Telja að ríkisstjórnin þurfi að móta stefnu um fæðuöryggi á Íslandi

Þingmenn Miðflokksins leggja til að ríkisstjórnin skipi starfshóp til að móta stefnu um fæðuöryggi á Íslandi.

neysluvorur_15535315495_o.jpg
Auglýsing

Níu þing­menn og vara­þing­maður hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fæðu­ör­yggi á Íslandi. Ef hún yrði sam­þykkt þá væri rík­is­stjórn­inni falið að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um fæðu­ör­yggi á Íslandi. Í starfs­hópnum ættu sæti full­trúar Bænda­sam­taka Íslands, Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, Neyt­enda­sam­tak­anna og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu. Starfs­hóp­ur­inn bæri að skila nið­ur­stöðum sínum eigi síðar en 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Þor­grímur Sig­munds­son, vara­þing­maður Miðl­flokks­ins, og með honum eru átta aðrir þing­menn Mið­flokks­ins.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að mik­il­vægt sé, nú sem áður, að tryggja fæðu­ör­yggi í land­inu. Rík­is­stjórnin þurfi að móta stefnu um fæðu­ör­yggi á Íslandi ef til þess kæmi að landið lok­að­ist fyrir vöru­flutn­ing­um. Inn­viðir verði að geta stað­ist neyð­ar­á­stand hvenær sem er, til að mynda vegna eld­goss eða heims­far­ald­urs. „Hið mikla óvissu­á­stand sem nú er uppi sýnir hve nauð­syn­legt er að hafa áætlun á tak­teinum til að tryggja fæðu­ör­yggi lands­manna,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Auglýsing

Umræðan ekki ný af nál­inni

Þá kemur fram að umræða um fæðu­ör­yggi sé ekki ný af nál­inni. Árið 1996 hafi Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna staðið að ríkja­þingi um fæðu­ör­yggi. Þar hafi verið sam­þykkt svo­nefnd Róm­ar­yf­ir­lýs­ing þar sem segir að fæðu­ör­yggi sé tryggt þegar allir hafa raun­veru­legan og efna­hags­legan aðgang hvenær sem er að heil­næmum og nær­ing­ar­ríkum mat í nægi­legu magni sem gerir þeim kleift að lifa virku og heilsu­sam­legu lífi. Til að tryggja fæðu­ör­yggi þurfi hver þjóð að gera áætlun eftir efnum og ástæðum til að ná mark­miðum sínum um fæðu­ör­yggi, og vinna um leið með öðrum þjóðum nær og fjær við að skipu­leggja sam­eig­in­legar aðgerðir til að leysa úr við­fangs­efnum sem ógna fæðu­ör­yggi.

„Hér á landi hefur lengi verið kallað eftir stefnu um fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar. Á bún­að­ar­þingi árið 2009 var sam­þykkt ályktun um að brýnt væri að fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar yrði tryggt. Í athuga­semdum með álykt­un­inni var lögð áhersla á að gera heild­stæða áætlun um hvernig það mætti gera, því að ekki væri alltaf hægt að treysta á að unnt yrði að flytja inn mat­væli eða aðföng til mat­væla­fram­leiðslu,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í skýrslu nefndar um land­notkun frá árinu 2010 til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra kom fram að það væri umhugs­un­ar­efni fyrir eyþjóð á borð við Íslend­inga hvernig tryggja mætti stöð­ug­leika fæðu­fram­boðs fyrir þjóð­ina til lang­frama, enda yrðu allir aðdrættir erf­ið­leikum háðir við neyð­ar­að­stæður sökum fjar­lægðar frá mörk­uðum og birgj­um, að því er fram kemur í grein­ar­gerð þing­mann­anna. Nefndin hafi talið rétt að stjórn­völd hrintu af stað stefnu­mótun um hvernig fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar yrði tryggt til fram­tíð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent