héraðsfréttamiðla.

Skessuhorn
Auglýsing

Rit­stjóri Skessu­horns segir að frum­varp um stuðn­ing hins opin­bera við einka­rekna fjöl­miðla sé ein­fald­lega lífs­spurs­mál fyrir stað­bundna miðla og hér­aðs­frétta­miðla. 

Magnús Magn­ús­son, rit­stjóri Skessu­horns- Frétta­veitu Vest­ur­lands, lýsir yfir ánægðu með að frum­varp um opin­beran stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla sé komið fram í umsögn sem hann hefur skilað til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. 

Hann segir þar að fram­lagn­ing frum­varps­ins hafi dreg­ist úr hömlu miðað við það sem sagt var þegar frum­varps­drögin voru kynnt í upp­hafi árs 2019. „Ég lít svo á að frum­varp þetta og áhrif þess hafi afger­andi áhrif á fram­tíð all­flestra fjöl­miðla sem falla undir skil­grein­ingu þess. Hér er því um risa­stórt mál að ræða fyrir íslenska fjöl­miðla sem staðið hafa í mik­illi varn­ar­bar­áttu und­an­farin ár, einkum vegna ytri breyt­inga.“

Varð­andi stað­bundna fjöl­miðla og hér­aðs­frétta­miðla eins og Skessu­horn segir Magnús að þá sé frum­varpið ein­fald­lega lífs­spurs­mál. „Loks sýn­ist mér að Rík­is­sjóður muni ekki verða fyrir beinum útgjöldum vegna frum­varps­ins, því ef til þess kæmi ekki, munu fjöl­miðlar tapa töl­unni með til­heyr­andi tekju­missi fyrir Rík­is­sjóð. Ég fagna því frum­varp­inu eins og það hefur verið kynnt.“

Mælt var fyrir frum­varp­inu 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í því felst að að end­ur­greiddur verður 18 pró­sent af kostn­aði vegna rit­stjórnar upp að 50 millj­ónum króna, en upp­haf­lega hafði staðið til að hún yrði 25 pró­sent af kostn­aði. Ástæða þess að hlut­fallið var lækkað var and­staðan hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins við mál­ið. Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi sem nemur allt að fjórum pró­­sentum af þeim hluta af launum launa­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­­þrep tekju­skatts­­stofns. Kostn­að­ur­inn við frum­varpið var tak­mark­aður við þær 400 millj­ónir króna sem þegar hefur verið tryggðar til mála­flokks­ins á fjár­lög­um, sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2019. 

Auglýsing
Á sama tíma lögðu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fram eigið frum­varp um hvernig stuðn­ingur við einka­rekna fjöl­miðla ætti að vera. Sam­kvæmt því yrði hann allur í gegnum afnám trygg­ing­ar­gjalds á fjöl­miðla. Engin kostn­að­ar­grein­ing fylgir frum­varp­inu en við­mæl­endur Kjarn­ans telja að það myndi kosta umtals­vert meira en frum­varp Lilju og að þeir pen­ingar myndu að nán­ast öllu leyti enda hjá þremur stærstu fjöl­miðla­sam­steypum lands­ins: Torgi, Árvakri og Sýn. 

Frum­varp Lilju er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd sem hefur kallað eftir umsögnum fyrir 10. jan­úar næst­kom­andi.

Auk Skessu­horns hefur Guðni Gísla­son, útgef­andi og rit­stjóri Fjarð­ar­frétta, skilað umsögn, en síð­asta tölu­blað af prent­uðu blaði Fjarð­ar­frétta kom út 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Ástæðan þess var, sam­kvæmt því sem fram kemur í umsögn­inni, erfitt  rekstr­ar­um­hverfi, áhuga­leysi bæj­ar­yf­ir­valda að nýta blaðið sem aug­lýs­inga­miðil og mis­munun á milli blaða. „Auk þess er sveit­ar­fé­lagið í síauknum mæli í raun að reka eigin fjöl­miðil sem gerir frjálsa blaða­mennsku erf­ið­ar­i.“

Guðni gerði athuga­semd við þá kröfu sem sett er fram í frum­varp­inu að til þess að fá stuðn­ing þurfi að gefa út 48 tölu­blöð og að það væri óljóst hvort að krafa um að einn starfs­maður væri á stað­bundnum miðli fæli í sér að við­kom­andi sinnti ein­ungis frétta­skrif­um, en ekki öðrum störfum lík­a. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent