Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum

Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.

landsvirkjun
Auglýsing

Eigið fé Lands­virkj­unar nemur nú rúm­lega 270 millj­örðum króna, og hefur auk­ist um 34 millj­arða á þremur árum. Ekk­ert íslenskt fyr­ir­tæki er með meira eigið fé en Lands­virkj­un, sé mið tekið af stöð­unni eins og hún var í lok árs í fyrra. 

Eins og greint var frá í dag, þá hagn­að­ist fyr­ir­tækið um 13,6 millj­arða króna í fyrra.

Íslenska ríkið er eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins. Sé mið tekið af stöðu mála eins og hún var í lok árs í fyrra, þá nemur eigið fé þriggja stærstu rík­is­fyr­ir­tækj­anna - Lands­virkj­un­ar, Lands­bank­ans og Íslands­banka - sam­tals um 708,7 millj­örðum króna. Eigið lands­bank­ans var 247,7 millj­arðar og hjá Íslands­banka um 180 millj­arð­ar. 

Auglýsing

Helstu stærðir í efnahag Landsvirkjunar, í Bandaríkjadölum (þúsundir).

Skuldir Lands­­virkj­unar hafa lækkað hratt und­an­farin ár og engin breyt­ing varð þar á í fyrra. Nettó lækk­­uðu þær um 23,4 millj­­arða króna á árinu og voru í árs­­lok 204,7 millj­­arðar króna, eða 1.691 milljón Banda­­ríkja­dala. Mats­­fyr­ir­tækið Moody's hækk­­aði láns­hæf­is­ein­kunn fyr­ir­tæk­is­ins á árinu og S&P Global Rat­ings breytti horfum á sinni ein­kunn úr stöð­ugum í jákvæð­­ar.

Í fyrra greiddi Lands­­virkjun um 4,3 millj­­arða króna í arð til eig­anda síns vegna frammi­­stöðu árs­ins 2018. Stjórn félags­­ins mun á kom­andi aðal­­fundi gera til­­lögu um arð­greiðslu til eig­enda. Í nán­­­ustu fram­­­tíð er áætlað að hægt verði að greiða 10 til 20 millj­­­arða króna á ári úr Lands­­virkjun í arð til eig­anda síns. 

Til stendur að þessar arð­greiðslur myndi grunn fyrir Þjóð­­­ar­­­sjóð sem í á að vera um 500 millj­­­arðar króna eftir tæpa tvo ára­tugi. Frum­varp um Þjóð­­ar­­sjóð er þó enn ósam­­þykkt og er sem stendur í þing­­legri með­­­ferð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent