Bretland fer úr Evrópusambandinu á föstudaginn, en fulltrúar Evrópusambandsríkja greiddu atkvæði um síðustu atriðin sem staðfesta þurfti í samkomulagi Bretlands og Evrópusambandsins, í Evrópuþinginu, í dag.
Ekkert er því til fyrirstöðu fyrir útgöngu Bretlands 31. janúar, í takt við stefnu ríkisstjórnar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Í umfjöllun Reuters segir að margir fulltrúa í þinginu hafi fellt tár, þegar þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni, en afgerandi meirihluti hefur verið við því í Evrópuþinginu, að rangt sé hjá Bretlandi að ganga úr Evrópusambandinu. Ýmsir fögnuðu þó, með húrra-hrópum.
"Brexit started exactly when we started giving exemptions" "All these exemptions means lack of effectiveness" @guyverhofstadt . The EU parliament still believes the solution is MORE EU, more superstate. Do they ever wake up and smell the coffee?
— Henrik Overgaard Nielsen (@brexithenrik) January 29, 2020
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016, þar sem meirihluti greiddi atkvæði með því að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu, hefur harkalega verið deilt um Brexit, bæði á vettvangi Evrópuþingsins og einnig í Bretlandi. Eftir kosningasigur Boris Johnson, leiðtoga Íhaldsflokksins, í desember síðastliðum, hefur hins vegar verið ljóst, að meirihluti væri fyrir því að flýta Brexit, og mun það nú koma til framkvæmda í lok mánaðar, eins og áður segir.
It’s sad to see a nation leaving, a great nation that has given us so much: culturally, economically, politically, even its own blood, in two world wars. It’s sad to see the country leaving that liberated Europe twice. #Brexit pic.twitter.com/ZXzT7LJ8LM
— Guy Verhofstadt (@guyverhofstadt) January 29, 2020
Guy Verhofstadt, fulltrúi á Evrópuþinginu frá Belgíu, sagði að þetta væri sorgardagur fyrir sameinaða Evrópu. „Það er sorglegt að sjá þjóð ganga úr Evrópusambandinu, sem fórnaði sér til að frelsa Evrópu,“ sagði Guy. Hann sagðist reikna með því að Bretland myndi - á endanum - ganga aftur í Evrópusambandið, þar sem það ætti heima.