Þriggja milljarða stefnu Ingibjargar og Jóns Ásgeirs á hendur Sýn vísað frá

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir töldu að málshöfðun Sýn á hendur þeim hefði valdið hjónunum orðsporshnekki og sett ábatasöm viðskipti þeirra erlendis í uppnám. Þau stefndu fyrirtækinu og vildu þrjá milljarða í bætur. Héraðsdómur vísaði máliinu frá.

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Auglýsing

Stefnu hjón­anna Ingi­bjargar Pálma­dóttur og Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, og félags þeirra 365 ehf., á hendur fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu Sýn, þar sem þau kröfð­ust þriggja millj­arða króna í bætur fyrir m.a. orð­spors­hnekki, hefur verið vísað frá í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Það gerð­ist í síð­ustu viku, nánar til­tekið 28. októ­ber. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í árs­hluta­reikn­ingi Sýnar töld­ust „dóm­kröfur stefn­enda óljósar og óskýrar og slíkir ann­markar á mála­til­bún­aði að mál­inu var vísað frá. Stefn­endur hafa kært úrskurð­inn til Lands­rétt­ar.

Sam­kvæmt stefn­unni i mál­inu töldu Ingi­björg og Jón Ásgeir að stefna Sýnar á hendur þeim, þar sem þau eru krafin um háa greiðslu vegna brots á kaup­samn­ingi sem gerður var árið 2017, hafi skaðað þau „hug­hrif að stefn­endur séu aðilar sem standi ekki við gerða samn­inga og skuldi háar fjár­hæðir þegar fyrir liggur að orð­spor er þeim einkar mik­il­vægt í við­skiptum frá degi til dags.“ 

Þau sögðu að mála­til­bún­að­ur­inn hefði valdið þeim miklum óþæg­ind­um, meðal ann­ars í sam­skiptum við fjár­mála­stofn­an­ir, og við­búið væri að svo yrði áfram eftir því sem málið komst í kast­ljós fjöl­miðla. Ábata­söm við­skipti þeirra á erlendum vett­vangi væru líka þegar í upp­námi vegna mál­sókn­ar­inn­ar. 

Enn fremur töldu þau að að mark­mið Sýnar með því að stefna sér væri að „breiða yfir afleitan rekstur Sýnar frá því að félagið tók við eignum 365 á ljós­vaka- og fjar­skipta­mark­að­i.“

Kveðið á um sam­keppn­is­bann

For­saga máls­ins er sú að Sýn keypti hluta af fjöl­miðla­veldi 365 á árinu 2017 fyrir alls 7,9 millj­arða króna. Um var að ræða alla ljós­vaka­miðlar félags­­ins og frétta­vef­inn Vísi.­is. Eftir í 365 stóð Frétta­­blaðið og tengdir miðlar sem voru svo seldir til nýrra eig­enda í fyrra og eru nú reknir í félag­inu Torgi ehf.

Auglýsing
Í kaup­samn­ingi var kveðið á um að Ingi­björg og Jón Ásgeir mættu ekki fara í sam­keppni við þá miðla sem Sýn hefði keypt í til­tek­inn tíma. 

Rekstur fjöl­miðla Sýnar hafa ekki gengið vel frá því að kaupin áttu sér stað. Í byrjun árs lækk­aði félagið til að mynda við­skipta­vild vegna fjöl­miðl­anna sem keyptir voru um 2,5 millj­arða króna. 

Tekjur Sýnar af fjöl­miðla­rekstri dróg­ust saman um 446 millj­ónir króna milli áranna 2018 og 2019 og á fyrstu níu  mán­uðum yfir­stand­andi árs dróg­ust tekjur félags­­ins vegna fjöl­miðla­hluta rekst­­ur­s­ins saman um 565 millj­­ónir króna frá sama tíma­bili í fyrra. 

Stefnt út af hlað­varpi og Hring­braut

Sýn ákvað að stefna hjón­unum og 365 vegna þess að stjórn­­endur Sýnar telja að teng­ing vef­mið­ils­ins fretta­bla­did.is við ljós­vaka­miðla, bæði útvarp og sjón­­varp, sé með öllu óheimil sam­­kvæmt kaup­­samn­ingnum frá árinu 2017. Mið­ill­inn haldi úti hlað­varpi, vísi á vef sjón­­varps­­stöðv­­­ar­innar Hring­brautar (líka í eigu Torgs) af for­­síðu sinni og sýni ýmis konar mynd­­bönd, sem telj­ist ljós­vaka­efn­i. Vegna þessa hefur Sýn farið fram á að hinir stefndu greiði sér fimm millj­ónir króna fyrir hvern dag sem lið­inn er frá samn­ings­broti. Í lok fyrsta árs­fjórð­ungs stóð sú tala í 1,7 millj­arði króna. Í dag hefur hún hækkað nokk­uð, og er lík­lega komin yfir tvo millj­arða króna. Þessi mála­rekstur er enn í gangi fyrir dóm­stól­um.

Í nú frá­vís­aðri gagn­stefnu Ingi­bjargar og Jóns Ásgeirs, sem Mark­að­ur­inn fjall­aði ítar­lega um í vor, var þessu með öllu hafn­að. Fyrir því voru tvö meg­in­rök. Í fyrsta lagi seldi 365 eft­ir­stand­andi miðla sína, sem að uppi­stöðu var Frétta­blaðið og vefur þess, til Helga Magn­ús­sonar fjár­festis og sam­starfs­manna hans í fyrra í tveimur skref­um. Þegar það síð­ara var stig­ið, í októ­ber, var sjón­varps­stöð­inni Hring­braut og tengdri síðu rennt inn í Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins. Þá þegar hafði Frétta­blaðið hafið fram­leiðslu og birt­ingu á hlað­varpi á fretta­bla­did.­is. 

Hjónin höfn­uðu því að umrædd hlað­varps­gerð væri sam­keppni við þá ljós­vaka­miðla sem seldir höfðu verið til Sýn­ar. Auk þess sögð­ust þau ekki bera ábyrgð á sjón­varps­rekstri Hring­braut­ar, enda hefðu þau verið búin að selja fjöl­miðl­anna þegar honum var rent inn í útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins. Það hafi ekki verið staf krókur um það í kaup­samn­ingnum að þau hafi verið skuld­bundin til þess að sjá til þess að óskyldur þriðji aðili yrði bund­inn af sam­keppn­is­bann­inu.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur vís­aði mál­inu frá 28. októ­ber síð­ast­lið­inn þar sem dóm­kröfur Ingi­bjarg­ar, Jóns Ásgeirs og 365 ehf., töld­ust óljósar og óskýrar og slíkir ann­markar á mála­til­bún­aði að vísa þyrfti mál­inu frá. Þeirri nið­ur­stöðu hef­ur, líkt og áður sagði, verið áfrýjað til Lands­rétt­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent