Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007

Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.

Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Auglýsing

Fjár­muna­myndun lands­manna í íbúð­ar­hús­næði jókst um 31,2 pró­sent á síð­asta ári. Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu á föstu verð­lagi og hefur fjár­muna­myndun í íbúð­ar­hús­næði ekki mælst hærri síðan árið 2007. 

Þetta þýðir að 167,2 millj­arðar króna bætt­ust við eigna­safn þeirra lands­manna og lög­að­ila sem áttu íbúð­ar­hús­næði á síð­asta ári. Til sam­an­burðar ar sú upp­hæð 121,8 millj­arðar króna árið 2018 og á bil­inu 50 til tæp­lega 80 millj­arðar króna á árunum 2013 til 2016. 

Þetta má lesa út úr nýjum tölum Hag­stofu Íslands um hag­vöxt síð­asta árs sem birtar voru í gær. 

Aðrar breytur en hærra hús­næð­is­verð ráð­andi

Þessi þróun átti sér stað þrátt fyrir að hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem stærsti hluti lands­manna býr, hafi ein­ungis hækkað um 2,3 pró­sent á árinu. Það er mun minni hækkun en hafði verið árin á undan á tíma­bili þar sem eft­ir­spurn var mun meiri en fram­boð. Sem dæmi hækk­aði hús­næð­is­verð á svæð­inu um 94 pró­sent frá árs­lokum 2010 og fram til loka árs 2017.

Auglýsing
Ástæður hinnar auknu fjár­muna­mynd­unar má því frekar finna í öðrum breyt­um, meðal ann­ars bættum vaxta­kjörum og stöð­ugu verð­lagi sem haldi hefur aftur af verð­bólgu. Auk þess segja við­mæl­endur Kjarn­ans að hún bendi til þess að flýtt hafi verið bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis sem áður hafði verið reiknað með að yrði full­byggt síð­ar. Því eykur aukið fram­boð íbúða, sér­stak­lega dýrra íbúða sem byggðar hafa verið mið­svæðis í Reykja­vík, fjár­muna­myndun umtals­vert.

Vextir hús­næð­is­lána hafa lækkað skarpt

Fyrir venju­leg heim­ili, sem eiga eitt íbúð­ar­hús­næð­is, hafa lægri vextir hús­næð­is­lána, sér­stak­lega hjá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, skipt mestu, enda hafa þeir tekið stóra dýfu niður á við á und­an­förnum árum og hún var mjög skörp í fyrra. Nú er ekki óal­gengt að hægt sé að fá verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum á vel undir tveimur pró­sent­um. Óverð­tryggð lán hafa sömu­leiðis lækkað nokk­uð. 

Vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðla­banka Íslands, sem hefur alls lækkað stýri­vexti sína um 1,75 pró­sentu­stig frá því í maí í fyrra, hefur haft nokkuð um þetta að segja. Nú eru þeir vext­ir, sem mynda til að mynda gólf fyrir óverð­tryggð hús­næð­is­lán, 2,75 pró­sent. Það er óþekkt á Íslandi, undir ríkj­andi pen­inga­stefnu, að vextir séu svo lág­ir.

Verð­bólga var líka skap­leg meira og minna allt síð­asta ár eftir að hafa risið skarpt í lok árs 2018 og sú þróun teygt sig inn á árið 2019. Hún fór undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans í lok síð­asta árs og mæld­ist 1,7 pró­sent í jan­ú­ar. Nýj­ustu mæl­ingar sýna þó að hún hefur tekið skarpan sveig upp á við á ný og mæld­ist 2,4 pró­sent í lok febr­ú­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent