30 milljóna íbúð gæti hækkað um 5,3 milljónir á einu ári

9954308386_52a5d51e0a_z.jpg
Auglýsing

Fast­eigna­verð hefur sjaldan eða aldrei hækkað jafn skarpt eins og und­an­farna þrjá mán­uði, en hækk­unin í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nemur 4,2 pró­sent­um. Þetta þýðir að íbúð sem kost­aði 30 millj­ón­ir, hefur hækkað að mark­aðsvirði um 1.260 þús­und á ein­ungis þremur mán­uð­um, og ef þró­unin heldur áfram með sama hætti í eitt ár, þá hækkar virði 30 millj­óna íbúðar um 5,3 millj­ón­ir, á einu ári.

Grein­endur hafa að und­an­förnu bent á þessa skörpu hækk­un, og sagði meðal ann­ars í hag­sjá Lands­bank­ans á dög­un­um: „Þetta eru miklar hækk­anir sem koma í kjöl­far mik­illa hækk­ana bæði í des­em­ber og í jan­ú­ar. Árs­hækkun fjöl­býlis er nú 11,6% og árs­hækkun sér­býlis 8,1%. Alls hefur fast­eigna­verð því hækkað um 10,8% síð­ustu 12 mán­uði. Þar sem verð­hjöðnun hefur verið síð­asta árið á mæli­kvarða vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næðis hefur raun­verð hækkað meira en nafn­verð­ið.“

En er þessi þróun eðli­leg? Það er erfitt að segja til um það, þegar mark­aðs­þróun sem þessi er ann­ars veg­ar, en hún er að ein­hverju leyti í takt við spár grein­enda á mark­aði og Seðla­banka Íslands einnig. Þær gerðu þó ekki ráð fyrir jafn hraðri hækkun fast­eigna­verðs og hefur verið und­an­farna þrjá mán­uði, en að verð­hækk­unin myndi hanga saman við kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

Auglýsing

Velta á mark­aðnum hefur einnig verið að aukast nokk­uð, milli mán­aða, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Fast­eigna­skrár Íslands.

Spá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans gerir ráð fyrir um 25 pró­sent hækkun fast­eigna­verðs næstu þrjú árin, eða út árið 2017.

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None