Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur miklar áhyggjur af því að samið verði um launahækkanir á vinnumarkaði, sem engin innistæða er fyrir, og hvetur alla stjórnmálaflokka til að taka höndum saman og beita sér fyrir því samið verði um lausn sem er innan þess svigrúms sem framleiðni í hagkerfinu býður upp á, verðbólgumarkmiðs og sjálfbærs vaxtar. Ef ekki tekst að semja um launahækkanir á þessum nótum, telur sjóðurinn að stjórnvöld þurfi tafarlaust að bregðast við með breytingum á hagstjórn, þarf á meðal hagræðingu í rekstri hins opinbera og aðgerðum til að draga úr eftirspurn í hagkerfinu.
Áhyggjur af stöðunni
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sjóðsins, sem kynnt var á Kjarvalsstöðum í morgun. Megináhyggjur sjóðsins, þegar kemur að stöðu efnahagsmála hér á landi, snúa að deilunum á vinnumarkaði.
Að öðru leyti telur sjóðurinn að staða efnahagsmála séu á réttri leið, skuldir séu að lækka og aðstæður til þess að stíga skref við afnám, án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað.
Fjármálakerfi í takt við alþjóðaþróun
Sjóðurinn segir að fjármálakerfið þurfi að komast í takt við alþjóðlega þróun, og þá einkum í takt við regluverk ESA. Er þar meðal annars horft til þess að ábyrgð á innstæðum sé sambærileg við það sem þekkist á evrópska efnahagssvæðinu, en í dag er í gildi yfirlýsing, ólögfest þó, þar sem innstæður eru sagðar að fullu tryggar. Þá er einnig minnst á nauðsyn þess að búa til nýtt húsnæðislána kerfi, fyrir hið opinbera, og vinda ofan af Íbúðalánasjóði því samhlið.
Yfirlýsingu sjóðsins má sjá IMF_Concluding_Statement_6th_PPM_Discussions_May_20_2015 (1)