Mikill þrýstingur á fasteignamarkaðnum í höfuðborginni

Verð hækkar, sölutími styttist og framboð íbúða á sölu dregst saman á höfuðborgarsvæðinu. Allt bendir þetta til mikils þrýstings á fasteignamarkaðnum þar.

Miðbær
Auglýsing

Fjöldi íbúða á sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er nú minni en hann hefur verið á síð­ustu árum, auk þess sem hlut­fall íbúða sem seldar eru á yfir­verði hefur nær tvö­fald­ast. Á sama tíma hefur með­al­sölu­tími dreg­ist hratt saman á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og verð­vísi­talan hefur hækkað um tæp sex pró­sent. Þetta kemur fram í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu  Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS), sem kom út í morg­un.

Íbúðum á sölu fækkar veru­lega

Sam­kvæmt skýrsl­unni er mikil eft­ir­spurn eftir hús­næði und­an­farna mán­uði farin að hafa mikil áhrif á fram­boð af eign­um. Með­al­fjöldi eigna til sölu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem verið á bil­inu 1.600 til 2.200 eign­ir, hefur einnig minnkað hratt. Eftir fyrra sam­komu­bannið í vor var þessi fjöldi í hámarki eða um 2.200 eignir og hefur síðan þá lækkað niður fyrir 1.200 eign­ir, sem er mun minna fram­boð en hefur verið á síð­ustu árum.

Verð hækkar í höf­uð­borg­inni en lækkar á lands­byggð­inni

Með auk­inni eft­ir­spurn og minna fram­boði af eignum á sölu hefur verð hækkað tölu­vert á árinu og virð­ist vera mikil sam­keppni um eign­ir. Hækk­unin er sér­stak­lega mikil á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en á milli októ­ber­mán­aða 2019 og 2020 hefur vísi­tala sölu­verðs íbúða þar hækkað um 5,8 pró­sent. Í nágrenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur vísi­talan svo hækkað um 4,2 pró­sent. Ann­ars staðar á land­inu hefur vísi­talan hins vegar lækkað um 1,8 pró­sent á tíma­bil­inu.

Auglýsing

Minni sölu­tími og fleiri íbúðir á yfir­verði

Eftir því sem virknin á fast­eigna­mark­aðnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur auk­ist hefur hlut­fall íbúða sem selj­ast yfir ásettu verði einnig auk­ist til muna. Í júní seld­ust 11 pró­sent íbúða á yfir­verði, en í októ­ber seld­ist rúmur fimmt­ungur íbúð­anna á yfir­verði, ef miðað er við þriggja mán­aða hlaup­andi með­al­tal.

Á sama tíma hefur með­al­sölu­tími dreg­ist hratt saman á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síðan í vor, en sam­kvæmt HMS er það í sam­ræmi við að fram­boðið sé að drag­ast sam­an, verðið sé að hækka og fleiri eignir að fara á yfir­verði. Sam­keppnin um eignir virð­ist vera mikil og því stytt­ist sölu­tím­inn. 

Sölu­tími nýrra eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fór hæst upp í 79 daga að með­al­tali í sam­komu­bann­inu, en hefur nú styst niður í 61 dag. Fyrir aðrar eignir hefur tím­inn styst úr 49 dögum niður í 43 og hefur ekki mælst jafn­stuttur síð­ustu sjö árin. 

Búist við meiri verð­hækk­un­um 

Sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Zenter gerði fyrir HMS í nóv­em­ber þá telja 70 pró­sent svar­enda að fast­eigna­verð muni koma til með að hækka á næstu 12 mán­uð­um. Ein­ungis 6 pró­sent sver­anda telja að fast­eigna­verð muni lækka á tíma­bil­inu. Sam­hliða vænt­ingum um áfram­hald­andi verð­hækk­unum bendir könn­unin til þess að áhugi fólks á að kaupa sér íbúð í náinni fram­tíð hafi dvín­að, miðað við sam­bæri­legar kann­anir í apríl og júlí á þessu ári. Þó er hlut­fall vænt­an­legra kaup­enda hátt, ef litið er aftur til síð­ustu þriggja ára.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent