Telja rétt að stórauka framlög til nýsköpunar til að mæta afleiðingum faraldursins

Þingmenn í minnihluta fjárlaganefndar telja að stórauka þurfi framlög til nýsköpunarverkefna í fjárfestingarátaki ríkisins. Sumir segja að bæta mætti auknu fé til verklegra framkvæmda, en fjármálaráðherra óttast að „troða“ of miklu fé í verktakageirann.

7DM_5635_raw_170912.jpg alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

„Hér höfum við, með okkar besta fólki í stjórn­kerf­inu, safnað saman hug­myndum að fram­kvæmdum sem hægt er að ráð­ast í á þessu ári,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á Alþingi í gær, í fyrri umræðu um sér­stakt tíma­bundið fimmtán millj­arða fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­ins, sem er hluti af við­spyrnu­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Í fjár­fest­ing­ar­átak­inu kennir ýmissa grasa, en sund­ur­liðun á þeim verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í var birt á vef Alþingis á mið­viku­dags­kvöld. Mest af þessu fé er eyrna­merkt sam­göngu­verk­efn­um, eða rúmir sex millj­arðar króna, 41 pró­sent af heild­ar­pakk­an­um.

Stefnt er að því að ráð­ast í þetta fimmtán millj­arða króna átak á grund­velli sam­svar­andi fjár­heim­ildar sem finna má í fjár­auka­laga­frum­varpi sem lagt var fram á þing­inu fyrir tæpri viku síð­an, en einnig er stefnt að fimm millj­arða fjár­fest­ingum á vegum fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

„Átak­inu er ætlað að stuðla að arð­bærum fjár­fest­ingum sem auki eft­ir­spurn eftir vinnu­afli og fram­leiðslu­getu hag­kerf­is­ins. Gert er ráð fyrir því að ráð­ist verði í fjöl­breytt verk­efni á mál­efna­sviðum flestra ráðu­neyta. Mik­il­vægt er að verk­efnin skapi eft­ir­spurn eftir ólíkum teg­undum starfa, jafnt kvenna sem karla og að þau dreif­ist um land­ið,“ segir í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Í umræðum í þing­inu í gær kom það fram í máli nokk­urra þing­manna að fimmtán millj­arðar væru ekki nægi­lega há upp­hæð, meira þyrfti til á þessum tíma­punkti. Sam­tök iðn­að­ar­ins köll­uðu einnig eftir því, í umsögn sinni um fjár­auka­laga­frum­varpið, að strax á þessu ári yrði ráð­ist í fram­kvæmdir í sam­göngum og bygg­ingum sem næmu að minnsta kosti 30-35 millj­örðum umfram núver­andi áætl­an­ir.

Fjár­mála­ráð­herra svar­aði gagn­rýni í þessa átt með þeim hætti að hann hefði áhyggjur af því að erfitt yrði að koma 30-40 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði „í vinnu“ á þeim níu mán­uðum sem eftir lifa árs og fá hag­stæð verð, ef menn ætl­uðu að „troða pen­ingum ofan í verk­taka­geir­ann.“ 

„Við gætum misst stjórn á fram­boði og eft­ir­spurn,“ sagði Bjarni.

Ótt­ast að verið sé að gera of lítið

Ágúst Ólafur Ágústs­son þing­maður Sam­fylk­ingar og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, ótt­ast þrátt fyrir þetta að ekki sé verið að gera nóg. Hann bendir sér­stak­lega á, í sam­tali við Kjarn­ann, að auð­velt væri að marg­falda fram­lögin sem áætluð eru til nýsköp­un­ar. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni stjórn­ar­innar er áætlað að fram­lög í Rann­sókna­sjóð og Inn­viða­sjóð verði sam­an­lagt aukin um 400 millj­ónir og þá er gert ráð fyrir 400 milljón króna auka­fram­lagi til Tækni­þró­un­ar­sjóðs.

„Ríkið þarf að stíga miklu fastar inn í nýsköp­un­ar­um­hverf­ið,“ segir þing­mað­ur­inn og bætir við að hann telji að afnema ætti þak á end­ur­greiðslur á þró­un­ar­kostn­aði og leggja meiri fjár­muni í end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. „Ráð­herr­arnir segja að þeir vilji frekar gera of mikið en of lít­ið, en ég ótt­ast að þeir séu að gera hið gagn­stæða,“ segir Ágúst Ólaf­ur.

„Óaf­sak­an­legt“ að ekki sé hægt að styðja verð­ug  nýsköp­un­ar­verk­efni 

Annar nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata, tekur í sama streng hvað fram­lög til nýsköp­unar varð­ar. Hann bendir á það sem fram kom í umsögn Sam­taka iðn­að­ar­ins um fjár­auka­laga­frum­varp­ið, að ein­ungis 27% þeirra verk­efna sem fengu hæstu ein­kunn í mati Tækni­þró­un­ar­sjóðs fengu úthlutun úr sjóðn­um. Sam­tök iðn­að­ar­ins sögðu þetta benti til ónýttra tæki­færa og Björn Leví er sam­mála því.

„Svo­leiðis gat er óaf­sak­an­leg­t,“ segir þing­mað­ur­inn, „því við vitum öll ábatann af þeim verk­efn­um.“ Hann bætir við að ef atvinnu­leysi fari á flug á næstu mán­uðum væri gott að setja rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­verk­efni af stað, sem gætu skapað fjölda fjöl­breyttra starfa ofan á þau störf sem skap­ast við við­halds- og fram­kvæmda­verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í.

Hvað heild­ar­upp­hæð fjár­fest­ing­ar­átaks­ins varðar segir Björn Leví að honum þyki fimmtán millj­arð­ar, eða tutt­ugu, ágætt fyrsta skref, enda hafi stjórn­völd boðað að ráð­ist verði í frekara fjár­fest­ing­ar­á­tak á árunum 2021-2023.

„En það eru göt þarna, sem mætti stoppa upp í,“ segir Björn og bætir við að stjórn­völd þyrftu að hans mati að gera meira, í við­spyrnu sinni vegna efna­hags­legra áhrifa heims­far­ald­urs­ins, til þess að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent