9 af hverjum 10 vilja forgangsraða peningum til heilbrigðismála

16034618821_4a37bfcdcd_z.jpg
Auglýsing

Yfir 90% lands­manna vilja að Alþingi for­gangsraði fjár­munum til heil­brigð­is­mála, sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Gallup gerði fyrir Pírata.

Píratar létu gera könn­un­ina í nóv­em­ber í fyrra og svo aftur í ágúst og til 11. sept­em­ber í ár.

Rúm­lega 50 pró­sent vilja að þingið for­gangsraði fjár­munum í þágu mennta- og fræðslu­mála og 39 pró­sent í almanna­trygg­ingar og vel­ferð­ar­mál. 29 pró­sent vilja að hús­næð­is-, skipu­lags- og hreins­un­ar­mál fari í for­gang og 27,5 pró­sent vilja for­gangs­raða til lög­gæslu og örygg­is­mála.

Auglýsing

Heil­brigð­is­mál eru í afger­andi for­gangi hjá lands­mönnum óháð aldri, mennt­un, efna­hag, búsetu, kyni og hvaða flokk fólk kýs.

Könn­unin nú var gerð með net­könn­un, 4140 manns voru í úrtak­inu, 2421 svör­uðu og er svar­hlut­fall því 58,5%.

„Þrátt fyrir mik­inn nið­ur­skurð, lág laun, lélegan aðbúnað og mikið vakta­á­lag í gegnum krepp­una þá hélt heil­brigði­starfs­fólkið okkar öllum þáttum heil­brigð­is­þjón­ust­unnar grænum sam­kvæmt alþjóð­legum þjón­ustu­stuðl­inum „Euro Health Consu­mer Index 2013“ sem land­læknir styðst við sam­kvæmt lögum og regl­um.

Heil­brigð­is­starfs­fólkið okkar er rétti­lega lang­þreytti eins og fyrsta lækna­verk­fall íslands­sög­unnar í vetur sýn­ir. Land­læknir árétt­aði fyrir stjórn­völdum á árinu að lög á verk­föll heil­brigð­is­starfs­manna væri ekki lang­tíma­lausn, og benti á að aðrar leiðir væru færar til að koma í veg fyrir verk­föll­inn. Nauð­syn­legur þáttur lang­tíma­lausnar er að Alþingi fari að vilja 90% lands­manna og for­gangsraði fjár­munum með afger­andi hætti í fyrsta flokks heil­brigð­is­þjón­ust­u,“ segir í til­kynn­ingu Pírata um mál­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None