Telja rétt að stórauka framlög til nýsköpunar til að mæta afleiðingum faraldursins

Þingmenn í minnihluta fjárlaganefndar telja að stórauka þurfi framlög til nýsköpunarverkefna í fjárfestingarátaki ríkisins. Sumir segja að bæta mætti auknu fé til verklegra framkvæmda, en fjármálaráðherra óttast að „troða“ of miklu fé í verktakageirann.

7DM_5635_raw_170912.jpg alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

„Hér höfum við, með okkar besta fólki í stjórn­kerf­inu, safnað saman hug­myndum að fram­kvæmdum sem hægt er að ráð­ast í á þessu ári,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á Alþingi í gær, í fyrri umræðu um sér­stakt tíma­bundið fimmtán millj­arða fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­ins, sem er hluti af við­spyrnu­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Í fjár­fest­ing­ar­átak­inu kennir ýmissa grasa, en sund­ur­liðun á þeim verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í var birt á vef Alþingis á mið­viku­dags­kvöld. Mest af þessu fé er eyrna­merkt sam­göngu­verk­efn­um, eða rúmir sex millj­arðar króna, 41 pró­sent af heild­ar­pakk­an­um.

Stefnt er að því að ráð­ast í þetta fimmtán millj­arða króna átak á grund­velli sam­svar­andi fjár­heim­ildar sem finna má í fjár­auka­laga­frum­varpi sem lagt var fram á þing­inu fyrir tæpri viku síð­an, en einnig er stefnt að fimm millj­arða fjár­fest­ingum á vegum fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

„Átak­inu er ætlað að stuðla að arð­bærum fjár­fest­ingum sem auki eft­ir­spurn eftir vinnu­afli og fram­leiðslu­getu hag­kerf­is­ins. Gert er ráð fyrir því að ráð­ist verði í fjöl­breytt verk­efni á mál­efna­sviðum flestra ráðu­neyta. Mik­il­vægt er að verk­efnin skapi eft­ir­spurn eftir ólíkum teg­undum starfa, jafnt kvenna sem karla og að þau dreif­ist um land­ið,“ segir í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Í umræðum í þing­inu í gær kom það fram í máli nokk­urra þing­manna að fimmtán millj­arðar væru ekki nægi­lega há upp­hæð, meira þyrfti til á þessum tíma­punkti. Sam­tök iðn­að­ar­ins köll­uðu einnig eftir því, í umsögn sinni um fjár­auka­laga­frum­varpið, að strax á þessu ári yrði ráð­ist í fram­kvæmdir í sam­göngum og bygg­ingum sem næmu að minnsta kosti 30-35 millj­örðum umfram núver­andi áætl­an­ir.

Fjár­mála­ráð­herra svar­aði gagn­rýni í þessa átt með þeim hætti að hann hefði áhyggjur af því að erfitt yrði að koma 30-40 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði „í vinnu“ á þeim níu mán­uðum sem eftir lifa árs og fá hag­stæð verð, ef menn ætl­uðu að „troða pen­ingum ofan í verk­taka­geir­ann.“ 

„Við gætum misst stjórn á fram­boði og eft­ir­spurn,“ sagði Bjarni.

Ótt­ast að verið sé að gera of lítið

Ágúst Ólafur Ágústs­son þing­maður Sam­fylk­ingar og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, ótt­ast þrátt fyrir þetta að ekki sé verið að gera nóg. Hann bendir sér­stak­lega á, í sam­tali við Kjarn­ann, að auð­velt væri að marg­falda fram­lögin sem áætluð eru til nýsköp­un­ar. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni stjórn­ar­innar er áætlað að fram­lög í Rann­sókna­sjóð og Inn­viða­sjóð verði sam­an­lagt aukin um 400 millj­ónir og þá er gert ráð fyrir 400 milljón króna auka­fram­lagi til Tækni­þró­un­ar­sjóðs.

„Ríkið þarf að stíga miklu fastar inn í nýsköp­un­ar­um­hverf­ið,“ segir þing­mað­ur­inn og bætir við að hann telji að afnema ætti þak á end­ur­greiðslur á þró­un­ar­kostn­aði og leggja meiri fjár­muni í end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. „Ráð­herr­arnir segja að þeir vilji frekar gera of mikið en of lít­ið, en ég ótt­ast að þeir séu að gera hið gagn­stæða,“ segir Ágúst Ólaf­ur.

„Óaf­sak­an­legt“ að ekki sé hægt að styðja verð­ug  nýsköp­un­ar­verk­efni 

Annar nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata, tekur í sama streng hvað fram­lög til nýsköp­unar varð­ar. Hann bendir á það sem fram kom í umsögn Sam­taka iðn­að­ar­ins um fjár­auka­laga­frum­varp­ið, að ein­ungis 27% þeirra verk­efna sem fengu hæstu ein­kunn í mati Tækni­þró­un­ar­sjóðs fengu úthlutun úr sjóðn­um. Sam­tök iðn­að­ar­ins sögðu þetta benti til ónýttra tæki­færa og Björn Leví er sam­mála því.

„Svo­leiðis gat er óaf­sak­an­leg­t,“ segir þing­mað­ur­inn, „því við vitum öll ábatann af þeim verk­efn­um.“ Hann bætir við að ef atvinnu­leysi fari á flug á næstu mán­uðum væri gott að setja rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­verk­efni af stað, sem gætu skapað fjölda fjöl­breyttra starfa ofan á þau störf sem skap­ast við við­halds- og fram­kvæmda­verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í.

Hvað heild­ar­upp­hæð fjár­fest­ing­ar­átaks­ins varðar segir Björn Leví að honum þyki fimmtán millj­arð­ar, eða tutt­ugu, ágætt fyrsta skref, enda hafi stjórn­völd boðað að ráð­ist verði í frekara fjár­fest­ing­ar­á­tak á árunum 2021-2023.

„En það eru göt þarna, sem mætti stoppa upp í,“ segir Björn og bætir við að stjórn­völd þyrftu að hans mati að gera meira, í við­spyrnu sinni vegna efna­hags­legra áhrifa heims­far­ald­urs­ins, til þess að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent