Áfengisfrumvarpið lagt fram á ný af fleiri þingmönnum

vilhjalmur.jpg
Auglýsing

Frum­varp Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, um breyt­ingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak hefur verið lagt fram á ný. Frum­varp­ið, sem myndi binda enda á einka­leyf­i ­rík­is­ins á sölu áfengis nái það fram að ganga, dag­aði uppi á síð­asta þingi.

„Frum­varpið felur í sér aukið frelsi til smá­sölu á Íslandi en það er ekki hlut­verk rík­is­ins að sinna smá­sölu heldur að setja reglur um hana og hafa eft­ir­lit með henni ef nauð­syn þyk­ir. Hlut­verk einka­að­ila er að selja vörur og þjón­ustu í sam­ræmi við þær reglur sem stjórn­völd hafa sett. Þetta sjón­ar­mið á við um áfengi og aðrar neyslu- og nauð­synja­vör­ur,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu. Það er lagt fram með lít­ils­háttar breyt­ing­um, en meðal ann­ars er gert ráð fyrir að sveit­ar­fé­lög hafi heim­ild til 1. sept­em­ber 2017 til að veita smá­sölu­leyfi þeim versl­unum sem hýsa áfeng­is­út­sölur ÁTVR í lok þessa árs.

„Með þessu er leit­ast eftir að fyr­ir­komu­lag­inu verði ekki umbylt og einnig lagt til að lög þessi verði tekin til end­ur­skoð­unar að reynslu­tíma lokn­um. Þá er nú lagt til að allir þurfi að sýna skil­ríki þegar þeir kaupa áfengi og sanna þar með aldur sinn. Einnig er áréttað að mark­mið frum­varps­ins er að auka versl­un­ar­frelsi í flestum teg­undum versl­unar en ekki ein­vörð­ungu í mat­vöru­versl­un­um. Nái frum­varpið fram að ganga verður heim­ild til net­versl­unar skýr­ari en áður en áhöld eru um það nú hvort hún er lög­leg þar sem stjórn­völd reka tvær slíkar og erlendir aðilar geta selt áfengi í smá­sölu í gegnum netið og það er keyrt heim að dyr­um.“

Auglýsing

Flutn­ings­menn frum­varps­ins eru sextán tals­ins og hefur þeim fjölgað um þrjá frá því það var síð­ast lagt fram. Þing­menn úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Bjartrar fram­tíðar og Pírata eru meðal flutn­ings­manna. Nýir flutn­ings­menn eru Guð­mundur Stein­gríms­son, Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, Jón Gunn­ars­son og Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir. Pétur Blön­dal heit­inn, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks til margra ára, var meðal stuðn­ings­manna frum­varps­ins á síð­asta þingi.

Aðrir flutn­ings­menn eru auk Vil­hjálms: Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, Sig­ríður Á. And­er­sen, Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, Brynjar Níels­son, Birgir Ármanns­son, Har­aldur Bene­dikts­son, Willum Þór Þórs­son, Karl Garð­ars­son, Har­aldur Ein­ars­son og Björt Ólafs­dótt­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None