30 milljóna íbúð gæti hækkað um 5,3 milljónir á einu ári

9954308386_52a5d51e0a_z.jpg
Auglýsing

Fast­eigna­verð hefur sjaldan eða aldrei hækkað jafn skarpt eins og und­an­farna þrjá mán­uði, en hækk­unin í fjöl­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nemur 4,2 pró­sent­um. Þetta þýðir að íbúð sem kost­aði 30 millj­ón­ir, hefur hækkað að mark­aðsvirði um 1.260 þús­und á ein­ungis þremur mán­uð­um, og ef þró­unin heldur áfram með sama hætti í eitt ár, þá hækkar virði 30 millj­óna íbúðar um 5,3 millj­ón­ir, á einu ári.

Grein­endur hafa að und­an­förnu bent á þessa skörpu hækk­un, og sagði meðal ann­ars í hag­sjá Lands­bank­ans á dög­un­um: „Þetta eru miklar hækk­anir sem koma í kjöl­far mik­illa hækk­ana bæði í des­em­ber og í jan­ú­ar. Árs­hækkun fjöl­býlis er nú 11,6% og árs­hækkun sér­býlis 8,1%. Alls hefur fast­eigna­verð því hækkað um 10,8% síð­ustu 12 mán­uði. Þar sem verð­hjöðnun hefur verið síð­asta árið á mæli­kvarða vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næðis hefur raun­verð hækkað meira en nafn­verð­ið.“

En er þessi þróun eðli­leg? Það er erfitt að segja til um það, þegar mark­aðs­þróun sem þessi er ann­ars veg­ar, en hún er að ein­hverju leyti í takt við spár grein­enda á mark­aði og Seðla­banka Íslands einnig. Þær gerðu þó ekki ráð fyrir jafn hraðri hækkun fast­eigna­verðs og hefur verið und­an­farna þrjá mán­uði, en að verð­hækk­unin myndi hanga saman við kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

Auglýsing

Velta á mark­aðnum hefur einnig verið að aukast nokk­uð, milli mán­aða, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Fast­eigna­skrár Íslands.

Spá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans gerir ráð fyrir um 25 pró­sent hækkun fast­eigna­verðs næstu þrjú árin, eða út árið 2017.

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None