Telja rétt að stórauka framlög til nýsköpunar til að mæta afleiðingum faraldursins

Þingmenn í minnihluta fjárlaganefndar telja að stórauka þurfi framlög til nýsköpunarverkefna í fjárfestingarátaki ríkisins. Sumir segja að bæta mætti auknu fé til verklegra framkvæmda, en fjármálaráðherra óttast að „troða“ of miklu fé í verktakageirann.

7DM_5635_raw_170912.jpg alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

„Hér höfum við, með okkar besta fólki í stjórn­kerf­inu, safnað saman hug­myndum að fram­kvæmdum sem hægt er að ráð­ast í á þessu ári,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á Alþingi í gær, í fyrri umræðu um sér­stakt tíma­bundið fimmtán millj­arða fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­ins, sem er hluti af við­spyrnu­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Í fjár­fest­ing­ar­átak­inu kennir ýmissa grasa, en sund­ur­liðun á þeim verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í var birt á vef Alþingis á mið­viku­dags­kvöld. Mest af þessu fé er eyrna­merkt sam­göngu­verk­efn­um, eða rúmir sex millj­arðar króna, 41 pró­sent af heild­ar­pakk­an­um.

Stefnt er að því að ráð­ast í þetta fimmtán millj­arða króna átak á grund­velli sam­svar­andi fjár­heim­ildar sem finna má í fjár­auka­laga­frum­varpi sem lagt var fram á þing­inu fyrir tæpri viku síð­an, en einnig er stefnt að fimm millj­arða fjár­fest­ingum á vegum fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

„Átak­inu er ætlað að stuðla að arð­bærum fjár­fest­ingum sem auki eft­ir­spurn eftir vinnu­afli og fram­leiðslu­getu hag­kerf­is­ins. Gert er ráð fyrir því að ráð­ist verði í fjöl­breytt verk­efni á mál­efna­sviðum flestra ráðu­neyta. Mik­il­vægt er að verk­efnin skapi eft­ir­spurn eftir ólíkum teg­undum starfa, jafnt kvenna sem karla og að þau dreif­ist um land­ið,“ segir í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Í umræðum í þing­inu í gær kom það fram í máli nokk­urra þing­manna að fimmtán millj­arðar væru ekki nægi­lega há upp­hæð, meira þyrfti til á þessum tíma­punkti. Sam­tök iðn­að­ar­ins köll­uðu einnig eftir því, í umsögn sinni um fjár­auka­laga­frum­varpið, að strax á þessu ári yrði ráð­ist í fram­kvæmdir í sam­göngum og bygg­ingum sem næmu að minnsta kosti 30-35 millj­örðum umfram núver­andi áætl­an­ir.

Fjár­mála­ráð­herra svar­aði gagn­rýni í þessa átt með þeim hætti að hann hefði áhyggjur af því að erfitt yrði að koma 30-40 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði „í vinnu“ á þeim níu mán­uðum sem eftir lifa árs og fá hag­stæð verð, ef menn ætl­uðu að „troða pen­ingum ofan í verk­taka­geir­ann.“ 

„Við gætum misst stjórn á fram­boði og eft­ir­spurn,“ sagði Bjarni.

Ótt­ast að verið sé að gera of lítið

Ágúst Ólafur Ágústs­son þing­maður Sam­fylk­ingar og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, ótt­ast þrátt fyrir þetta að ekki sé verið að gera nóg. Hann bendir sér­stak­lega á, í sam­tali við Kjarn­ann, að auð­velt væri að marg­falda fram­lögin sem áætluð eru til nýsköp­un­ar. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni stjórn­ar­innar er áætlað að fram­lög í Rann­sókna­sjóð og Inn­viða­sjóð verði sam­an­lagt aukin um 400 millj­ónir og þá er gert ráð fyrir 400 milljón króna auka­fram­lagi til Tækni­þró­un­ar­sjóðs.

„Ríkið þarf að stíga miklu fastar inn í nýsköp­un­ar­um­hverf­ið,“ segir þing­mað­ur­inn og bætir við að hann telji að afnema ætti þak á end­ur­greiðslur á þró­un­ar­kostn­aði og leggja meiri fjár­muni í end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. „Ráð­herr­arnir segja að þeir vilji frekar gera of mikið en of lít­ið, en ég ótt­ast að þeir séu að gera hið gagn­stæða,“ segir Ágúst Ólaf­ur.

„Óaf­sak­an­legt“ að ekki sé hægt að styðja verð­ug  nýsköp­un­ar­verk­efni 

Annar nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata, tekur í sama streng hvað fram­lög til nýsköp­unar varð­ar. Hann bendir á það sem fram kom í umsögn Sam­taka iðn­að­ar­ins um fjár­auka­laga­frum­varp­ið, að ein­ungis 27% þeirra verk­efna sem fengu hæstu ein­kunn í mati Tækni­þró­un­ar­sjóðs fengu úthlutun úr sjóðn­um. Sam­tök iðn­að­ar­ins sögðu þetta benti til ónýttra tæki­færa og Björn Leví er sam­mála því.

„Svo­leiðis gat er óaf­sak­an­leg­t,“ segir þing­mað­ur­inn, „því við vitum öll ábatann af þeim verk­efn­um.“ Hann bætir við að ef atvinnu­leysi fari á flug á næstu mán­uðum væri gott að setja rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­verk­efni af stað, sem gætu skapað fjölda fjöl­breyttra starfa ofan á þau störf sem skap­ast við við­halds- og fram­kvæmda­verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í.

Hvað heild­ar­upp­hæð fjár­fest­ing­ar­átaks­ins varðar segir Björn Leví að honum þyki fimmtán millj­arð­ar, eða tutt­ugu, ágætt fyrsta skref, enda hafi stjórn­völd boðað að ráð­ist verði í frekara fjár­fest­ing­ar­á­tak á árunum 2021-2023.

„En það eru göt þarna, sem mætti stoppa upp í,“ segir Björn og bætir við að stjórn­völd þyrftu að hans mati að gera meira, í við­spyrnu sinni vegna efna­hags­legra áhrifa heims­far­ald­urs­ins, til þess að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent