Fulltrúar 45 samtaka hafa sent frá sér sameiginlega ályktun vegna ástandins á Landsspítalanum þar sem lækkun til reksturs spítalans, sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár, er mótmælt harðlega. Í ályktuninni segir að um sé að „ræða niðurskurð sem kann að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu“. Þau skora á „ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að tryggja að umhverfi sjúklinga, aðstaða starfsfólks og nema standist bæði lög og þann metnað sem íslensk þjóð vill sýna“.
Á meðal þeirra sem standa að yfirlýsingunni eru Geðhjálp, Félag eldri borgara, Neistinn-styrktarfélag hjartveikra barna, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Astma- og ofnæmisfélag Íslands, MND félagið, Krabbameinsfélag Íslands og SÍBS.
Ályktunin vegna ástandsins á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í heild sinni.
Þau 45 samtök sem standa að henni eru:
ADHD samtökin
Astma- og ofnæmisfélag Íslands
Brjóstaheill-Samhjálp kvenna
CCU, Crohn´s og Colitis Ulcerosa samtökin
Einhverfusamtökin
Einstök börn
FAAS (Alzheimer)
Félag CP á Íslandi
Félag áhugafólks um Downs heilkenni
Félag eldri borgara í Reykjavík
Félag lesblindra á Íslandi
Félag lifrarsjúkra
Félag nýrnasjúkra
Geðhjálp
Geðvernd
Gigtarfélag Íslands
HIV-Ísland
Hjartaheill – Landssamtök
hjartasjúklinga
Hjartavernd
Hugarafl
Hugarfar
Kraftur
Krabbameinsfélag Íslands
Landssamtökin Þroskahjálp
Lauf
MG félag Íslands (Myasthenia Gravis)
MND félagið á Íslandi
MS-félag Íslands
Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna
Ný rödd
Parkinsonsamtökin á Íslandi
Samtök lungnasjúklinga
Samtök sykursjúkra
SÍBS
Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra
SPOEX (Psoriasis)
Stómasamtökin
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Styrkur
Tourette-samtökin á Íslandi
Tilveran - samtök um ófrjósemi
Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum
Vífill
Öryrkjabandalag Íslands