Alþingi samþykkir að móta stefnu til að efla fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu

Á Íslandi á ekki að vera „rými fyrir fordóma, mismunun á grundvelli kynþáttar né neins konar mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta,“ að því er fram kemur í nýsamþykktri þingsályktunartillögu.

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Alþingi hefur sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum upp­runa til þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Til­lagan var áður flutt í fyrra. Fyrsti flutn­ings­maður var Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og með honum voru fimm þing­menn og einn vara­þing­maður úr sama flokki. 

Ásmundi Ein­ari Daða­syni félags- og barna­mála­ráð­herra verður falið í sam­vinnu við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra að móta stefnu fyrir ein­stak­linga og fjöl­skyldur af erlendum upp­runa sem hafi það að mark­miði að auka gagn­kvæman skiln­ing og þátt­töku á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. 

Sér­stök áhersla verður lögð á félags­leg rétt­indi, heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og atvinnu­þátt­töku þannig að á Íslandi verði fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag þar sem grund­vall­ar­stefin eru jafn­rétti, rétt­læti og virð­ing fyrir lífi án mis­mun­un­ar. Ráð­herra skal kynna stefn­una fyrir Alþingi í upp­hafi næsta þings. 

Auglýsing

Ekki rými fyrir for­dóma, mis­munun á grund­velli kyn­þáttar né neins konar mis­munun

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að nið­ur­stöður kosn­inga í mörgum Evr­ópu­ríkjum síð­ustu miss­erin gefi til kynna að upp­gangur og útbreiðsla öfga­afla sem ala á þjóð­ern­is­hyggju og andúð á útlend­ingum og fjöl­menn­ingu sé stað­reynd. Hér á landi hafi slík sjón­ar­mið einnig fengið hljóm­grunn og í mörgum ríkjum hafi flokkar sem tala fyrir útlend­inga­andúð kom­ist í áhrifa­miklar stöð­ur, á þing og í sveit­ar­stjórn­ir, og í sumum ríkjum hafi full­trúar þeirra jafn­vel kom­ist í for­seta­stól.Þá segir að Ísland eigi að vera í for­ystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunn­gildum rétt­læt­is. Hér sé þegar orðið fjöl­þjóð­legt sam­fé­lag sem á að hafa í heiðri jafn­rétti og rétt­læti þar sem borin sé virð­ing fyrir frelsi hvers og eins til þess að aðhyll­ast trú­ar­brögð, lífs­skoð­anir og lífs­gildi af ólíkum toga, án mis­mun­un­ar. Í slíku sam­fé­lagi sé ekki rými fyrir for­dóma, mis­munun á grund­velli kyn­þáttar né neins konar mis­mun­un, hvort sem er vegna trú­ar, menn­ingar eða ann­arra þátta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent