Aðhaldsaðgerðir minni og byrja seinna

Ríkisstjórnin ætlar að fresta fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum um eitt ár og draga verulega úr þeim. Enn er þó búist við skattahækkunum eða niðurskurði í opinberum útgjöldum til að bæta afkomu hins opinbera á þarnæsta ári.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Búast má við skatta­hækk­unum eða nið­ur­skurði í opin­berum útgjöldum að and­virði 36 millj­arða króna á tíma­bil­inu 2024-2027 til að draga úr skulda­söfnun hins opin­bera. Þetta kemur fram í nýbirtri fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir næstu fimm árin.

Bætt afkoma minnkar þörf­ina á aðhaldi

Rík­is­stjórnin gerði einnig ráð fyrir þessum aðhalds­að­gerðum í síð­ustu fjár­mála­á­ætlun sinni sem gefin var út í fyrra, en þá var búist við að þær myndu hefj­ast á næsta ári og nema um 34 millj­örðum króna á hverju ári.

Í nýju fjár­mála­á­ætl­un­inni er nú búist við að aðgerð­irn­ar, sem eru kall­aðar afkomu­bæt­andi ráð­staf­an­ir, hef­ist ekki fyrr en á þarnæsta ári. Enn frekar er áætlað umfang þeirra mun minna en áður, en búist er við að þær muni nema níu millj­örðum króna á hverju ári.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði Kjarn­anum í fyrra­haust að þörfin á aðhalds­að­gerðum hefði minnkað tölu­vert, í ljósi þess að afkomu­horfur rík­is­sjóðs hefðu batnað tölu­vert. Sam­kvæmt Bjarna skýrð­ist bætta afkoman mest af auknum skattekj­um, en einnig myndi áfram­hald­andi sala Íslands­banka og breytt fyr­ir­komu­lag varð­andi elds­neyt­is­notkun og öku­tækja­kaup skipta máli.

Meira aðhald ef horfur versna

Þó stendur einnig í fjár­mála­á­ætl­un­inni að umfang aðhalds­að­gerð­anna muni fara eftir efna­hags­þróun inn­an­lands. Verði þró­unin jákvæð­ari en búist var við, t.d. vegna auk­ins fram­leiðni­vaxtar og meiri útflutn­ings í atvinnu­greinum sem byggja á tækni og hug­viti, gæti verið að engin þörf verði á því að hækka skatta eða draga úr opin­berum gjöld­um.

Á hinn bóg­inn gæti rík­is­stjórnin hert ólina tölu­vert ef efna­hags­spár verða undir vænt­ing­um, til dæmis vegna minni alþjóða­hag­vaxt­ar, meiri hækk­ana hrá­vöru­verðs og færri ferða­manna. Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætl­un­inni gætu aðhalds­að­gerð­irnar tæp­lega fimm­fald­ast ef það ger­ist og numið um 42 millj­örðum króna á hverju ári.

Sam­kvæmt rík­is­stjórn­inni þyrftu þessar aðhalds­að­gerðir að eiga sér stað svo að hægt væri að fram­fylgja afkomu­mark­miði eigin fjár­mála­stefnu, sem var sam­þyktk fyrr á árinu. Þó bætir hún við að þær séu það harka­legar að ólík­legt sé að hún myndi sam­rým­ast hag­stjórn­ar­hlut­verki hins opin­bera eða grunn­gildum laga um opin­ber fjár­mál um stöð­ug­leika.

Því seg­ist rík­is­stjórnin munu slaka á eigin afkomu­mark­miðum ef hag­þró­unin versnar til muna, í ljósi þess hversu mikið opin­ber þjón­usta myndi skerð­ast vegna aðhalds­að­gerð­anna sem væru nauð­syn­legar til að fram­fylgja þeim. Þó segir hún ekki hversu mikil slík til­slökun gæti ver­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent