Útilokar ekki sértækar aðgerðir ef af loðnubresti verður

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur fullt tilefni fyrir stjórnvöld að ræða við sveitarfélög með hvaða hætti hægt verði að taka á loðnubresti ef af honum verður.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir að ef hægt sé að milda með ein­hverjum hætti það högg sem sveit­ar­fé­lög verða fyrir ef af loðnu­brest verður þá sé sjálf­sagt mál að fara yfir það. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Út er komin skýrsla um stöðu, áhrif og afleið­ingar loðnu­brests 2019 fyrir Vest­manna­eyj­ar. Skýrslan er unnin að beiðni bæj­ar­stjórnar af Hrafni Sævalds­syni sér­fræð­ingi hjá Þekk­ing­ar­setri Vest­manna­eyja.

Skýrsl­una má finna á vef­síðu Vest­manna­eyja­bæjar en helstu nið­ur­stöð­urnar eru þær að loðnu­brestur hafi bein áhrif á 350 starfs­menn og ígildi 60 árs­verka. Tap­aðar launa­tekjur í Vest­manna­eyjum séu að minnsta kosti 1.000 millj­ónir króna. Tekju­tap útgerð­ar­fyr­ir­tækja sé um 7.600 millj­ónir króna og ann­arra fyr­ir­tækja um 900 millj­ón­ir. Vest­manna­eyja­bær og Vest­manna­eyja­höfn verða af um 160 millj­ónum sökum þessa, sam­kvæmt skýrslu­höf­undi.

Íris Róberts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, kynnti grein­ing­una fyrir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra fyrr í vik­unni.

Auglýsing

Miklir hags­munir í húfi

Í svari ráð­herra kemur fram að skýrslan sýni svart á hvítu hversu miklir hags­munir séu í húfi fyrir þessi sveit­ar­fé­lög – fyr­ir­tæk­in, starfs­menn og sam­fé­lagið allt. „Leitin stendur enn yfir og er mjög umfangs­mikil eins og hefur komið fram – nú eru fimm skip við leit­ina. Því miður gefur leitin hingað til ekki miklar vænt­ingar um fram­haldið en von­andi ber leitin árang­ur, enda miklir hags­munir í húfi fyrir fólk og fyr­ir­tæki, og raunar allt íslenskt sam­fé­lag.“

Þá kemur jafn­framt fram í svar­inu að það yrði mikið högg, meðal ann­ars fyrir þessi sveit­ar­fé­lög, ef loðnu­brestur yrði annað árið í röð en ráð­herra gerði grein fyrir stöð­unni á fundi rík­is­stjórn­ar­innar á þriðju­dag­inn var. „Ef loðnu­brestur annað árið í röð raun­ger­ist þá er fullt til­efni fyrir stjórn­völd að ræða það við þessi sveit­ar­fé­lög með hvaða hætti verður hægt að taka á þeirri stöðu. Aðstæður eru mis­jafnar eftir sveit­ar­fé­lögum en ef það er með ein­hverjum hætti hægt að milda þetta högg þá er sjálf­sagt að fara yfir það.“

Vildu vita við hverju væri að búast

Íris Róbertsdóttir Mynd: Vestmannaeyjar.isÍris bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að ekki sé enn útséð um að loðna finn­ist en hún segir að staðan líti þó ekki vel út. „Þess vegna létum við gera þessa skýrslu. Svo við vitum við hverju megi búast,“ segir hún. Miklu máli skipti fyrir þetta sam­fé­lag að það séu loðnu­veiðar enda hafi þær áhrif á um 350 starfs­menn í bæj­ar­fé­lag­inu.

Hún seg­ist hafa kynnt skýrsl­una fyrir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í vik­unni og að hann hafi sýnt mik­inn skiln­ing. Hún áréttar að í því sam­tali hafi hún ekki farið fram á sér­stakan stuðn­ing heldur hafi hún kynnt skýrsl­una til þess að ræða áhrif­in. Hún segir enn fremur að þetta ástand hafi áhrif á fleiri sveit­ar­fé­lög en Vest­manna­eyj­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent