Telja að ríkisstjórnin þurfi að móta stefnu um fæðuöryggi á Íslandi

Þingmenn Miðflokksins leggja til að ríkisstjórnin skipi starfshóp til að móta stefnu um fæðuöryggi á Íslandi.

neysluvorur_15535315495_o.jpg
Auglýsing

Níu þing­menn og vara­þing­maður hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fæðu­ör­yggi á Íslandi. Ef hún yrði sam­þykkt þá væri rík­is­stjórn­inni falið að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um fæðu­ör­yggi á Íslandi. Í starfs­hópnum ættu sæti full­trúar Bænda­sam­taka Íslands, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Neyt­enda­sam­tak­anna og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu. Starfs­hóp­ur­inn bæri að skila nið­ur­stöðum sínum eigi síðar en 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Þor­grímur Sig­munds­son, vara­þing­maður Miðl­flokks­ins, og með honum eru átta aðrir þing­menn Mið­flokks­ins.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að mik­il­vægt sé, nú sem áður, að tryggja fæðu­ör­yggi í land­inu. Rík­is­stjórnin þurfi að móta stefnu um fæðu­ör­yggi á Íslandi ef til þess kæmi að landið lok­að­ist fyrir vöru­flutn­ing­um. Inn­viðir verði að geta stað­ist neyð­ar­á­stand hvenær sem er, til að mynda vegna eld­goss eða heims­far­ald­urs. „Hið mikla óvissu­á­stand sem nú er uppi sýnir hve nauð­syn­legt er að hafa áætlun á tak­teinum til að tryggja fæðu­ör­yggi lands­manna,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Auglýsing

Umræðan ekki ný af nál­inni

Þá kemur fram að umræða um fæðu­ör­yggi sé ekki ný af nál­inni. Árið 1996 hafi Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna staðið að ríkja­þingi um fæðu­ör­yggi. Þar hafi verið sam­þykkt svo­nefnd Róm­ar­yf­ir­lýs­ing þar sem segir að fæðu­ör­yggi sé tryggt þegar allir hafa raun­veru­legan og efna­hags­legan aðgang hvenær sem er að heil­næmum og nær­ing­ar­ríkum mat í nægi­legu magni sem gerir þeim kleift að lifa virku og heilsu­sam­legu lífi. Til að tryggja fæðu­ör­yggi þurfi hver þjóð að gera áætlun eftir efnum og ástæðum til að ná mark­miðum sínum um fæðu­ör­yggi, og vinna um leið með öðrum þjóðum nær og fjær við að skipu­leggja sam­eig­in­legar aðgerðir til að leysa úr við­fangs­efnum sem ógna fæðu­ör­yggi.

„Hér á landi hefur lengi verið kallað eftir stefnu um fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar. Á bún­að­ar­þingi árið 2009 var sam­þykkt ályktun um að brýnt væri að fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar yrði tryggt. Í athuga­semdum með álykt­un­inni var lögð áhersla á að gera heild­stæða áætlun um hvernig það mætti gera, því að ekki væri alltaf hægt að treysta á að unnt yrði að flytja inn mat­væli eða aðföng til mat­væla­fram­leiðslu,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í skýrslu nefndar um land­notkun frá árinu 2010 til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra kom fram að það væri umhugs­un­ar­efni fyrir eyþjóð á borð við Íslend­inga hvernig tryggja mætti stöð­ug­leika fæðu­fram­boðs fyrir þjóð­ina til lang­frama, enda yrðu allir aðdrættir erf­ið­leikum háðir við neyð­ar­að­stæður sökum fjar­lægðar frá mörk­uðum og birgj­um, að því er fram kemur í grein­ar­gerð þing­mann­anna. Nefndin hafi talið rétt að stjórn­völd hrintu af stað stefnu­mótun um hvernig fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar yrði tryggt til fram­tíð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent