Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp til að binda enda á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar

Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp um lög til að binda enda á verk­fall flug­virkja hjá Land­helg­is­gæslu Íslands. Vísir greinir frá.

Hún segir í sam­tali við Vísi að frum­varpið feli í sér að flug­virkjar fái frelsi til þess að klára samn­inga fyrir 4. jan­ú­ar, ann­ars fari deilan fyrir gerð­ar­dóm. Hún segir fulla sam­stöðu hafa verið um þessar aðgerðir í rík­is­stjórn.

Flug­virkjar Land­helg­is­gæsl­unnar hafa verið í verk­falli frá 5. nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Samn­inga­nefndir flug­virkja og rík­is­ins fund­uðu hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær en sá fundur skil­aði ekki árangri, að því er fram kemur í frétt RÚV.

Auglýsing

„Kjara­deila flug­virkja varðar almanna­hags­muni og almanna­ör­yggi og þess vegna er þessi leið óhjá­kvæmi­leg í ljósi alvar­legrar stöðu hjá Land­helg­is­gæsl­unn­i,“ skrifar dóms­mála­ráð­herra á Twitt­er. Ekk­ert loft­hæft flug­far í augna­blik­inu

Georg Lár­us­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sagði í sam­tali við RÚV í morgun að staðan væri afar slæm. „Við höfum ekk­ert loft­hæft flug­far í augna­blik­inu, þessi eina þyrla sem við höfum verið að nota er stopp og nú ríður á að fá menn til vinnu til að ljúka skoðun á henni sem tekur tvo sól­ar­hringa.“

Hann sagði jafn­framt að ekki hefðu allir þeir flug­virkjar sem Land­helg­is­gæslan teldi að ættu að vera við vinnu mætt til að sinna við­haldi, að und­an­skildun einum þyrlu­vakt­ar­manni. „Að öðru leyti hafa þeir ekk­ert látið sjá sig. Engar skýr­ingar þrátt fyrir ítrek­aðar beiðn­ir, skrif­legar og munn­leg­ar. Eng­inn látið sjá sig.“

Taldi Land­helg­is­gæsl­una brjóta lög um vinnu­deilur

Í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni fyrr í mán­uð­inum kom fram að ítrek­uðum und­an­þágu­beiðnum frá verk­falli vegna við­halds­skipu­lagn­ingar hefði verið hafnað af Flug­virkja­fé­lagi Íslands. Guð­mund­ur Úlfar Jóns­­son, for­maður flug­­­virkja­­fé­lags Íslands, sagði í sam­tali við mbl.is þann 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Land­helg­is­­gæsl­una bryti lög um vinn­u­­deil­ur með því að láta hluta flug­­­virkja fé­lags­ins starfa áfram þrátt fyr­ir verk­­fall. Þá væru þeir sem áfram starfi látn­ir ganga í störf þeirra sem væru í verk­­falli.

Fram kom hjá mbl.is að af 18 flug­­­virkj­um sem starfa hjá gæsl­unni væru aðeins sex í verk­­falli. Af þeim væru átta sem eru svo­­kall­aðir spil­­menn og ganga þeir út­­kallsvakt­ir á þyrlu gæsl­unn­­ar. Guð­mund­ur sagði að eng­inn ágrein­ing­ur væri uppi um að þeir aðilar væru ekki í verk­­falli þar sem þeir væru við­bragðs­að­ilar og því gilti um þá lög sem við­bragðs­að­ila.

Stjórn­völd yrðu að höggva á hnút­inn

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ræddi málið undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni. Hann sagði gera yrði þá ský­lausu kröfu til stjórn­valda að þau hyggju á þennan hnút.

„Við erum til taks. Þetta er kjör­orð Land­helg­is­gæsl­unnar og blasir við á skjánum þegar farið er inn á heima­síðu hennar — nema í dag og á morg­un, verður að bæta við frá og með mið­nætti í kvöld. Þá verður drepið á síð­ustu þyrl­unni og engin slík til taks næstu tvo sól­ar­hring­ana. Ætli þetta sé ekki eini neyð­ar­sím­inn í heim­in­um, hjá þeim sem sjá um leit og björgun á fólki í lífs­háska, þar sem svarið verð­ur: Nei, því mið­ur, það er lokað vegna vinnu­deilna?

Það stendur á end­um, það verður lokað rétt í þann mund sem óveður gengur yfir land­ið. Svo dæmi sé tekið þá gæti þyrla verið eina far­ar­tækið til bjargar manns­lífum í mínum heima­bæ, ef svo bæri undir strax í nótt, að ekki sé talað um öryggi sjó­manna á hafi úti. En eftir níu klukku­tíma tekur við svar­ið: Nei, því mið­ur, það er lok­að, engin þyrla til taks. Þyrlur Gæsl­unnar fara að með­al­tali í 21 útkall á mán­uði. Þar af eru sjö til tíu á hafi úti eða upp á hálendið þar sem öðrum björgum verður ekki við kom­ið. Að nákvæm­lega þessi þjón­usta, leit og björg­un, skuli leggj­ast af vegna vinnu­deilna er auð­vitað algjör­lega óásætt­an­leg­t,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Hann sagði enn fremur að gera yrði þá ský­lausu kröfu til stjórn­valda að þau hyggju á þennan hnút, ef ekki með samn­ingum þá með laga­setn­ingu. „Manns­líf geta verið í húfi og ábyrgð þeirra sem komið hafa málum í þessa stöðu er mik­il.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent