Telja rétt að stórauka framlög til nýsköpunar til að mæta afleiðingum faraldursins

Þingmenn í minnihluta fjárlaganefndar telja að stórauka þurfi framlög til nýsköpunarverkefna í fjárfestingarátaki ríkisins. Sumir segja að bæta mætti auknu fé til verklegra framkvæmda, en fjármálaráðherra óttast að „troða“ of miklu fé í verktakageirann.

7DM_5635_raw_170912.jpg alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

„Hér höfum við, með okkar besta fólki í stjórn­kerf­inu, safnað saman hug­myndum að fram­kvæmdum sem hægt er að ráð­ast í á þessu ári,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á Alþingi í gær, í fyrri umræðu um sér­stakt tíma­bundið fimmtán millj­arða fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­ins, sem er hluti af við­spyrnu­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna efna­hags­legra áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Í fjár­fest­ing­ar­átak­inu kennir ýmissa grasa, en sund­ur­liðun á þeim verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í var birt á vef Alþingis á mið­viku­dags­kvöld. Mest af þessu fé er eyrna­merkt sam­göngu­verk­efn­um, eða rúmir sex millj­arðar króna, 41 pró­sent af heild­ar­pakk­an­um.

Stefnt er að því að ráð­ast í þetta fimmtán millj­arða króna átak á grund­velli sam­svar­andi fjár­heim­ildar sem finna má í fjár­auka­laga­frum­varpi sem lagt var fram á þing­inu fyrir tæpri viku síð­an, en einnig er stefnt að fimm millj­arða fjár­fest­ingum á vegum fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

„Átak­inu er ætlað að stuðla að arð­bærum fjár­fest­ingum sem auki eft­ir­spurn eftir vinnu­afli og fram­leiðslu­getu hag­kerf­is­ins. Gert er ráð fyrir því að ráð­ist verði í fjöl­breytt verk­efni á mál­efna­sviðum flestra ráðu­neyta. Mik­il­vægt er að verk­efnin skapi eft­ir­spurn eftir ólíkum teg­undum starfa, jafnt kvenna sem karla og að þau dreif­ist um land­ið,“ segir í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Í umræðum í þing­inu í gær kom það fram í máli nokk­urra þing­manna að fimmtán millj­arðar væru ekki nægi­lega há upp­hæð, meira þyrfti til á þessum tíma­punkti. Sam­tök iðn­að­ar­ins köll­uðu einnig eftir því, í umsögn sinni um fjár­auka­laga­frum­varpið, að strax á þessu ári yrði ráð­ist í fram­kvæmdir í sam­göngum og bygg­ingum sem næmu að minnsta kosti 30-35 millj­örðum umfram núver­andi áætl­an­ir.

Fjár­mála­ráð­herra svar­aði gagn­rýni í þessa átt með þeim hætti að hann hefði áhyggjur af því að erfitt yrði að koma 30-40 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði „í vinnu“ á þeim níu mán­uðum sem eftir lifa árs og fá hag­stæð verð, ef menn ætl­uðu að „troða pen­ingum ofan í verk­taka­geir­ann.“ 

„Við gætum misst stjórn á fram­boði og eft­ir­spurn,“ sagði Bjarni.

Ótt­ast að verið sé að gera of lítið

Ágúst Ólafur Ágústs­son þing­maður Sam­fylk­ingar og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, ótt­ast þrátt fyrir þetta að ekki sé verið að gera nóg. Hann bendir sér­stak­lega á, í sam­tali við Kjarn­ann, að auð­velt væri að marg­falda fram­lögin sem áætluð eru til nýsköp­un­ar. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni stjórn­ar­innar er áætlað að fram­lög í Rann­sókna­sjóð og Inn­viða­sjóð verði sam­an­lagt aukin um 400 millj­ónir og þá er gert ráð fyrir 400 milljón króna auka­fram­lagi til Tækni­þró­un­ar­sjóðs.

„Ríkið þarf að stíga miklu fastar inn í nýsköp­un­ar­um­hverf­ið,“ segir þing­mað­ur­inn og bætir við að hann telji að afnema ætti þak á end­ur­greiðslur á þró­un­ar­kostn­aði og leggja meiri fjár­muni í end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. „Ráð­herr­arnir segja að þeir vilji frekar gera of mikið en of lít­ið, en ég ótt­ast að þeir séu að gera hið gagn­stæða,“ segir Ágúst Ólaf­ur.

„Óaf­sak­an­legt“ að ekki sé hægt að styðja verð­ug  nýsköp­un­ar­verk­efni 

Annar nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata, tekur í sama streng hvað fram­lög til nýsköp­unar varð­ar. Hann bendir á það sem fram kom í umsögn Sam­taka iðn­að­ar­ins um fjár­auka­laga­frum­varp­ið, að ein­ungis 27% þeirra verk­efna sem fengu hæstu ein­kunn í mati Tækni­þró­un­ar­sjóðs fengu úthlutun úr sjóðn­um. Sam­tök iðn­að­ar­ins sögðu þetta benti til ónýttra tæki­færa og Björn Leví er sam­mála því.

„Svo­leiðis gat er óaf­sak­an­leg­t,“ segir þing­mað­ur­inn, „því við vitum öll ábatann af þeim verk­efn­um.“ Hann bætir við að ef atvinnu­leysi fari á flug á næstu mán­uðum væri gott að setja rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­verk­efni af stað, sem gætu skapað fjölda fjöl­breyttra starfa ofan á þau störf sem skap­ast við við­halds- og fram­kvæmda­verk­efnum sem áætlað er að ráð­ast í.

Hvað heild­ar­upp­hæð fjár­fest­ing­ar­átaks­ins varðar segir Björn Leví að honum þyki fimmtán millj­arð­ar, eða tutt­ugu, ágætt fyrsta skref, enda hafi stjórn­völd boðað að ráð­ist verði í frekara fjár­fest­ing­ar­á­tak á árunum 2021-2023.

„En það eru göt þarna, sem mætti stoppa upp í,“ segir Björn og bætir við að stjórn­völd þyrftu að hans mati að gera meira, í við­spyrnu sinni vegna efna­hags­legra áhrifa heims­far­ald­urs­ins, til þess að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent