Dýrustu eignir landsins, miðað við brunabótarmat, eru í miðborginni en meðalaldur fasteigna sem eru til sölu þar er tæplega 77 ár. Meðalaldur sölueigna í Kópavogi er hins vegar einungis fjögur ár en verðið þar er samt sem áður mun lægra. Þetta er meðal þess sem sem kemur fram í gagnaskýringu sem Salvar Þór Sigurðarson hefur unnið út úr þeim eignum sem eru til sölu á fasteignavef Vísis. Samtals er um að ræða 4.941 fasteignir sem settar voru í gegnum eftirfarandi síu:
- Á milli 40 og 400 fermetrar að flatarmáli.
- Ekki atvinnuhúsnæði, jörð/lóð, hesthús, sumarhús eða óflokkað.
- Með 2 til 7 herbergi (8+ er yfirleitt fleiri en ein íbúð).
- Verð er gefið upp, og er ekki eitthvað rugl.
Eftir stóðu 2.594 íbúðir.
Fyrri skýring Salvars birtist í gær.
Seinni gagnaskýringu Salvars má sjá hér að neðan:
Auglýsing