Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum

Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.

landsvirkjun
Auglýsing

Eigið fé Lands­virkj­unar nemur nú rúm­lega 270 millj­örðum króna, og hefur auk­ist um 34 millj­arða á þremur árum. Ekk­ert íslenskt fyr­ir­tæki er með meira eigið fé en Lands­virkj­un, sé mið tekið af stöð­unni eins og hún var í lok árs í fyrra. 

Eins og greint var frá í dag, þá hagn­að­ist fyr­ir­tækið um 13,6 millj­arða króna í fyrra.

Íslenska ríkið er eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins. Sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok árs í fyrra, þá nemur eigið fé þriggja stærstu rík­is­fyr­ir­tækj­anna - Lands­virkj­un­ar, Lands­bank­ans og Íslands­banka - sam­tals um 708,7 millj­örðum króna. Eigið lands­bank­ans var 247,7 millj­arðar og hjá Íslands­banka um 180 millj­arð­ar. 

Auglýsing

Helstu stærðir í efnahag Landsvirkjunar, í Bandaríkjadölum (þúsundir).

Skuldir Lands­­virkj­unar hafa lækkað hratt und­an­farin ár og engin breyt­ing varð þar á í fyrra. Nettó lækk­­uðu þær um 23,4 millj­­arða króna á árinu og voru í árs­­lok 204,7 millj­­arðar króna, eða 1.691 milljón Banda­­ríkja­dala. Mats­­fyr­ir­tækið Moody's hækk­­aði láns­hæf­is­ein­kunn fyr­ir­tæk­is­ins á árinu og S&P Global Rat­ings breytti horfum á sinni ein­kunn úr stöð­ugum í jákvæð­­ar.

Í fyrra greiddi Lands­­virkjun um 4,3 millj­­arða króna í arð til eig­anda síns vegna frammi­­stöðu árs­ins 2018. Stjórn félags­­ins mun á kom­andi aðal­­fundi gera til­­lögu um arð­greiðslu til eig­enda. Í nán­­­ustu fram­­­tíð er áætlað að hægt verði að greiða 10 til 20 millj­­­arða króna á ári úr Lands­­virkjun í arð til eig­anda síns. 

Til stendur að þessar arð­greiðslur myndi grunn fyrir Þjóð­­­ar­­­sjóð sem í á að vera um 500 millj­­­arðar króna eftir tæpa tvo ára­tugi. Frum­varp um Þjóð­­ar­­sjóð er þó enn ósam­­þykkt og er sem stendur í þing­­legri með­­­ferð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent