Útilokar ekki sértækar aðgerðir ef af loðnubresti verður

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur fullt tilefni fyrir stjórnvöld að ræða við sveitarfélög með hvaða hætti hægt verði að taka á loðnubresti ef af honum verður.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að ef hægt sé að milda með ein­hverjum hætti það högg sem sveit­ar­fé­lög verða fyrir ef af loðnu­brest verður þá sé sjálf­sagt mál að fara yfir það. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Út er komin skýrsla um stöðu, áhrif og afleið­ingar loðnu­brests 2019 fyrir Vest­manna­eyj­ar. Skýrslan er unnin að beiðni bæj­ar­stjórnar af Hrafni Sævalds­syni sér­fræð­ingi hjá Þekk­ing­ar­setri Vest­manna­eyja.

Skýrsl­una má finna á vef­síðu Vest­manna­eyja­bæjar en helstu nið­ur­stöð­urnar eru þær að loðnu­brestur hafi bein áhrif á 350 starfs­menn og ígildi 60 árs­verka. Tap­aðar launa­tekjur í Vest­manna­eyjum séu að minnsta kosti 1.000 millj­ónir króna. Tekju­tap útgerð­ar­fyr­ir­tækja sé um 7.600 millj­ónir króna og ann­arra fyr­ir­tækja um 900 millj­ón­ir. Vest­manna­eyja­bær og Vest­manna­eyja­höfn verða af um 160 millj­ónum sökum þessa, sam­kvæmt skýrslu­höf­undi.

Íris Róberts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, kynnti grein­ing­una fyrir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra fyrr í vik­unni.

Auglýsing

Miklir hags­munir í húfi

Í svari ráð­herra kemur fram að skýrslan sýni svart á hvítu hversu miklir hags­munir séu í húfi fyrir þessi sveit­ar­fé­lög – fyr­ir­tæk­in, starfs­menn og sam­fé­lagið allt. „Leitin stendur enn yfir og er mjög umfangs­mikil eins og hefur komið fram – nú eru fimm skip við leit­ina. Því miður gefur leitin hingað til ekki miklar vænt­ingar um fram­haldið en von­andi ber leitin árang­ur, enda miklir hags­munir í húfi fyrir fólk og fyr­ir­tæki, og raunar allt íslenskt sam­fé­lag.“

Þá kemur jafn­framt fram í svar­inu að það yrði mikið högg, meðal ann­ars fyrir þessi sveit­ar­fé­lög, ef loðnu­brestur yrði annað árið í röð en ráð­herra gerði grein fyrir stöð­unni á fundi rík­is­stjórn­ar­innar á þriðju­dag­inn var. „Ef loðnu­brestur annað árið í röð raun­ger­ist þá er fullt til­efni fyrir stjórn­völd að ræða það við þessi sveit­ar­fé­lög með hvaða hætti verður hægt að taka á þeirri stöðu. Aðstæður eru mis­jafnar eftir sveit­ar­fé­lögum en ef það er með ein­hverjum hætti hægt að milda þetta högg þá er sjálf­sagt að fara yfir það.“

Vildu vita við hverju væri að búast

Íris Róbertsdóttir Mynd: Vestmannaeyjar.isÍris bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að ekki sé enn útséð um að loðna finn­ist en hún segir að staðan líti þó ekki vel út. „Þess vegna létum við gera þessa skýrslu. Svo við vitum við hverju megi búast,“ segir hún. Miklu máli skipti fyrir þetta sam­fé­lag að það séu loðnu­veiðar enda hafi þær áhrif á um 350 starfs­menn í bæj­ar­fé­lag­inu.

Hún seg­ist hafa kynnt skýrsl­una fyrir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í vik­unni og að hann hafi sýnt mik­inn skiln­ing. Hún áréttar að í því sam­tali hafi hún ekki farið fram á sér­stakan stuðn­ing heldur hafi hún kynnt skýrsl­una til þess að ræða áhrif­in. Hún segir enn fremur að þetta ástand hafi áhrif á fleiri sveit­ar­fé­lög en Vest­manna­eyj­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent