Norrænir bankar glíma nú við erfiðleika vegna langvarandi neikvæðs vaxtastigs. Sérstaklega á þetta við um danska bankakerfið.
Kristian Vie Madsen, yfirmaður fjármálaeftirlitsins í Danmörku, segir í viðtali við Bloomberg að á næstu mánuðum muni sjást á rekstri banka í Danmörku, hversu erfiðar aðstæður hafa skapast vegna langvarandi neikvæðra vaxta, en engin þjóð hefur búið lengur við neikvæða vexti en Danmörk, á tímanum eftir fjármálakreppuna á fjármálamörkuðum heimsins, árin 2007 til 2009.
Frá árinu 2012 hafa vextir í Danmörku verið neikvæðir, það er fyrir neðan núllið. Þetta hefur verið gert í þeirri viðleitni að örva hagkerfi landsins og fylgja markmiðum Seðlabanka Evrópu í örvunaraðgerðum sínum, en danska krónan er tengd við gengi evrunnar, og sér Seðlabanki Danmerkur um þá framkvæmd.
Samtök fjármálafyrirtækja og bankamanna í Danmörku hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í landinu, og segja að langvarandi neikvæðir vextir séu nú farnir að grafa undan hagkerfinu, samhliða veikingu fjármálafyrirtækisins.
Það gerist með því að bankarnir verða ekki nægilega burðugir til að lána mikilvægra verkefna.
Talið er að tapa bankakerfisins vegna stöðunnar hafi verið um 371 milljón Bandaríkjadala í fyrra, eða sem nemur tæplega 50 milljörðum króna.